Ísak og Birgir Leifur deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili í íslenska golfinu. Birgir fékk örn (-2) á 18. holuna í dag sem hann lék á 3 höggum. Ísak er aðeins 16 ára gamall og kemur hann með látum inn á fyrsta stigamótið. Theodór Emil Karlsson úr Kili Mosfellsbæ og Ottó Sigurðsson úr GKG eru einu höggi á eftir efstu mönnum en þeir léku báðir á 73 höggum. Golf 26. maí 2012 19:44
Ólafía Þórunn efst þegar keppni er hálfnuð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn, sem keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, lék á 76 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggume ða 7 höggum yfir pari og er hún í öðru sæti. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari. Golf 26. maí 2012 19:17
Ekki leikið að nýju á Hólmsvelli í dag | keppni hefst að nýju á morgun Vegna veðurs hefur keppni verið hætt á fyrsta keppnisdegi Eimskipsmótaraðarinnar í golfi á Hólmsvelli í Leiru. Keppni var frestað um hádegi og á fundi mótsstjórnar sem hófst kl. 14 í dag var ákveðið að fella niður þessa umferð niður og hefja leik á ný á morgun. Skor keppenda sem hófu leik í dag var fellt niður. Á morgun, laugardag, verða leiknar 18 holur og keppni mun ljúka eins og til stóð á sunnudaginn þar sem leiknar verða 18 holur. Golf 25. maí 2012 15:00
Keppni frestað vegna veðurs á Hólmsvelli | mótsstjórn fundar kl. 14 Eimskipsmótaröðin í golfi hófst í morgun á Hólmsvelli í Leiru en gríðarlegt hvassviðri setti svip sinn á skor keppenda sem hófu leik í morgun. Veðrið hefur lítið skánað og mótsstjórn tók þá ákvörðun fyrir skemmstu að fresta leik. Ákvörðun um framhaldið verður tekin að loknum fundi sem hefst kl. 14 í dag. Golf 25. maí 2012 12:26
Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig „Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Golf 25. maí 2012 06:00
Birgir Leifur keppir á fyrsta mótinu Eimskipsmótaröðin í golfi hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið af alls sex haldið á Hólmsvelli í Leiru. Allir sterkustu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á fyrsta mótinu og þar má nefna atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft í sumar og fram á haust á Stöð 2 sport. Golf 23. maí 2012 06:00
Stóraukin umfjöllun um golfið á Stöð 2 sport í sumar Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft á Stöð 2 Sport í allt sumar og fram á haust. Það hefur verið tryggt með nýjum víðtækum samstarfssamningi milli Stöðvar 2 Sports og GSÍ sem kynntur var á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Golfsambandsins fyrr í dag. Samstarfið felur m.a. í sér beinar útsendingar og ítarlega umfjöllun um Eimskipsmótaröðina, golfíþróttina almennt og allt það sem viðkemur golfiðkun í vikulegum þáttum sem verða á dagskrá í allt sumar. Golf 22. maí 2012 17:45
Frábær árangur hjá Guðrúnu Brá á Garðavelli Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr GK náði frábærum árangri á Arion-bankamótaröð unglinga sem hófst um helgina á Garðavelli á Akranesi. Guðrún bætti vallarmetið á bláum teigum þegar hún lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún sigraði í flokki 17-18 ára en Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sigraði í piltaflokki 17-18 ára. Henning Darri Þórðarson úr Keili náði áhugaverðum árangri í flokki 14 ára yngri en hann lék hringina tvo á samtals -2. Golf 21. maí 2012 10:00
Kuchar vann Players-meistaramótið í golfi - fær 217 milljónir Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið. Golf 14. maí 2012 09:45
Birgir Leifur hafnaði í 26.-32. sæti á Allianz-mótinu í Frakklandi Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 26.-32. sæti á opna Allianz-mótinu í Frakklandi í dag en mótið var hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Golf 13. maí 2012 16:57
Birgir Leifur í ágætum málum Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék á 72 höggum, eða tveim höggum undir pari, á þriðja degi Opna Allianz-mótsins sem fram fer í Frakklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu sem Birgir hefur iðulega tekið þátt í. Golf 12. maí 2012 18:06
Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods er úr leik á PGA-mótinu sem nú fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu. Þetta er hans fyrsta mót eftir Masters-mótið í síðasta mánuði. Golf 5. maí 2012 19:30
Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri eftir bráðbana gegn Els Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari. Golf 30. apríl 2012 11:00
Níu metra pútt fyrir erni tryggði Dufner forystuna | Bubba þreyttur Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Golf 28. apríl 2012 12:30
Ben Curtis á sigurbraut á ný | sex ára bið eftir sigri á enda Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis sigraði á Texas meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær og er þetta fyrsti sigur hans í sex ár. Curtis, sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrstu tilraun árið 2003, var fyrir mótið ekki með keppnisrétta á PGA mótaröðinni eftir afleitt gengi á undanförnum árum. Með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt næstu tvö árin og 140 milljónir kr. í verðlaunafé. Golf 23. apríl 2012 10:30
Golfvellir landsins koma vel undan vetri Flestir golfvellir landsins koma vel undan vetri og nú styttist í að opnað verði inn á sumarflatir á mörgum þeirra. Forráðamenn Golfklúbbs Reykjavíkur hafa tilkynnt að opnað verði inn á sumarflatir á Grafarholtsvelli þann 1. maí og þann 28. apríl á Garðavelli á Akranesi. Korpúlfsstaðavöllur verður opnaður með formlegum hætti um næstu helgi þar sem að innanfélagsmót fer fram laugardaginn 21. apríl. Golf 19. apríl 2012 12:45
Rory kominn á topp heimslistans Rory McIllroy komst í dag í toppsæti heimslistans í golfi. Hann ýtti Luke Donald til hliðar og niður í annað sætið. Golf 16. apríl 2012 16:45
Oosthuizen búinn að jafna sig eftir Masters Ekki ber á öðru en að Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hafi látið dramatíkina á lokadegi Mastsers-mótsins um helgina hafa of mikil áhrif á sig. Golf 12. apríl 2012 14:45
Olazabal tekinn fyrir glannaakstur eftir Masters Spánverjanum Jose Maria Olazabal lá mikið á að komast burt frá Masters í gær. Svo mikið að lögreglan stöðvaði hann fyrir allt of hraðan akstur. Golf 10. apríl 2012 22:45
Bubba Watson: Draumar mínir hafa aldrei náð svona langt Bandaríkjamaðurinn, Bubba Watson, vann sitt fyrsta risamót í gærkvöldi þegar hann lagði Suður-Afríkumanninn, Louis Oosthuizen í ótrúlegum bráðabana á Mastersmótinu í golfi. Spennufallið var mikið hjá Bubba eftir mót á blaðamannfundi, en hann var skiljanlega mjög stoltur af afreki sínu í mótinu Golf 9. apríl 2012 13:29
Masters 2012: Hver er Bubba Watson? Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. Golf 9. apríl 2012 00:07
Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. Golf 8. apríl 2012 23:37
Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. Golf 8. apríl 2012 23:12
Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. Golf 8. apríl 2012 22:18
Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. Golf 8. apríl 2012 11:46
Masters 2012: Hansen efstur fyrir lokadaginn | Mickelson höggi á eftir Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu. Golf 7. apríl 2012 23:19
Tiger náði ekki að blanda sér í toppbaráttuna Kylfingurinn Tiger Woods lék örlítið betur á Masters í dag en hann fór hringinn á pari vallarsins. Woods náði aftur á móti ekki að komast nálægt toppnum og er enn langt frá efstu mönnum. Leikið er á Augusta Nationa-vellinum í Bandaríkjunum. Golf 7. apríl 2012 19:48
Master 2012: Rástímar á þriðja keppnisdegi | Tiger hefur leik 14:45 Þriðji keppnisdagur á Mastersmótinu í golfi fer fram í dag og verða Bandaríkjmennirnir Fred Couples og Jason Dufner í síðasta ráshópnum sem leggur af stað 18.45 að íslenskum tíma. Áhugamaðurinn Kelly Kraft, sigurvegarinn á bandaríska áhugamannameistaramótinu, fer fyrstur af stað í dag kl. 13.15 en hann verður einn í ráshóp. Tiger Woods hefur leik kl. 14:45 og verður hann með sigurvegara síðasta árs í ráshóp, Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel. Golf 7. apríl 2012 10:33
Masters 2012: Tiger Woods ætlar sér enn sigur | er í 40.-46. sæti "Ég lagði mig fram og reyndi mitt besta við hvert einasta högg. Halda einbeitingunni og slá næsta högg eins og ég ætlaði mér – það gekk nánast aldrei upp en ég var að reyna eins og ég gat,“ sagði Tiger Woods eftir að hafa leikið á 75 höggum á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Tiger, sem er fjórfaldur sigurvegari á þessu risamóti, er samtals á +3 í 40.-46. sæti mótsins þegar kepni er hálfnuð. Golf 7. apríl 2012 00:30
Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. Golf 6. apríl 2012 23:30