Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Prófa fyrir sér með vinnslu á birkisafa

Skógrækt ríkisins og Foss Distillery vinna saman að því að safna birkisafa til þróunarverkefna. Birkisafa má nýta í sírópsgerð, bakstur, ís, líkjöragerð auk þess sem hann er að verða vinsælt hráefni í kokteila. Söfnunin er best á þessum árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Strokkur gaus rauðu - Myndband

Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana.

Innlent
Fréttamynd

Víða um land er bágborin klósettaðstaða

Fararstjóri og ljósmyndari segir alltof fá almenningssalerni á landsbyggðinni fyrir ferðamenn. Oft þurfi að keyra marga tíma úr leið til að komast á salerni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur undir og segist skammast sín.

Innlent
Fréttamynd

Uppbygging Þingvalla á langt í land

Þótt mikið hafi áunnist við uppbyggingu á Þingvöllum er mikið verk óunnið ef mögulegt á að verða að taka á móti mörg hundruð þúsund ferðamönnum á hverju ári. Náttúrufræðistofnun Íslands lýsir áhyggjum í úttekt á álagi í þjóðgarðinum.

Innlent
Fréttamynd

Nær helmingur segist var við svarta starfsemi í miðbænum

Tæp 43 prósent íbúa miðbæjar Reykjavíkur segjast í könnun hafa orðið vör við svarta atvinnustarfsemi. Ríkisskattstjóri segir dulda atvinnustarfsemi mikið tíðkast í ferðaþjónustu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vísar til stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn

Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum.

Innlent
Fréttamynd

Sækja þarf vinnuafl að utan

Íslenskt vinnuafl hrekkur ekki til að manna öll þau störf sem skapast með fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 58,7% milli 2008 og 2014. Fjölga þarf sérmenntuðu fólki í greininni.

Innlent
Fréttamynd

Rútufár á Laugavegi

Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfalda þarf hótelrými á 7 árum

Ef spár Landsbankans um komur ferðamanna ganga eftir þarf uppbygging hótela í Reykjavík á sjö árum að samsvara því sem hefur verið byggt frá upphafi. Fjárfestingin þessi sjö ár bankar í 80 milljarða króna, ef hún gengur eftir. Tvær milljónir ferðamanna árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

„Passið ykkur á græðginni“

Of mikil aukning á komu ferðamanna hingað til lands getur haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna og jafnvel leitt til samdráttar. Þetta segir bandarískur sérfræðingur í ferðaþjónustumálum.

Innlent