Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina

    Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Svona gera bara trúðar“

    Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jón Daði tryggði Bolton dramatískan sigur

    Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson reyndist hetja Bolton er liðið tók á móti Burton Albion í ensku C-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Jón Daði tryggði liðinu dramatískan 2-1 sigur með marki í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“

    Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Emery tekur við af Gerrard hjá Aston Villa

    Spánverjinn Unai Emery mun taka við sem þjálfari Aston Villa um mánaðarmótin en félagið tilkynnti um þetta í kvöld. Emery hættir sem þjálfari Villarreal á Spáni til að reyna aftur fyrir sér á Englandi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ten Hag með skýra kröfu gagnvart Ronaldo

    Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo munu funda í þessari viku eftir að knattspyrnustjórinn setti Ronaldo í bann frá æfingum aðalliðs Manchester United vegna hegðunar hans þegar United mætti Tottenham í síðustu viku.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Þetta eru gríðarleg vonbrigði“

    Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Southampton í dag. Hann segir að liðið hafi skapað sér nógu mikið til að vinna leikinn.

    Fótbolti