Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. Innlent 14. ágúst 2022 08:40
Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. Innlent 13. ágúst 2022 12:08
Missti báða fótleggina eftir slys á Tröllaskaga Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða. Innlent 12. ágúst 2022 23:03
Íbúar á landsbyggðinni neikvæðari í garð túrista Íbúar landsbyggðarinnar virðast ívið neikvæðari gagnvart túristum en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem snýr að viðhorfi Íslendinga til ferðamanna. Innlent 12. ágúst 2022 10:59
Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. Innlent 12. ágúst 2022 10:52
Kortavelta erlendra ferðamanna náði methæðum í júlí Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 35,4 milljörðum króna í júlí og hefur hún ekki mælst hærri að nafnvirði frá upphafi mælinga árið 2012. Veltan jókst um 24,7 prósent á milli mánaða. Innherji 12. ágúst 2022 09:51
Hestar í torfhúsi á Lýtingsstöðum í Skagafirði Fallegt torfhesthús er á bænum Lýtingsstöðum í Skagafirði þar sem nokkrir hestar geta verið inni. Þar er líka mikið af gömlum reiðtygjum, sem gestir og gangandi geta fengið að skoða. Íslenski fjárhundurinn er líka í hávegum hafður á bænum. Innlent 11. ágúst 2022 21:48
Sjóður í Abú Dabí að kaupa hlut Íslendinga í Edition-hótelinu fyrir 22 milljarða Einn af þjóðarsjóðum furstadæmisins Abú Dabí, ADQ, er langt kominn í viðræðum um að kaupa ríflega 70 prósenta eignarhlut félags í eigu íslenskra fjárfesta, sem er að stórum hluta lífeyrissjóðir, í Marriott Edition-lúxushótelinu í Austurhöfn. Innherji 11. ágúst 2022 06:31
Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. Innlent 10. ágúst 2022 19:31
Gögn sýna viðspyrnu Icelandair Greining sem Ferðamálastofa hefur unnið sýnir að Icelandair hafi náð einna bestri viðspyrnu norræna flugfélaga í sumar, í fjölda farþega talið. Viðskipti innlent 10. ágúst 2022 14:03
Brottfarir erlendra ferðamanna fleiri nú í júlí en árið 2019 Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í júlímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta er meiri fjöldi en árið 2019 og um leið fjórði fjölmennasti júlímánuðurinn frá því að mælingar hófust. Innlent 10. ágúst 2022 11:40
Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Meradölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. Innlent 10. ágúst 2022 08:33
Reyndi að bjarga strönduðum dróna með dróna í Stuðlagili Hún heppnaðist ekki, björgunaraðgerð drónaflugmanns sem kom auga á strandaðan dróna á syllu í Stuðlagili í sumar. Innlent 9. ágúst 2022 15:29
Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gosstöðvum Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára. Innlent 9. ágúst 2022 11:52
Miklu meiri aðsókn í Vök en reiknað var með Um tvö hundruð þúsund gestir hafa heimsótt Vök baths við Egilsstaði frá því að staðurinn opnaði fyrir tæpum þremur árum. Það er miklu meiri aðsókn en eigendur staðarins þorðu nokkurn tímann að vona. Bjórinn á staðnum er bruggaður upp úr jarðhitavatni svæðisins. Innlent 8. ágúst 2022 21:06
Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. Viðskipti innlent 8. ágúst 2022 10:26
Farþegar Icelandair yfir hálfa milljón í fyrsta sinn frá upphafi faraldurs Icelandair flutti yfir hálfa milljón farþega í millilandaflugi í nýliðnum júlí. Fjöldi farþega hefur ekki farið yfir hálfa milljón síðan á háannatíma árið 2019 áður en áhrifa heimsfararaldurs kórónuveiru fór að gæta í flugrekstri. Viðskipti innlent 8. ágúst 2022 09:58
Hverarúgbrauð og brauðsúpa í símaklefa Hverarúgbrauð, taupokar, brauðsúpa og símaklefi, hvað ætli það eigi sameiginlegt? Innlent 7. ágúst 2022 09:02
Lífshættulegt að slökkva ekki á búnaði í útilegum Öryggisfræðingur segir nauðsynlegt að fólk hugi vel að búnaði í ferðahýsum fyrir ferðalög. Lífshættulegt geti verið að sofa með kveikt á gas-, olíu- eða rafmagnsbúnaði. Innlent 6. ágúst 2022 22:55
„Ég hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna“ Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan. Innlent 5. ágúst 2022 19:25
Sigurvegari leiksins Göngum um Ísland Gönguleiknum Göngum um Ísland er lokið. Lífið samstarf 5. ágúst 2022 15:38
Áskorun að mæta aukinni eftirspurn vegna eldgossins Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gífurlega landkynningu felast í þeim myndbirtingum og þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem gosið hafi fengið í stórum fréttamiðlum um allan heim. Það hafi sýnt sig vel í síðasta gosi að slík kynning sé gríðarlega verðmæt fyrir Ísland sem áfangastað. Viðskipti innlent 5. ágúst 2022 08:00
„Klikkað að gera“ eftir að gosið hófst Ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að finna fyrir auknum þunga í bókunartölum vegna eldgossins í Meradölum. Framkvæmdastjóri þyrlufyrirtækis segir erlenda ferðamenn treysta á að gosið endist inn í haustið. Bókanir teygi sig inn í nóvember. Viðskipti innlent 4. ágúst 2022 23:00
Ferðamenn létu sér ekki segjast: „Þú ert hérna líka!“ Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Meradali frá því að eldgosið hófst í gær og margir heillast að krafti náttúruaflanna. Fréttamaður tók nokkra ferðalanga tali og fékk að heyra hvað þeim finnst um sjónarspilið. Innlent 4. ágúst 2022 21:59
Mikil ásókn í þyrluferðir: „Þetta er sko enginn ræfill núna“ Gríðarleg ásókn er í þyrluflug yfir gosstöðvarnar og flugfélögin finna fyrir auknum áhuga á landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfiðara en síðast að taka á móti miklum fjölda með skömmum fyrirvara vegna bókunarstöðu. Innlent 4. ágúst 2022 12:51
„Ég varð að setjast niður og gráta“ Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum. Innlent 4. ágúst 2022 09:02
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. Innlent 4. ágúst 2022 07:38
Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. Innlent 3. ágúst 2022 20:51
Ragnheiður til Keahótela Ragnheiður Hauksdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs hjá Keahótelum ehf. Viðskipti innlent 3. ágúst 2022 16:12
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. Innlent 3. ágúst 2022 07:00