Hyggjast draga úr losun metangass úr maga jórturdýra Milljarðamæringarnir Bill Gates, Jeff Bezos og Jack Ma, stofnandi Alibaba, hafa fjárfest í nýsköpunarfyrirtæki í Ástralíu, sem hefur það að markmiði að stórdraga úr losun metans sem rekja má til kúaropa. Erlent 25. janúar 2023 08:35
Kolefnisbókhald íslenskra fyrirtækja í ólestri Greining á sjálfbærnisskýrslum stærstu fyrirtækja og stofnanna á Íslandi sýnir að kolefnisbókhald margra þeirra er í ólestri og grænþvottur allsráðandi. Skoðun 20. janúar 2023 12:31
NASA og Boeing þróa mun sparneytnari farþegaþotu Bandaríska geimferðastofnunin NASA og Boeing-flugvélaframleiðandinn hafa tekið höndum saman um að þróa nýja tegund farþegaþotu sem á að vera þrjátíu prósent sparneytnari en þær hagkvæmustu sem finnast í dag. Viðskipti erlent 19. janúar 2023 22:22
Sjálfbært land en ósjálfbær þjóð Fréttir af takmörkuðum árangri sjálfbærniumbóta á alþjóðavísu líkt og á umhverfisþinginu, COP27, hafa verið áberandi undanfarin misseri. Þrátt fyrir fjölda áætlana í takt við breyttan heim, markmiðasetningu og stór loforð ríkir enn mikið aðgerðaleysi meðal stjórnvalda heims til að sporna við loftslagsvánni og þeim margvíslegu breytingum í umhverfinu sem fylgja hlýnun jarðar. Skoðun 19. janúar 2023 15:00
Smitsjúkdómar færist í aukana með loftlagsbreytingum Smitsjúkdómalæknir segir það einungis tímaspursmál hvenær annar heimsfaraldur líkt og Covid kemur upp. Nýlegar rannsóknir bendi til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum. Innlent 18. janúar 2023 21:00
Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns. Erlent 17. janúar 2023 22:50
Greta Thunberg handtekin við mótmæli í Þýskalandi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekin í dag ásamt fleiri mótmælendum vegna mótmæla við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi. Erlent 17. janúar 2023 17:36
Ábyrgð, lausnir og von Um þarsíðustu helgi var fjórði og síðasti landsfundur Ungra umhverfissinna (UU) haldinn í bili. Umræðuefnið að þessu sinni voru loftslagsmálin frá ýmsum sjónarhornum og fengu þeir ungu umhverfissinnar sem sóttu þingið fjölbreytta fræðslu um orsakir, afleiðingar og lausnir við loftslagsvánni sem rædd var til hlítar. Skoðun 17. janúar 2023 14:01
Forstjóri olíufyrirtækis næsti forseti COP28 Forstjóri Olíufyrirtækis og forystumaður í stofnun Hringborðs Norðurslóða verður næsti forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28 sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok ársins. Erlent 12. janúar 2023 14:02
Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda. Erlent 12. janúar 2023 10:49
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. Innlent 11. janúar 2023 13:25
Hlýjasta sumar í Evrópu frá því mælingar hófust Síðasta sumar var það hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust og annað hlýjasta árið í álfunni. Í öllum löndum Evrópu, nema á Íslandi, var hitinn yfir meðaltali samanborið við árin 1991 til 2020. Erlent 10. janúar 2023 16:18
Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið. Viðskipti innlent 10. janúar 2023 12:04
Harry prins og Oprah þurftu að flýja aurskriður Enn einn stormurinn gekk yfir Kalíforníu í Bandaríkjunum í gær og flæddu ár yfir bakka sína og stórsjór gekk á land. Erlent 10. janúar 2023 07:21
Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. Innlent 5. janúar 2023 15:00
Þúsundir hitameta slegin í Evrópu yfir áramótin Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum. Erlent 3. janúar 2023 12:08
Kolefnishlutlaus framtíð Ímyndaðu þér heim þar sem kolefnishlutleysi hefur verið náð. Hvernig komumst við þangað? Næstu ár munu skipta sköpum ef við eigum að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus árið 2050 bæði hér á Íslandi sem og um allan heim. Til þess að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum þarf sterka og framsækna forystu úr röðum stjórnmála- og viðskiptalífs ásamt viðvarandi stuðningi og aðhaldi borgaralegs samfélags. Skoðun 2. janúar 2023 11:30
Byrjuðu að reyna að kæla loftslagið án þess að spyrja kóng né prest Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. Erlent 31. desember 2022 08:00
Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings. Viðskipti erlent 30. desember 2022 15:20
Ísbirnir drepast í massavís við Hudsonflóa Ísbirnir við Hudsonflóa í Kanada eru að deyja í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt hjá birnum og húnum en fækkun ísbjarna á svæðinu hefur valdið miklum áhyggjum meðal vísindamanna. Erlent 23. desember 2022 13:33
Metfjöldi rauðra viðvarana aðeins forsmekkur af framtíðinni Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir vegna veðurs verið gefnar út hér á landi en í ár og þær appelsínugulu eru um þrefalt fleiri en í fyrra. Innlent 21. desember 2022 07:01
Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika. Skoðun 20. desember 2022 12:00
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. Viðskipti erlent 18. desember 2022 22:22
Barði í borð og sagði Katrínu hafa samþykkt eiturpillu í loftslagsmálum Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokks greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa samþykkt eiturpillu inn í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Innlent 16. desember 2022 21:37
Erling frá Deloitte til Carbfix Erling Tómasson viðskiptafræðingur og endurskoðandi hefur verið ráðinn til að stýra rekstri og fjármálum Carbfix. Hann hefur nú þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 16. desember 2022 10:04
Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. Innlent 15. desember 2022 18:35
Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 15. desember 2022 09:00
Álverin óttast áhrif kolefnisgjalds á innflutt ál Íslenskir og evrópskir álframleiðendur óttast að nýtt gjald sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt ál geti skekkt enn frekar samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði og gert fyrirtæki sem framleiða álvörur ósamkeppnishæf. Kerfið gæti dýpkað loftslagsvandann í stað þess að draga úr honum. Viðskipti erlent 15. desember 2022 07:01
Greiða leiðina að nýstárlegu kolefnisgjaldi á innflutning til Evrópu Evrópsk innflutningsfyrirtæki þyrftu í raun að greiða kolefnisgjald af ákveðnum vörum sem þau flytja inn frá löndum sem hafa minni metnað í loftslagsmálum með nýrri löggjöf sem Evrópuþingið og leiðtogaráð Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um. Reglurnar yrðu þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Viðskipti erlent 13. desember 2022 11:16
Hreyfiaflið í opinberum innkaupum Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Skoðun 12. desember 2022 07:00