Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Massa treystir á að Ferrari færi sér sigurbíl

Felipe Massa hjá Ferrari hefur trú á því að hann fái sömu möguleika og Fernando Alonso í mótum ársins, en í fyrra varð hann að gefa sæti eftir til Alonso í einu móti. Ferrari taldi Alonso eiga meiri möguleika í stigamótinu, en nú byrja báðir á núlli og fá sömu þjónustu hjá Ferrrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari frumsýndi 2011 keppnisbílinn

Ferrari frumsýndi í dag nýjan Formúlu 1 bíl sem kallast Ferrari F 150 og verður ekið af Fernando Alonso og Felipe Massa á keppnistímabilinu, en 20 mót verða á dagskrá í ár. Fyrsta mótið er í Barein í mars. Frumsýningin var í Maranello á Ítalíu, í höfuðstöðvum Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel íþróttamaður ársins í Þýskalandi

Þýski Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel varð hlutskarpastur í kjöri íþróttamanns Þýskalands á dögunum, en kjörið fór fram 19. desember og fékk Vettel því væna jólagjöf frá löndum sínum.

Formúla 1
Fréttamynd

Petrov fékk 2 ára samning við Lotus Renault

Rússin Vitaly Petrov verður ökumaður Lotus Renault liðsins á á næsta ári, en liðið hét Renault síðustu keppnistímabil. Hann ekur því að nýju við hlið Robert Kubica. Petrov skrifaði undir 2 ára samning við Lotus Renault.

Formúla 1
Fréttamynd

Mansell hefur trú á getu Schumachers 2011

Breska Formúlu 1 kempan fyrrverandi, Nigel Mansell spáir því að Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren láti að sér kveðja á næsta ári. Þeir stóðust þó ekki Sebastian Vettel, Fernando Alonso og Mark Webber snúning á þessu tímabili. Þá hefur hann trú á að Michael Schumacher eigi eftir að standa sig betur á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber fullur eldmóðs fyrir 2011

Mark Webber hjá Red Bull ætlar að takast á við Formúlu 1 meistarakeppnina 2011 af fullu kappi, en hann átti eins og fjórir aðrir ökumenn möguleika á meistaratitlinum í ár.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher sáttur við endurkomuna í Formúlu 1 þrátt fyrir að sigra ekki

Michael Schumacher ákvað að mæta aftur í eldlínuna í Formúlu 1 á þessu ári, eftir þriggja ára hlé frá íþróttinni. Hann náði ekki að landa sigri á árinu með Mercedes liðinu, en segist engu að síður vera ánægður með ákvörðun sína í frétt á autosport.com. Schumacher varð í níunda sæti í stigamótinu, 70 stigum á eftir liðsfélaga sínum Nico Rosberg.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel mun reyna að verja titilinn af hörku á næsta ári

Sebastian Vettel tók á móti meistaratitli Formúlu 1 ökumanna á föstudaginn í Mónakó og autosport.com birti við hann viðtal eftir afhendinguna og spurði hvernig tilfinning það væri að vera meistari. Viku áður hafði hann verið útnefndur sem kappakstursmaður ársins af Autsport og lesendum tímaritsins, sem er tileinkað akstursíþróttum.

Formúla 1
Fréttamynd

Horner: Ótrúlegt ár hjá Red Bull

Christian Horner framkvæmdarstjóri Red Bull tók á móti heimsmeistaratitli bílasmiða á verðlaunaafhendingu FIA í Mónakó í gærkvöldi, en Sebastian Vettel hjá Red Bull tók á móti titli ökumanna á sömu athöfn

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel tók á móti meistaratitlinum

Yngsti heimsmeistari sögunnar, Sebastian Vettel frá Þýskalandi tók á móti heimsmeistaratitli Formúlu 1 ökumanna í gærkvöldi á sérstakri verðlaunaafhendingu FIA fyrir akstursíþróttamenn. Athöfnin var í Mónakó.

Formúla 1
Fréttamynd

Bann við liðsskipunum fellt niður

Akstursíþróttaráð FIA ákvað í dag á fundi í Mónakó að fella niður reglu sem segir að liðsskipanir í Formúlu 1 séu bannaðar, en nokkrar reglubreytingar voru gerðar á fundinum í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Petrov fyrsti kostur hjá Lotus Renault við hlið Kubica 2011

Rússinn Vitaly Petrov gæti orðið ökumaður við hlið Robert Kubica hjá Lotus Renault, sem var formlega tilkynnt sem lið í gær með nýju nafni. En Lotus bílaframleiðandinn breski hefur keypt sig inn í lið sem áður var nefnt Renault. Liðið byggir í raun á gömlum belgjum með nýju nafni og skipulagi hvað fjármagn varðar.

Formúla 1
Fréttamynd

Piquet feðgar fá uppreisn æru eftir meiðyrðarmál

Formúlu 1 lið Renault hefur samþykkt að greiða fyrrum liðsmanni þess, Nelson Piquet og föður hans skaðabætur vegna ummæla vegna liðsins í kringum hneykslismál, sem kom upp eftir að yfirmenn liðsins voru sakaðir og dæmdir fyrir að hafa áhrif á úrslit í móti í Singapúr árið 2008. Autosport.com greindi frá þessu máli.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel valinn kappakstursökumaður ársins

Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina

Formúla 1
Fréttamynd

Timo Glock 100% áfram hjá Virgin

Timo Glock frá Þýskalandi telur að hann verði áfram hjá Virgin liðinu á næsta ári, sem er nú að hluta til í eigu rússneska bílaframleiðandans Marussia. Glock var ekki tilkynntur sem ökumaður Virgin á ökumannslista FIA í vikunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Maldonado frá Venúsúela ráðinn sem ökumaður Williams

Pastor Maldonado frá Venúsúela var í dag staðfestur sem ökumaður Williams Cosworth á næsta ári við hliðina á Rubens Barrichello frá Brasilíu. Maldonado sem er 25 ára varð meistari í GP2 mótaröðinni á þessu ári og prófaði Williams bíl á æfingu í Abu Dhabi á dögunum, eftir lokamótið í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Kovalainen og kærasta þurfa að hvílast eftir óhapp

Finninn Heikki Kovalainen og kærasta hans Catherine Hyde lentu í óhappi í kappakstursmóti meistaranna í Dusseldorf á sunnudaginn, þegar afturfjöðrun brotnaði á keppnisbíl sem hann ók og hún var farþegi í endaði á varnargirðingu. Kovalainen fékk þungt höfuðhögg og Hyde meiddist á mjöðm í atvikinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Horner: Vonbrigði fyrir Webber að ná ekki takmarkinu

Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Kubica fjórði í frönsku rallmóti

Pólski Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica, sem ekur með Renault náði fjórða sæti í rallmóti í Frakklandi á sunnudaginn. Hann keppti á Renault Clio S16. Aðstoðarökumaður Kubica var Jakub Gerber.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýbakaður DTM-meistari vonast eftir Formúlu 1 sæti

Bretinn Paul di Resta vann meistaratitilinn í DTM mótaröðinni með Mercedes, en lokamót ársins fór fram í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn. Flest mót í þessari mótaröð fara fram í Þýskalandi. Paul di Resta varð í öðru sæti á eftir landa sínum Gary Paffett í mótinu í Sjanghæ og það dugði til að hann hreppti titilinn. Di Resta hefur verið varaökumaður Force India liðsins á þessu ári og í frétt á autosport.com í dag segist hann áhugasamur um að komast að sem keppnisökumaður í Formúlu 1. "Force India hefur gefið mér gott tækifæri á þessu ári. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera hluti af Formúlu 1 liði og ég hef getað gert frábæra hluti með þeim á þessu ári", sagði di Resta um í frétt autosport. "Augljóslega er ég að vonast eftir sæti hjá liðinu og að byggja upp langvarandi samvinnu. F1 er draumur minn og ég mun vinna að því að láta hann rætast." "Mercedes hefur reynst mér vel og ég vil ekki gleyma því. Ég er bara ánægður að vinna titilinn í DTM með þeim", sagði di Resta. Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi voru ökumenn Force India í ár.

Formúla 1
Fréttamynd

Albuquerque kátur að sjá við tveimur heimsmeisturum

Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum.

Formúla 1
Fréttamynd

Óvæntur sigurvegari í kappakstursmóti meistaranna

Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari.

Formúla 1
Fréttamynd

Skipan ökumanna í riðla í kappakstursmóti meistaranna

Michael Schumacher og Sebastian Vettel geta bætt við öðrum gullverðlaunum í kappakstursmóti meistaranna, þegar þeir keppa í einstaklingskeppni milli sextán ökumanna á malbikaðri braut í Dusseldorf í Þýskalandi í dag. Þeir tryggðu Þýskalandi bikar þjóða í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher: Frábært að vinna í fjórða sinn

Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum.

Formúla 1