Hleypa ekki fleiri bílum að gossvæðinu Lokað hefur verið fyrir bílaumferð að gossvæðinu í Geldingadölum. Mikil bílaröð myndaðist síðdegis og náði hún alla leiðina að afleggjaranum að Bláa lóninu á Grindavíkurvegi. Innlent 30. mars 2021 19:30
Gosið gæti varað í mánuði eða ár Eldgos í Geldingadölum gæti varað í marga mánuði ef ekki nokkur ár, að mati Þorvalds Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði. Hann segir að enn sé nóg í tankinum. Innlent 30. mars 2021 19:12
Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. Innlent 30. mars 2021 19:00
Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. Innlent 30. mars 2021 17:56
Segir fjölmarga telja myndbandið vera falsað Þegar Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki og félagar hennar í landsliðshópnum gerðu sér leið að gosstöðvunum í Geldingadölum var lítil spurning um að taka með sér blakboltann. Lífið 30. mars 2021 16:56
Grindvíkingar rafmagnslausir í tuttugu mínútur „Þetta var nú bara stutt rafmagnsleysi núna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, en nú fyrir stundu sló rafmagninu út í bænum í um 20 mínútur. Orsakirnar eru ókunnar en heppilegt að það gerðist ekki seinna í dag, þegar fjarbæjarstjórnarfundur er á dagskrá, segir Fannar. Innlent 30. mars 2021 15:34
Aukafjárveiting til lögreglu vegna eldgossins Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Skoðun 30. mars 2021 14:30
Mikilvægi mannbrodda: „Ég skil ekki að enginn hafi drepist“ Mannbroddar hafa verið nefndir sem nauðsynlegur búnaður fyrir göngu inn í Geldingadali. Og ekki að ástæðulausu. Fjölmargir hafa slasast á leið sinni til og frá gosstöðvunum og virðast flestir hafa slasast í hálku. Innlent 30. mars 2021 13:50
Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. Viðskipti innlent 30. mars 2021 12:30
Þingmaður sendir frá sér bók um eldgosið Kolbeinn Óttarsson Proppé er að senda frá sér um þessar mundir bók um eldgos og fjallar þar meðal annars um það gos sem nú er yfirstandandi í Geldingadölum á Reykjanesi – sem er reyndar kjördæmi þar sem Kolbeinn ætlar sér að sækja fram í. Innlent 30. mars 2021 11:28
Sunnudagurinn var metdagur og helmingi færri fóru í gær Um 18400 manns hafa sótt gosstöðvarnar heim frá því að Ferðamálastofa setti upp teljara sinn á gönguleiðinni inni í Geldingadal á miðvikudag. Þetta segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. Innlent 30. mars 2021 11:09
Veðurblíða og fólk streymir á gosstöðvarnar Töluverður fjöldi beið eftir því að geta gengið inn að gosstöðvum í Geldingardölum þegar lögregla opnaði svæðið fyrir almennri umferð klukkan níu í morgun. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fólk hafa verið þolinmótt. Innlent 30. mars 2021 10:33
Nokkuð um hálkuslys á gosstöðvunum Stefnt er að því að gönguleiðirnar að gosstöðvunum í Geldingadölum verði opnaðar klukkan níu en þeim var lokað klukkan níu í gærkvöldi. Innlent 30. mars 2021 06:45
„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“ Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu. Innlent 29. mars 2021 22:00
Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. Innlent 29. mars 2021 21:37
Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. Innlent 29. mars 2021 21:01
Ekki allt sem sýnist þó hraun virðist storknað Svokallaðar hrauntjarnir, sem sjá má í hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum, myndast vegna gríðarlegs hita hraunsins sem flæðir þar upp úr jörðinni. Innlent 29. mars 2021 20:55
Þyrla kölluð að gosstöðvunum vegna konu sem slasaðist Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út að Geldingadölum vegna slasaðrar konu við gosstöðvarnar. Innlent 29. mars 2021 20:02
Börnin montin en öll sammála um að ekki þurfi að fara aftur Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. Lífið 29. mars 2021 19:30
Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. Innlent 29. mars 2021 19:18
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. Innlent 29. mars 2021 19:18
Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. Innlent 29. mars 2021 16:38
Fylgjast náið með aukinni virkni við Þrengslin Alls er óvíst hvaða þýðingu aukin skjálftavirkni við Þrengslin hefur. Jarðhræringar hófust á svæðinu aðfaranótt föstudags og í nótt urðu tveir snarpir skjálftar. Innlent 29. mars 2021 16:24
Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. Viðskipti innlent 29. mars 2021 16:11
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. Innlent 29. mars 2021 11:59
Eurovision-myndband Daða og Gagnamagnsins komið út Lag Daða og Gagnamagnsins 10 Years er framlag Íslendinga Íslands í Eurovision 2021. Margir hafa beðið í eftirvæntingu eftir myndbandinu sem kom út rétt í þessu. Tónlist 29. mars 2021 11:58
Bílaröð við Suðurstrandarveg: Mælt með mannbroddum enda flughált Suðurstrandarvegur verður opnaður og sömuleiðis gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan 10. Innlent 29. mars 2021 08:30
Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Innlent 29. mars 2021 06:55
Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. Innlent 28. mars 2021 22:10
Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Innlent 28. mars 2021 20:02