„Evrópu- og heimsmeistararnir eru að mæta í Laugardalshöllina“ Spánverjar eru ríkjandi heims og Evrópumeistarar og þeir spila við Ísland í Laugardalshöllinni í kvöld. Körfubolti 23. febrúar 2023 14:30
„Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn“ Tryggvi Snær Hlinason spilar stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og hann þekkir líka mjög vel til hjá spænska landsliðinu sem mætir í Laugardalshöllina í kvöld. Körfubolti 23. febrúar 2023 13:31
Áttfaldur áhugi á miðum á leiki troðslumeistarans Margt getur gerst á einni viku í lífi íþróttamanns og körfuboltamaðurinn Mac McClung er gott dæmi um það. Körfubolti 23. febrúar 2023 12:31
Rúnar: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna minna“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, var svekktur en ekki yfirgengilega óánægður eftir naumt tap hans liðs gegn Val 74-77 fyrr í kvöld, í viðtali við fréttamann Vísis. Körfubolti 22. febrúar 2023 23:03
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. Körfubolti 22. febrúar 2023 21:58
Góður endurkomusigur hjá Keflavík en Haukar fóru létt með Breiðablik Keflavík lenti óvænt í vandræðum gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld en vann að lokum sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Þá unnu Haukar risasigur á Breiðablik. Körfubolti 22. febrúar 2023 21:13
Sigurbjörg: „Fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka“ Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, þjálfari ÍR, var nokkuð upplitsdjörf þrátt fyrir enn eitt tapið en hennar konur töpuðu gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í nokkuð ójöfnum leik þar sem lokatölurnar urðu 77-62. Körfubolti 22. febrúar 2023 20:49
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - ÍR 77-62 | Þægilegur Grindavíkursigur suður með sjó Grindavík vann öruggan sigur á ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik en liðin mættust í Grindavík í kvöld. Lokatölur 77-62 og Grindavík eygir því enn von um sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 22. febrúar 2023 19:53
Elvar Már ekki með gegn Spáni á morgun Elvar Már Friðriksson verður ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik þegar liðið mætir Spáni í undankeppni heimsmeistaramótsins á morgun. Elvar er að glíma við meiðsli í nára. Körfubolti 22. febrúar 2023 18:00
Verkfallið bitnar á KKÍ og spænsku heimsmeisturunum Verkfall hótelstarfsfólks í Reykjavík hefur meðal annars haft áhrif á undirbúning fyrir landsleik Íslands við heims- og Evrópumeistara Spánar í körfubolta en liðin mætast í undankeppni HM í Laugardalshöll annað kvöld. Körfubolti 22. febrúar 2023 12:31
Hjálmar kallaður inn í hópinn fyrir leikina gegn Spáni og Georgíu Hjálmar Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Subway deild karla í körfubolta, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Spáni hér heima og Georgíu ytra í undankeppni HM 2023. Körfubolti 21. febrúar 2023 09:31
Neitar að spila fyrir Ísland nema reglum um stráka- og stelpulið verði breytt Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari hjá sameinuðu liði Aþenu, UMFK og Leiknis, segir að á komandi ársþingi KKÍ verði í þriðja sinn gerð tilraun til að gera löglegt að strákar og stelpur spili saman í yngstu flokkum körfubolta á Íslandi. Dóttir hans neitar að spila fyrir Ísland fyrr en reglum verður breytt. Körfubolti 21. febrúar 2023 08:01
Lögmál leiksins: „Það er vond vara“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins þar sem farið er yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. Farið var yfir fjölda deildarleikja sem stjörnur deildarinnar hvíla þessa dagana. Það er ekki góð vara sagði sérfræðingur þáttarins. Körfubolti 21. febrúar 2023 07:00
„Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna“ „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hverjir væru þrír bestu leikmennirnir í Subway deild karla í körfubolta og fleira skemmtilegt. Að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Örvar Þór Kristjánsson ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda. Körfubolti 20. febrúar 2023 23:32
Vonast til að hægt sé að gera Stjörnuleikinn samkeppnishæfari Jaylen Brown horfði á Jayson Tatum, samherja sinn hjá Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, setja stigamet í Stjörnuleik deildarinnar í nótt. Eftir leik sagðist hann vonast til að hægt væri að gera leikinn samkeppnishæfari. Körfubolti 20. febrúar 2023 21:46
Westbrook áfram í Los Angeles Körfuboltamaðurinn Russell Westbrook verður samkvæmt umboðsmanni sínum áfram í Los Angeles þó svo að Lakers hafi sent hann til Utah Jazz fyrir ekki svo löngu. Körfubolti 20. febrúar 2023 17:46
Sigurður segir Phoenix í dauðafæri og klárlega líklegast í vestrinu Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars rætt um lið Phoenix Suns og möguleika þess í NBA-deildinni í körfubolta eftir komu Kevins Durant frá Brooklyn Nets. Körfubolti 20. febrúar 2023 16:31
Brittney Griner snýr aftur á körfuboltavöllinn eftir fangavistina í Rússlandi Brittney Griner gekk um helgina frá eins árs samningi við Phoenix Mercury og mun því spila í WNBA-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Körfubolti 20. febrúar 2023 09:30
Jayson Tatum setti stigamet í Stjörnuleiknum í nótt Boston Celtics leikmaðurinn Jayson Tatum fór í mikið stuð í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í nótt þar sem lið Giannis Antetokounmpo vann 184-175 sigur á liði LeBrons James. Körfubolti 20. febrúar 2023 07:39
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 76-73 | Þriðji sigur Hauka í röð Haukar unnu Íslandsmeistara Njarðvíkur 76-73. Haukar voru einu stigi undir fyrir síðasta fjórðung en heimakonur byrjuðu fjórða leikhluta töluvert betur og þrátt fyrir endurkomu Njarðvíkur þá var góð byrjun Hauka of stór biti fyrir gestina sem skilaði sér í þriðja sigri Hauka gegn Njarðvík á tímabilinu. Körfubolti 19. febrúar 2023 23:06
Valskonur mörðu Fjölni og Blikar gerðu góða ferð í Breiðholtið Valskonur unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld, 109-104, og í Breiðholtinu vann Breiðablik öruggan 15 stiga sigur gegn heimakonum í ÍR, 64-79. Körfubolti 19. febrúar 2023 23:00
„Erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára svona leiki“ Njarðvík tapaði í Ólafssal gegn Haukum. Leikurinn var jafn og spennandi en Haukar unnu að lokum þriggja stiga sigur 76-73. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fyrri hálfleik Njarðvíkur. Sport 19. febrúar 2023 22:35
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 84-61 | Keflavík straujaði yfir Grindavík í seinni hálfleik Topplið Keflavíkur tók á móti grönnum sínum úr Grindavík í Blue-höllinni í Subway-deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar varla misstigið sig í deildinni í vetur en Grindavík að rembast við að ná í síðasta sætið í úrslitakeppninni, svo að það var að miklu að keppa fyrir gestina. Körfubolti 19. febrúar 2023 21:19
„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“ Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta? Körfubolti 19. febrúar 2023 20:56
Telur að Keflvíkingar séu einfaldlega að hugsa: „Vá, þetta er bara að gerast aftur“ „Þetta var erfitt, þetta var alltaf að vera erfitt án Harðar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar en Hörður Axel Vilhjálmsson, lykilmaður Keflavíkur, var fjarri góðu gamni í leiknum. Körfubolti 19. febrúar 2023 13:01
Sló þögn á salinn eftir óvænta frammistöðu McClung Segja má að hinn óþekkti Mac McClung hafi komið, séð og sigrað í troðslukeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þá fór Damian Lillard með sigur af hólmi í þriggja stiga keppninni. Körfubolti 19. febrúar 2023 10:45
„Þegar hann er góður þá vinnur Tindastóll flest lið“ „Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik, hann átti svona leiðtogaleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um frammistöðu Péturs Rúnars í sigri Tindastóls á Grindavík. Farið var yfir áhrif Pavel Ermolinskij, nýs þjálfara Stólanna, á Pétur Rúnar í þættinum. Körfubolti 19. febrúar 2023 08:01
Hlynur dustar rykið af landsliðsskónum: „Fannst alltaf hallærislegt þegar menn voru að koma aftur“ Allt er fertugum fært. Hlynur Bæringsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í körfubolta á nýjan leik fyrir leikina gegn Spánverjum og Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins síðar í þessum mánuði. Körfubolti 18. febrúar 2023 10:30
Umfjöllun og viðöl: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Sjóðheitir Þórsarar keyrðu yfir orkulitla Keflvíkinga Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. Körfubolti 17. febrúar 2023 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 75-89 | Héraðsbúar banka á dyr úrslitakeppninnar Höttur fjarlægðist fallsæti með frábærum sigri gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur urðu 75-89 sem er ótrúlegur munur þar sem leikurinn var framlengdur. Körfubolti 17. febrúar 2023 22:42