Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. Körfubolti 19. maí 2023 07:00
Pétur Rúnar: Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu, bara takk! Leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að koma hugsunum sínum í orð strax eftir leik. „Ólýsanlegt“ var orð sem var þeim greinilega ofarlega í huga, en Pétur Rúnar Birgisson, sem var hágrátandi á verðlaunapallinum rétt fyrir viðtal, viðurkenndi fúslega að hann væri að upplifa mikla geðshræringu. Körfubolti 18. maí 2023 23:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. Körfubolti 18. maí 2023 23:05
Finnur: Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu „Þetta er bara sportið sem maður valdi sér. Stundum vinnur maður og stundur tapar þú í þessu. Mér fannst við gera nóg hérna undir lok til að vinna. Stólarnir búnir að vera mjög góðir allan leikinn og þetta var bara 50/50 allan tímann. Svo gera þeir vel að koma til baka, Woods setur stór víti trekk í trekk og var svona kannski bara maðurinn.“ Körfubolti 18. maí 2023 22:45
Skagfirðingar fagna með balli í Miðgarði í Varmahlíð Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tindastóls verða hylltir í hinu fornfræga félagsheimili Skagfirðinga, Miðgarði í Varmahlíð, annaðkvöld, föstudagskvöld. Þar verður uppskeruhátíð og sveitaball. Fréttir 18. maí 2023 22:40
Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 18. maí 2023 22:30
Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. Körfubolti 18. maí 2023 22:12
Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. Körfubolti 18. maí 2023 21:49
Jón Axel og félagar enn á lífi í úrslitakeppninni Lið Pesaro vann góðan sigur á Milan í úrslitakeppni ítalska körfuboltans í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Milan en þrjá leiki þarf til að komast áfram í undanúrslit. Körfubolti 18. maí 2023 20:10
Grindavík krækir í fjórða leikmanninn á stuttum tíma Valur Orri Valsson hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun leika með félaginu á næstu leiktíð. Valur Orri er fjórði leikmaðurinn sem semur við Grindavík á stuttum tíma. Körfubolti 18. maí 2023 16:44
„Komin á þann stað að ég tek ábyrgð“ Klukkan 19:15 mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari með Val sem leikmaður en stendur nú á hliðarlínunni og stefnir á að sigra Val. Körfubolti 18. maí 2023 16:20
Segir liðsfélaga sinn vera einn besta leikmanns heims Kyle Lowry sparaði ekki hrósið á Jimmy Butler, liðsfélaga sinn hjá Miami Heat, eftir sigur á Boston Celtics í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 18. maí 2023 15:01
Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. Körfubolti 18. maí 2023 11:30
„Stefni að sjálfsögðu á að vinna þennan fyrsta titil minn án Pavels“ Einn stærsti íþróttaviðburður ársins fer fram í Origo-höllinni í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Tindastólsmönnum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarna Vals segist vera klár í slaginn. Körfubolti 18. maí 2023 09:31
Miami Heat stal leik eitt í Garðinum Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eru farin af stað. Í nótt fór fram fyrsti leikur einvígisins í Austurdeildinni þar sem Boston Celtics tók á móti Miami Heat. Fór það svo að Heat vann sjö stiga sigur, lokatölur 116-123. Körfubolti 18. maí 2023 09:00
„Hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik“ Eins og búast mátti við seldist strax upp á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta, sem fram fer á Hlíðarenda annað kvöld. Körfubolti 17. maí 2023 15:11
Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. Körfubolti 17. maí 2023 13:34
San Antonio Spurs vann NBA lotteríið og það vita allir hvern þeir taka San Antonio Spurs verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta en það varð ljóst þegar dregið var um röðina í nótt. Körfubolti 17. maí 2023 12:31
Grindavík náði Basile frá Njarðvík Grindvíkingar eru stórhuga fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta og hafa nú náð í bandaríska leikstjórnandann Dedrick Basile frá grönnum sínum í Njarðvík. Körfubolti 17. maí 2023 10:15
Jokic dró vagninn fyrir Denver sem er komið yfir gegn Lakers Denver Nuggets vann fyrsta leik úrslitaeinvígis vesturdeildar NBA í nótt gegn Los Angeles Lakers. Nikola Jokic var besti maður vallarins í leik sem lauk með 132-126 sigri Denver. Körfubolti 17. maí 2023 07:31
Miðar í forsölu hafi klárast á fimm mínútum Eins og gefur að skilja er eftirspurnin eftir miðum á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta mikil. Körfubolti 16. maí 2023 20:12
Þeir bestu taka eftir nýliðanum | „NBA-deildin verður í vandræðum með hann“ Franski körfuboltamaðurinnVictor Wembanyama er ekki á mála hjá NBA-liði, ennþá, en nú þegar eru nokkrar af helstu stjörnum deildarinnar farnar að búa sig undir komu hans. Körfubolti 16. maí 2023 16:31
Doc Rivers rekinn Philadelphia 76ers hefur ákveðið að reka þjálfara sinn Doc Rivers aðeins nokkrum dögum eftir að liðið datt úr úr úrslitakeppni NBA. Körfubolti 16. maí 2023 16:01
„Reyna að ná honum fyrir utan húsið hans og ræna honum“ Einvígi Denver Nuggets og Los Angeles Lakers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld en liðin spila um sigur í Vesturdeildinni og þar með sæti í úrslitaeinvíginu. Körfubolti 16. maí 2023 12:01
„Skíthræddur fyrir hönd Stólanna“ Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds veltu fyrir sér framhaldinu eftir mikla dramatík fyrir framan troðfullt Síki á Króknum í gærkvöldi. Körfubolti 16. maí 2023 09:00
Twitter yfir sigri Vals á Króknum: „Þvílíka ofmatið þetta Síki“ Valur lagði Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki í fjórða leik liðanna í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að oddaleik þarf til að útkljá hvaða lið verður Íslandsmeistari árið 2023. Líkt og svo oft áður lét fólk gamminn geisa á Twitter á meðan leik stóð. Körfubolti 16. maí 2023 07:00
Ömurlegir mánuðir fyrir íþróttaaðdáendur í Philadelphia Sértu frá Philadelphia í Bandaríkjunum og elskar íþróttir má reikna með að það sé heldur þungt yfir þér um þessar mundir. Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá íþróttaliðum borgarinnar undanfarna sex mánuði. Sport 15. maí 2023 23:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Valur 69-82 | Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér oddaleik Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta. Eftir frábæra byrjun Tindastóls náðu Valsarar vopnum sínum og unnu á endanum frábæran sigur. Það verður oddaleikur á Hlíðarenda. Körfubolti 15. maí 2023 23:00
Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. Körfubolti 15. maí 2023 22:05
„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. Körfubolti 15. maí 2023 21:25