Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Liz Sheridan er látin

Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Átti ekki að lifa af en gefur nú út plötu

Svavar greindist nýlega með hjartagalla eftir að hafa fengið blóðtappa í heilann og eftir mikla óvissu um orsök ferðir hans á spítalans fékk hann þau svör að að hann ætti ekki miklar líkur á að lifa af veikindinn. Svavar hefur alltaf verið heilbrigður og mikill útivistarmaður og hafði verið í fjallgöngum, stundað sund og líkamsrækt og var honum því verulega brugðið við þessar fréttir.

Albumm
Fréttamynd

„Tónlist hefur verið minn persónulegi sálfræðingur frá því að ég byrjaði fyrst að semja“

Eydís Helena Evensen er skapandi listakona með meiru sem ber ýmsa hatta á borð við tónskáld og píanóleikara. Hún sendi frá sér EP plötuna Frost síðastliðna helgi en þar er að finna fjögur tónverk eftir Eydísi. Samhliða plötunni sendu Eydís og maki hennar Einar Egils frá sér myndverk við lagið Dawn is near. Blaðamaður hafði samband við Eydísi og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Tónlist
Fréttamynd

Volaða land keppir í Cannes

Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Upp­risa Aldrei fór ég suður um helgina

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði nú um helgina eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal tónlistarmanna verða Bríet, Mugison og Páll Óskar.

Menning
Fréttamynd

Feil­skot við Nýló

Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000.

Skoðun
Fréttamynd

„Við eigum að bera virðingu fyrir list­rænu frelsi fólks“

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra.

Innlent
Fréttamynd

Gamli turninn á Lækjar­torgi fær nýtt hlut­verk

Gamli söluturninn á Lækjartorgi, sem hefur lengi vel verið eitt helsta kennileiti miðbæjarins, fær nýtt hlutverk á næstunni þegar honum verður breytt í hljómturn en til stendur að gera turninn að miðpunkt tónlistar í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Settu stolnu styttuna í geim­flaug og segja hana rasískt verk

Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim.

Innlent
Fréttamynd

Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma

Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 

Lífið
Fréttamynd

Pálmasunnudagur

Pálmasunnudag ber upp viku fyrir páskadag ár hvert og markar jafnframt upphaf dymbilviku. Í ár, 2022, ber daginn upp þann 10. apríl.

Menning
Fréttamynd

Með hækkandi sól klífur listann

Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. 

Tónlist
Fréttamynd

Innri börnin blása lífi í trylltar konur í pönkhljómsveit

Pönksveitin The Boob Sweat Gang sendi frá sér sitt fyrsta lag, „Alpha Mom“, í dag ásamt tónlistarmyndbandi þar sem hliðar sjálf hljómsveitarmeðlima fá að skína. Blaðamaður hafði samband við hljómsveitina, en allir meðlimir sveitarinnar eru sviðslistakonur.

Tónlist
Fréttamynd

John B á Íslandi um páskana

Tónlistarmaðurinn John B kemur fram á Húrra miðvikudaginn 13. apríl og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa sem fagna tíu ára starfsafmæli á þessu ári.

Tónlist