Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

„Mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum“

Nýju ári fylgir nýtt upphaf og þá er algengt að fólk setji sér markmið. Þó svo að markmið megi vera háleit, þá er mikilvægt að þau séu raunhæf. Margir kannast sjálfsagt við það að falla í þá gryfju að ætla sér of mikið á nýju ári og gefast upp á markmiðum sínum þegar líður á janúar.

Lífið
Fréttamynd

„Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en unga­börn, þá er það megrun“

„Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Á döfinni í fyrra: Vinnan og lífið

Vegvísir í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi er eftirfarandi skilgreining: „Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.“

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þrí­háls­brotnaði lífs­hættu­lega en lætur nú drauminn rætast

Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs.

Lífið
Fréttamynd

Ekki raunhæft að vakna sem einhver annar 1. janúar

„Ég held að ég hafi gert það fyrsta janúar öll árin í lífi mínu, það átti bara eitthvað að kvikna og ég átti bara að vera geggjuð. Árið átti að vera besta árið mitt og ég ætlaði bara að sigra allt en ég var ekki með neina leið til að gera það.“

Heilsa
Fréttamynd

Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræði­legur

Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu.

Lífið
Fréttamynd

18 klínískir dáleiðendur í Ármúlanum í Reykjavík

Af rúmlega þrjátíu dáleiðendum sem eru í Félagi Klínískra Dáleiðenda hafa átján stofur sínar og aðstöðu á þrem stöðum við Ármúla, hinum nýja miðbæ Reykjavíkur. Tveir til viðbótar eru í Skeifunni, fjórir á Akureyri, tveir á Egilstöðum og Reykjanesbæ og einn í Hveragerði og í Kópavogi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Hver þarf eiginlega að lesa svona?“

Síðari hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, höfundar þerapíunnar Lærðu að elska þig, en fyrri hluti viðtalsins birtist á Vísi í gær, „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig.“

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“

Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Borða svið á Selfossi á aðfangadagskvöld

Reykdal Magnússon á Selfossi slær ekki slöku við því hann, sem er að verða 87 ára gengur 10 kílómetra á dag ganginn í blokkinni, þar sem hann býr. Hann notar peninga í göngunni og svo koma líka svið og rófustappa við sögu þegar Reykdal er annars vegar.

Innlent
Fréttamynd

And­leg heilsa í­þrótta­fólks

Við lifum á tímum þar sem umræða um andlega heilsu er orðin sjálfsögð sem betur fer. En ég tel að við þurfum að opna meira á umræðuna um andlega líðan íþróttafólks og velta fyrir okkur úrræðum fyrir þennan hóp.

Skoðun