Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Birgir Leifur á meðal þeirra efstu fyrir lokadaginn í Horsens

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er á meðal efstu manna fyrir lokakeppnisdaginn á Áskorendamótaröð Evrópu. Keppt er í Horsens í Danmörku en um er að ræða næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Birgir lék á 69 höggum í dag eða -3 og er hann samtals á 8 höggum undir pari. Klas Eriksson frá Svíþjóð er efstur en hann er á 11 höggum undir pari eftir að hafa leikið á nýju vallarmeti á fyrsta keppnisdeginum – 62 höggum.

Golf
Fréttamynd

Guðrún Brá efst í kvennaflokki | pútterinn var sjóðheitur

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er með forystu eftir fyrsta hring af þremur á stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi, Securitas mótinu, sem fram fer á Kiðjabergsvelli. Hún lék hringinn í dag á 72 höggum, eða einu höggi yfir pari. "Það var fyrst og fremst pútterinn sem var heitur í dag, hann var að redda mér hvað eftir annað,“ sagði Guðrún Brá sem var með 26 pútt á hringnum í dag.

Golf
Fréttamynd

Arnar Snær með vallarmet á Kiðjabergsvelli – 66 högg

Arnar Snær Hákonarson úr GR setti nýtt og glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í dag er hann lék á 66 höggum af hvítum teigum, eða 5 höggum undir pari vallar, á fyrsta hring á Eimskipsmótaröðinni. Hann bætti gamla vallarmetið um tvö högg, en það var í eigu Birgis Leifs Hafþórssonar og Örvars Samúelssonar. Arnar Snær lék skollalausan hring - fékk 5 fugla og 13 pör og var þetta jafnframt besti hringurinn hans á ferlinum.

Golf
Fréttamynd

Andri Þór lék fyrri níu á Kiðjabergi á 3 höggum undir pari

Andri Þór Björnsson úr GR hefur verið að leika best á fyrsta hring í karlaflokki á stigamóti GSÍ, sem hófst á Kiðjabergsvelli í morgun. Hann lék fyrri níu á 3 höggum undir pari - var með fimm fugla og tvo skolla. Reiknað er með að fyrsta hring ljúki um klukkan þrjú í dag. Veðrið hefur leikið við keppendur og Kiðjabergsvöllur skartar sínu fegursta.

Golf
Fréttamynd

71 árs öldungur meðal keppenda á Eimskipsmótaröðinni

Fimmta og næst síðasta stigamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í sól og blíðu í morgun. 50 keppendur eru skráðir til leiks, 40 í karlaflokki og 10 í kvennaflokki, og verða spilaðar 54 holur á þremur dögum. Það vakti athygli að elsti keppandinn í mótinu er 71 árs, en hann heitir Viktor Ingi Sturlaugsson úr GR.

Golf
Fréttamynd

Íslenskir afrekskylfingar keppa í Finnlandi

Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK eru í 23.-29. sæti eftir fyrsta hring á Finnish Amateur Championship mótinu sem hófst í gær í Finnlandi. Arnór og Rúnar léku báðir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari Helsing golfvallarins í Finnlandi. Bjarki Pétursson úr GB lék á 74 höggum eða á þremur höggum yfir pari og er í 37.-44. sæti eftir fyrsta hring.

Golf
Fréttamynd

Íslandsmeistarinn er farinn til Bandaríkjanna

Fjórða og næstsíðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili hefst á Kiðjabergsvelli í dag. Íslandsmeistararnir í höggleik karla og kvenna eru fjarverandi á Securitas-mótinu vegna verkefna erlendis en keppni um stigameistaratitilinn er gríðarlega spennandi.

Golf
Fréttamynd

Birgir á meðal þeirra efstu í Danmörku | -5 þegar keppni er hálfnuð

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrjar vel á Áskorendamótaröðinni í golfi, en keppt er í Horsens í Danmörku að þessu sinni. Birgir er á meðal efstu manna þegar þetta er skrifað en hann er samtals á 5 höggum undir pari en margir eiga eftir að ljúka leik í dag. Áskorendamótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu en Evrópumótaröðin er sú sterkasta.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur verður með á Áskorendamóti í Horsens

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, verður á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni í golfi sem að þessu sinni fer fram í Horsens í Danmörku. Áskorendamótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu á eftir Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur var á biðlista fyrir mótið en komst inn í keppnishópinn í gær. Kylfingur.is greinir frá.

Golf
Fréttamynd

Golfsamband Íslands fagnar 70 ára afmæli í dag

Í dag fagnar Golfsamband Íslands að 70 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Föstudaginn 14. ágúst 1942 settust tíu men við borð í golfskála Golfklúbbs Íslands. Þeir voru þangað komnir sem fulltrúar klúbbanna þriggja sem lögðu stund á golfíþróttina til að stofna Golfsamband Íslands. Þetta voru fulltrúar Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja.

Golf
Fréttamynd

GR-stelpurnar unnu Sveitakeppnina þriðja árið í röð

Golfklúbbur Reykjavíkur vann 1. deild kvenna í Sveitakeppni Golfsambands Íslands en konurnar spiluðu á Garðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. GR vann 3-2 sigur á Keili í úrslitaleiknum og vann því Sveitakeppnina þriðja árið í röð.

Golf
Fréttamynd

GKG Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í sveitakeppni í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Setbergs í úrslitaleik en 1. deildin fór fram á Hólmsvelli á Leiru. Þetta er í fjórða sinn sem GKG vinnur sveitakeppnina en Íslandsmeistaratitilinn kom einnig í hús 2004, 2007 og 2009.

Golf
Fréttamynd

Rory Mcllroy efstur á US PGA

Rory Mcllroy er efstur á US PGA mótinu eftir þrjá daga en leikmenn voru að ljúka síðustu holum þriðja hringsins rétt í þessu. Leik var frestað í gær vegna veðurs og í dag fóru fram síðustu holur þriðja dagsins.

Golf
Fréttamynd

Gifti sig í miðri sveitakeppni í golfi

Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka.

Golf
Fréttamynd

Úlfar landsliðsþjálfari: Mikið afrek hjá Axel

Axel Bóasson náði frábærum árangri i dag þegar hann hafnaði i 8. til 12. sæti á Evrópumóti einstaklinga á Írlandi. Axel lék lokadaginn á 70 höggum og var i heildina á fimm höggum undir pari. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings á þessu sterka áhugamannamóti en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti á þessu sama móti árið 2002.

Golf
Fréttamynd

Sveitakeppnin í golfi fer fram um helgina - GR á titla að verja

Sveitakeppni Golfsambands Íslands í karla- og kvennaflokki fer fram um helgina og verður leikið í fimm deildum karla og tveimur deildum kvenna. Í karlaflokki verður leikin holukeppni í 1.- 4. deild en í fimmtu deild er leikinn höggleikur laugardag og sunnudag. Í kvennaflokki verður leikin holukeppni í 1. deild en 2. deildin er höggleikur.

Golf
Fréttamynd

Axel lék mjög vel í dag

Kylfingurinn Axel Bóasson lék stórvel á Evrópumóti áhugamanna í morgun og fór þriðja hring mótsins á fjórum höggum undir pari vallarins.

Golf
Fréttamynd

Carl Petterson í forystu á PGA

Svíinn Carl Pettersson er með forystu eftir fyrsta hring á PGA meistaramótinu í Bandaríkjunum og lék fyrsta hring mótsins á sex höggum undir pari vallarins. Hann hefur eins höggs forskot á landa sinn Alex Noren , Spánverjann Gonzalo Fernandez-Castano, Norður Írann Rory McIlroy og Bandaríkjamanninn Gary Woodland.

Golf