Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Hraunið reynst betur en vonir stóðu til

Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi.

Innlent
Fréttamynd

Lögverndað sið­leysi

Klukkan tifar, það styttist í mánaðarmót. Þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega fjögur þúsund sálir frá kyrrlátu þorpi á suðvesturhorni lítils lands í norður Atlantshafi tvístraðar um eyjuna, margar á vergangi, húsnæðislausar og óttaslegnar með lítið í farteskinu annað en helstu nauðsynjar, kvíða og brostna framtíðardrauma.

Skoðun
Fréttamynd

Opna stuðning­s­torg fyrir Grind­víkinga

Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lengja lokun lónsins

Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Enn kviku­þrýstingur og hrinan kom á ó­vart

Kvikugangurinn við Grindavík gæti verið breiðari en áður var áætlað og storknun hans gæti tekið mun lengri tíma, miðað við nýjustu líkön. Jarðskjálftafræðingur segir nýjustu jarðskjálftahrinu sýna að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

130 skjálftar frá mið­nætti

Frá miðnætti hafa um 130 skjálftar mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga, allir undir 1 að stærð. Í gær mældust tæplega 510 skjálftar, sá stærsti 2,3 að stærð um klukkan hálf fjögur með upptökum rétt austan við Sýlingafell. Búast má við aukinni skjálftavirkni vegna landriss í Svartsengi. 

Innlent
Fréttamynd

Stað­ráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“

Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður.

Innlent
Fréttamynd

Sára­litlar líkur á gosi úr sprungunni

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir sáralitlar líkur á því að það gjósi úr sprungunum sem mynduðust í miðjum Grindavíkurbæ. Mestar líkur eru á gosi við Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Ég um mig frá mér til ég ræð

Forkastanlegt bann það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur af kunnuglegri ofurforsjárhyggju og fruntaskap sett á vegna núverandi atburða í Grindavík er ekki einvörðungu að verða okkur til atlægis úti í heimi heldur eru gjörðir hans og þvermóðska lílkleg til þess að valda landinu og ferðaþjónustunni stórum skaða sem hæglega getur hlaupið á miljörðum.

Skoðun
Fréttamynd

Í­búar í Grinda­vík fá rýmri heimildir á morgun

Íbúum í Grindavík verður leyft að fara á fólksbílum inn í bæinn á morgun til að sækja verðmæti. Þá verða sendibílar og aðrir bílar allt að 3,5 tonn í heildarþyngd og kerrur auk þess leyfðar. Þá verður ekki haldinn upplýsingafundur almannavarna á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Elsta stein­hús bæjarins ó­nýtt

Elsta steinhús Grindavíkur er stórskemmt eftir hamfarir síðustu daga. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur beint því til íbúa þess að tæma það alveg. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu.

Innlent