Manchester United tryggði sér titil í lokaleik tímabilsins Manchester United er FA-bikarmeistari eftir 2-1 sigur í úrslitaleik gegn nágrönnum sínum Manchester City. Enski boltinn 25. maí 2024 13:44
Uppgjörið og viðtöl: FH - Víkingur 2-2 | Dramatískt jafntefli í Kaplakrika FH og Víkingur skildu jöfn í Bestu deild kvenna í dag eftir að Víkingur jafnaði í blálokin. Íslenski boltinn 25. maí 2024 13:15
Katla skoraði jöfnunarmarkið í endurkomusigri Katla Tryggvadóttir skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu þegar lið hennar Kristianstad vann 3-1 gegn Brommapojkarna í 8. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 25. maí 2024 12:58
Bayern borgar 12 milljónir evra fyrir Kompany Svo virðist sem ráðning Bayern Munchen á þjálfaranum Vincent Kompany sé frágengin. Félagið mun greiða Burnley 12 milljónir evra fyrir hann. Fótbolti 25. maí 2024 12:31
Vill losna frá Crystal Palace og kaupa Everton John Textor, meðeigandi Crystal Palace, hefur gefið út að hann hyggist selja hlut sinn í félaginu og róa á önnur mið í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 25. maí 2024 11:31
Spilaði með glerbrot í ilinni í tvö ár Inaki Williams, leikmaður Athletic Club á Spáni, spilaði ómeðvitað með glerbrot í fótnum í tvö ár. Fótbolti 25. maí 2024 11:00
Stýrir leik á Stamford Bridge eftir að Chelsea rak hann Þrátt fyrir að hafa verið sagt upp störfum sem þjálfari Chelsea mun Mauricio Pochettino heiðra samkomulag sitt og stýra góðgerðarleik á Stamford Bridge. Enski boltinn 25. maí 2024 10:31
Ten Hag telur öruggt að hann verði áfram á næsta tímabili Erik Ten Hag segir eigendur Manchester United vilja halda honum við stjórnvölinn á næsta tímabili. Enski boltinn 25. maí 2024 10:01
Breiðablik tók fram úr Val í launagreiðslum til leikmanna Breiðablik var með hæsta launakostnaðinn í Bestu deild karla og kvenna á síðasta ári. Íslenski boltinn 25. maí 2024 08:01
Víkingar greiddu langmest í sektir vegna agamála Víkingur greiddi mest allra félaga í sektir vegna agamála á árinu 2023, alls 448 þúsund krónur, rúmlega tvö hundruð þúsund krónum meira en næsta félag, KA. Íslenski boltinn 24. maí 2024 23:31
Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 5-0 | Þór/KA í stuði í Boganum Þór/KA vann öruggan 5-0 sigur gegn Tindastóli í Boganum fyrr í kvöld en leikurinn var liður í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna. Heimakonur komust snemma yfir og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik og sigurinn því aldrei í hættu. Íslenski boltinn 24. maí 2024 23:29
„Hefðum getað gert þetta ennþá ljótara á töflunni” Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum. Fótbolti 24. maí 2024 23:18
Alexandra hársbreidd frá bikarmeistaratitli en Fiorentina tapaði í vító Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í Fiorentona voru í kvöld grátlega nálægt því að vinna ítalska bikarmeistaratitilinn en urðu að sætta sig við tap í vítakeppni. Alexandra lagði upp mark í bikarúrslitaleiknum. Fótbolti 24. maí 2024 22:26
Heimsóttu 160 battavelli á átta dögum Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga. Lífið 24. maí 2024 21:01
Spútnikliðið endaði sögulegt tímabil á stórsigri Girona endaði langbesta tímabilið í sögu félagsins með því að vinna stórsigur á Granada í lokaumferðinni. Fótbolti 24. maí 2024 20:57
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik-Valur 2-1 | Endurkomusigur hjá Blikum Blikakonur er einar með fullt hús á toppnum eftir 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í toppslag Bestu deildar kvenna. Valskonur komust yfir en Blikar tryggðu sér sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Íslenski boltinn 24. maí 2024 20:50
Pétur: Vorum með leikinn í teskeið í fyrri hálfleik Valur tapaði gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna 2-1. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik. Sport 24. maí 2024 20:40
Albert lagði upp mark í sigri Genoa vann 2-0 sigur á Bologna í kvöld í lokaleik sínum í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Þetta er mögulega síðasti leikur Alberts með félaginu. Fótbolti 24. maí 2024 20:39
„Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði“ Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með seinni hálfleik liðsins sem skilaði tveimur mörkum. Sport 24. maí 2024 20:28
Íslensku Feneyjarstrákarnir í úrslitaeinvígið Venezia er komið í úrslitaeinvígið um laust sæti í Seríu A eftir sigur á Palermo í seinni undanúrslitaleik liðanna. Fótbolti 24. maí 2024 20:25
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan-Fylkir 2-1 | Stjörnukonur að komast í gang Stjörnukonur skoruðu tvö mörk í fyrri hálfeik og unnu 2-1 sigur á nýliðum Fylkis í Bestu deild kvenna. Þetta var annar deildarsigur liðsins í röð og Stjörnukonur eru að komast í gang eftir erfiða byrjun. Íslenski boltinn 24. maí 2024 19:56
Andri Fannar fagnaði í Íslendingaslag Andri Fannar Baldursson og félagar í Elfsborg lönduðu 2-0 sigri á móti Halmstad í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 24. maí 2024 18:58
Arnar Gunnlaugs og Óskar Hrafn vinna saman í sumar Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa barist um stóru titlana í íslenska fótboltanum undanfarin ár. Nú bíður þeirra nýtt hlutverk hlið við hlið. Fótbolti 24. maí 2024 17:02
Lykilmaður Real Madrid missir af úrslitaleik Meistaradeildarinnar Aurélien Tchouaméni, leikmaður Real Madrid, missir af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um þarnæstu helgi vegna meiðsla. Fótbolti 24. maí 2024 16:31
Albert Guðmundsson verður ákærður fyrir kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur fellt ákvörðun héraðssaksóknara í máli Alberts Guðmundssonar, leikmanns Genóa í knattspyrnu, úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum. Hann verður því ákærður fyrir kynferðisbrot. Innlent 24. maí 2024 16:27
Juventus neitar að endurgreiða Ronaldo vangoldin laun Juventus hefur mótmælt niðurstöðu gerðardóms ítalska knattspyrnusambandsins sem sagði félagið skulda Cristiano Ronaldo 9,8 milljónir evra í vangoldin laun. Fótbolti 24. maí 2024 16:00
Blikar högnuðust um 105 milljónir króna Breiðablik hagnaðist mest árið 2023 af félögum á Íslandi. Þetta kemur fram í fótboltaskýrslu Deloitte og KSÍ sem var gefin út í dag. Íslenski boltinn 24. maí 2024 15:33
„Margir hlutir sem spila inn í en fyrst og fremst þessi hefð og menning“ Helena Ólafsdóttir fékk til sín keppnisgesti til að hita upp fyrir 6. umferð Bestu deildar kvenna. Rakel Logadóttir, fyrrum leikmaður Vals og Ásthildur Helgadóttir, fyrrum leikmaður Breiðabliks, settust í settið ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Íslenski boltinn 24. maí 2024 15:00
Segja að Ten Hag verði rekinn sama hvernig úrslitaleikurinn fer Samkvæmt heimildum the Guardian verður Erik ten Hag rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United, sama hvernig bikarúrslitaleikurinn gegn Manchester City á morgun fer. Enski boltinn 24. maí 2024 13:51
Pioli látinn taka poka sinn Stefano Pioli hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari AC Milan. Leit að eftirmanni hans er þegar hafin og líklegt þykir að Paulo Fonseca, þjálfari Hákons Arnars og félaga í Lille, taki við. Fótbolti 24. maí 2024 13:00