Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Skot­heldar hug­myndir að góðri hlustun

Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á?

Lífið
Fréttamynd

Fer ekki út úr húsi eftir greininguna

„Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Ég þori al­veg að full­yrða að ég er skítsæmileg móðir“

Ragnheiður Lárusdóttir hefur undanfarin tíu ár horft upp á dóttur sína hverfa inn í heim fíkniefna og sér ekki fyrir endann á baráttunni, þvert á móti. Hún kýs að tala opinskátt um vandann og sækir huggun í þá staðreynd að önnur börn hennar hafa spjarað sig vel í lífinu. Hún sé ekki verri uppalandi en það. Í nýrri ljóðabók fjallar hún um óttann, örvæntinguna og sorgina en einnig vonina og ástina sem aldrei deyr.

Lífið
Fréttamynd

„Það er enginn séns að reyna alltaf að út­skýra sig“

„Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Inni í öllum sársauka er fegurð, það er staðreynd. Ég hef upplifað það frá mjög ungum aldri. Maður verður að nýta öll tólin til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig,“ segir tónlistarkonan og íslenska stórstjarnan Bríet. Blaðamaður ræddi við hana um farsælan feril, tilveruna, hæðir og lægðir og margt fleira.

Tónlist
Fréttamynd

Fáir sáu ís­lenskar bíó­myndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk

Dæmi er um að innan við hundrað manns mæti á frumsýningar íslenskra kvikmynda. Um er að ræða myndir sem hlotið hafa á annað hundrað milljónir í styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands sem rekinn er fyrir opinbert fé. Jón Gnarr hefur velt því upp hvort ekki sé tilefni til að styrkja frekar sjónvarpsþáttagerð hér á landi. Ritstjóri Klapptrés segir aðsókn á íslenskar kvikmyndir heilt yfir góða, veruleikinn sé sá að flestir sjái myndir annars staðar en í bíó.

Lífið
Fréttamynd

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum

Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.

Lífið
Fréttamynd

HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 eru komnir í loftið en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir í HAM stíga fyrstir á stokk í tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist
Fréttamynd

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Lífið
Fréttamynd

Sam­herji lagði lista­manninn Odee

Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Heitasti plötu­snúður í heimi í Melabúðinni

Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Emilíana Torrini ein­hleyp

Söngkonan ástsæla Emilíana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain eru að skilja eftir fimm ára hjónaband. Emilíana hefur í mörg ár verið ein allra vinsælasta söngkona þjóðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Laumu risinn í lands­fram­leiðslunni

Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

„Á erfitt með að gera mér í hugar­lund eitt­hvað rómantískara“

„Það mikilvægasta af öllu eru að við erum teymi. Við stöndum þétt saman út á við á sama tíma og við leyfum okkur að vera eins og við viljum heima fyrir og inn á við. Við erum alltaf til staðar fyrir hvort annað allt, sama hvað á dynur,“segir Kristín Eva Geirsdóttir lögmaður um samband hennar og eiginmannsins, Sverris Bergmanns Magnússonar, tónlistarmanns og bæjarstjórnarfulltrúa í Reykjanesbæ.

Makamál
Fréttamynd

Létu ævin­týrið loksins rætast í fiska­búrinu á X-inu

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 fara í loftið á morgun en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist
Fréttamynd

Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn

Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna.

Lífið
Fréttamynd

Skað­legt geð­heilsunni að reyna að geðjast öðrum

Sophie Grégoire Trudeau fjölmiðlakona og fyrrverandi forsetafrú Kanada segir það skaðlegt andlegri heilsu að gefa afslátt af sínu sanna sjálfi til að geðjast öðrum. Hún sé stolt af sér fyrir að hafa aldrei þóst vera önnur er hún er og því hafi hún lagað hlutverk forsetafrúar að sér, en ekki öfugt.

Menning