De Bruyne skaut Englandsmeisturunum á toppinn Englandsmeistarar Manchester City tylltu sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri gegn Leicester í dag. Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni. Fótbolti 29. október 2022 13:22
Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. Fótbolti 29. október 2022 11:30
Segir að United sé loksins að nálgast sitt besta á ný Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, segir að nágrannar sínir í Manchester United séu loksins að nálgast sitt besta á ný og að liðið geti bráðlega farið að berjast á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 29. október 2022 09:30
Bruno býr mest til af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar Manchester United á hættulegasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt tölfræðinni því enginn einn leikmaður hefur tekið þátt í fleiri sóknum með marktækifæri en Bruno Fernandes. Fótbolti 28. október 2022 16:30
Núnez fékk hughreystandi skilaboð frá Suárez eftir rauða spjaldið gegn Palace Darwin Núnez, framherji Liverpool, fékk skilaboð frá landa sínum, Luis Suárez, eftir að hann var rekinn af velli í leik Liverpool og Crystal Palace. Enski boltinn 28. október 2022 11:30
Marí með barn sitt í kerru þegar hann var stunginn Knattspyrnumaðurinn Pablo Marí gengst undir aðgerð í dag eftir að maður stakk hann með hnífi í verslunarmiðstöð á Ítalíu í gær, þar sem einn maður lést og fleiri særðust. Fótbolti 28. október 2022 09:01
„Svona gera bara trúðar“ Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta. Fótbolti 28. október 2022 07:32
Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. Fótbolti 28. október 2022 07:00
Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina. Erlent 27. október 2022 19:43
Dagný setur spurningamerki við hversu „hröð“ hún er í FIFA Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er ekki parsátt með einkunnagjöf sína í tölvuleiknum FIFA 23. Dagný telur sig vera töluvert hraðari á velli en einkunnaspjald hennar segir til um. Enski boltinn 27. október 2022 14:01
Bað um kaup á Haaland, Vlahovic og Diaz en Man. Utd hafnaði því Ralf Rangnick lagði fram stjörnum prýddan óskalista fyrir forráðamenn Manchester United varðandi kaup á leikmönnum í janúar síðastliðnum, eftir að hann hafði nýverið tekið við sem knattspyrnustjóri félagsins. Félagið neitaði hins vegar að gera vetrarviðskipti. Enski boltinn 27. október 2022 07:31
Man City fylgir fordæmi WBA og skiptir út hvítum stuttbuxum Enska fótboltaliðið Manchester City hefur ákveðið að frá og með næstu leiktíð mun kvennalið félagsins ekki leika í hvítum stuttbuxum. Enski boltinn 26. október 2022 13:00
Engin ástæða til að refsa Henderson eða Gabriel Enska knattspyrnusambandið hefur nú lokið rannsókn sinni á orðaskiptum Jordans Henderson og Gabriel, í leik Liverpool og Arsenal á dögunum, og komist að þeirri niðurstöðu að hvorugum verði refsað. Enski boltinn 26. október 2022 12:00
Klopp segir meiðsli hafa spilað sinn þátt í slakri byrjun Liverpool Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Enski boltinn 26. október 2022 11:00
Jón Daði tryggði Bolton dramatískan sigur Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson reyndist hetja Bolton er liðið tók á móti Burton Albion í ensku C-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Jón Daði tryggði liðinu dramatískan 2-1 sigur með marki í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Fótbolti 25. október 2022 21:22
Ronaldo mættur aftur á æfingar og gæti spilað á fimmtudaginn Cristiano Ronaldo er byrjaður að æfa á ný með aðalliði Manchester United eftir að hafa verið settur í skammakrókinn fyrir fýlukastið sitt í Tottenham leiknum. Enski boltinn 25. október 2022 17:00
„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“ Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum. Enski boltinn 25. október 2022 07:31
Liverpool leitar nýs læknis er meiðslin hrúgast upp Ensku bikarmeistararnir Liverpool leita lifandi ljósi að nýjum yfirlækni hjá félaginu er meiðsli hrúgast upp í aðalliðshópi félagsins. Átta leikmenn voru fjarverandi er liðið tapaði óvænt fyrir Nottingham Forest um helgina. Enski boltinn 24. október 2022 23:31
Umdeilt mark Zouma í sigri West Ham West Ham United vann 2-0 heimasigur á Bournemouth í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. West Ham fjarlægist botnsvæðið með sigrinum. Enski boltinn 24. október 2022 21:00
Emery tekur við af Gerrard hjá Aston Villa Spánverjinn Unai Emery mun taka við sem þjálfari Aston Villa um mánaðarmótin en félagið tilkynnti um þetta í kvöld. Emery hættir sem þjálfari Villarreal á Spáni til að reyna aftur fyrir sér á Englandi. Enski boltinn 24. október 2022 19:32
Gamli United maðurinn tekinn við liðinu þar sem hann byrjaði að spila níu ára Michael Carrick, fyrrum miðjumaður Manchester United, er tekinn við liði Middlesbrough í ensku b-deildinni. Enski boltinn 24. október 2022 17:02
Ten Hag með skýra kröfu gagnvart Ronaldo Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo munu funda í þessari viku eftir að knattspyrnustjórinn setti Ronaldo í bann frá æfingum aðalliðs Manchester United vegna hegðunar hans þegar United mætti Tottenham í síðustu viku. Enski boltinn 24. október 2022 11:01
Svaf ekki í tvo daga fyrir stórleik sinn á móti Tottenham Newcastle er komið upp í Meisatardeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran útisigur á Tottenham um helgina. Einn leikmaður liðsins á mikinn þátt í velgengninni og sá hinn sami getur skilað magnaðri frammistöðu þrátt fyrir álag heima fyrir. Enski boltinn 24. október 2022 10:00
Conte: Lendum í vandræðum þegar okkur vantar leikmenn Antonio Conte, stjóri Tottenham, segir stuðningsmenn félagsins þurfa að vera þolinmóðir. Enski boltinn 23. október 2022 18:13
Newcastle upp í fjórða sætið eftir sigur á Tottenham Newcastle gerði góða ferð til Lundúna í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 23. október 2022 17:28
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Southampton í dag. Hann segir að liðið hafi skapað sér nógu mikið til að vinna leikinn. Fótbolti 23. október 2022 16:31
Dagný skoraði í naumum sigri | María og stöllur enn með fullt hús stiga Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta mark West Ham er liðið vann nauman 3-2 sigur gegn Reading í ensku Ofurdeildinni í knattspyrnu í dag. Á sama tíma unnu María Þórisdóttir og stöllur hennar í Manchester United sinn fjórða sigur á tímabilinu í jafn mörgum leikjum. Fótbolti 23. október 2022 16:06
Aston Villa vann stórsigur í fyrsta leiknum án Gerrard og Refirnir völtuðu yfir Úlfana Aston Villa vann öruggan 4-0 sigur í dag er liðið tók á móti Brentford í sínum fyrsta leik eftir að félagið lét Steven Gerrard fara frá félaginu. Þá vann Leicester einnig 0-4 sigur er liðið heimsótti Wolves, en sigurinn lyfti liðinu upp úr fallsæti. Fótbolti 23. október 2022 15:00
Southampton sótti stig gegn toppliðinu Topplið Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Southampton í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Fótbolti 23. október 2022 14:53
„Efast um að Ronaldo spili fyrir United aftur“ Þrátt fyrir að hafa ekki spilað eina einustu mínútu fyrir Manchester United í seinustu tveimur leikjum hefur portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga. Fótbolti 23. október 2022 10:01