NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Chicago 1 - Washington 0

Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik.

Sport
Fréttamynd

Molar dagsins

Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle.

Sport
Fréttamynd

Miami 1 - New Jersey 0

Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 1 - Memphis 0

Stormsveit Phoenix Suns hefur oft leikið betur en á sunnudagskvöld þegar liðið mætti Memphis Grizzlies í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Það kom ekki að sök, því Suns unnu auðveldan 114-103 sigur og hafa náð 1-0 forystur í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

Seattle 1 - Sacramento 0

Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu  87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum.

Sport
Fréttamynd

Detroit 1- Philadelphia 0

Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

Boston 1 - Indiana 0

Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins.

Sport
Fréttamynd

Dallas 0 - Houston 1

Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni.

Sport
Fréttamynd

O´Neal tæpur fyrir fyrsta leikinn

Shaquille O´Neal, miðherji Miami Heat hefur enn ekki geta æft með liði sínu  vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum og óvíst þykir um þáttöku hans í fyrsta leiknum við New Jersey á sunnudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Jefferson farinn að æfa með Nets

Framherjinn Richard Jefferson hjá New Jersey Nets, sem verið hefur frá keppni síðan fyrir áramót vegna meiðsla, mætti á sína fyrstu æfingu hjá liðinu í gær og stefnir á að vera með í úrlsitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Mourning gefur launin sín

Alonzo Mourning, miðherji Miami Heat í NBA deildinni, hefur ákveðið að gefa árslaun sín hjá félaginu til góðgerðamála. Þorri peninganna mun fara til nýrnaveikra barna, en Mourining er sjálfur nýrnaþegi.

Sport
Fréttamynd

Phoenix - Memphis

Phoenix Suns státa af besta árangri allra liða í deildinni í vetur og enginn efast um að þar er á ferðinni stórkostlegt körfuboltalið. Lið Memphis á fyrir höndum það erfiða verkefni að halda niðri hraðanum á öflugasta sóknarliði deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Seattle - Sacramento

Það varpar óneitanlega skugga á þessa rimmu að lið Seattle Supersonics og Sacramento Kings, eru í miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna sinna og því hafa margir hreinlega afskrifað möguleika þeirra á að ná langt í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Í fyrsta sinn í úrslitum síðan '98

Aðdáendur Chicago Bulls í NBA-körfuboltanum hafa fulla ástæðu til að fagna um þessar mundir en liðið vann sér inn sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan að stórstirnið Michael Jordan hætti hjá Bulls árið 1998.

Sport
Fréttamynd

San Antonio - Denver

Þetta einvígi er eitt af þeim áhugaverðari í fyrstu umferðinni í ár. San Antonio er af mörgum talið líklegasta liðið í úrslitin í Vesturdeildinni, en meiðsli Tim Duncan og sú staðreynd að Denver er eitt heitasta liðið í deildinni á síðustu vikum, gera það að verkum að þetta gæti orðið mjög jafnt einvígi.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Houston

Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets.

Sport
Fréttamynd

Miami - New Jersey

Við fyrstu sýn virðist einvígi Miami Heat og New Jersey Nets ekki ætla að verða spennandi, en liðin enduðu í fyrsta og áttunda sæti í Austurdeildinni og Miami hafði betur í öllum þremur viðureignum liðanna í vetur.

Sport
Fréttamynd

Detroit - Philadelphia

Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers eru ekki öfundsverðir af því að mæta sjálfum NBA meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrsti leikur liðanna verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 21:50.

Sport
Fréttamynd

Chicago - Washington

Viðureign Chicago Bulls og Washington Wizards verður einvígi varnarliðs og sóknarliðs. Washington liðið hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982 og því er kannski á brattann að sækja fyrir liðið, sem hefur komið gríðarlega á óvart í vetur.

Sport
Fréttamynd

Boston - Indiana

Viðureign Boston Celtics og Indiana Pacers verður forvitnilegt einvígi, en margir hallast að því að Indiana liðið gæti komið á óvart í úrslitakeppninni. Liðið hefur orðið fyrir miklu mótlæti í vetur í kjölfar áfloganna frægu í Detroit í haust og mikil meiðsli hafa hrjáð lykilmenn þeirra í allan vetur.

Sport
Fréttamynd

Philadelphia í úrslitakeppni

Philadelphia tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitakeppni NBA-körfuboltans þegar liðið sigraði Milwaukee Bucks með 122 stigum gegn 106. Allen Iverson var maðurinn á bak við sigurinn, skoraði 39 stig og átti að auki 12 stoðsendingar. Philadelphia á möguleika á því að ná 6. sætinu í Austurdeildinni en það skýrist eftir síðustu umferðina sem verður annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Barátta á milli Nets og Cavaliers

Mikil barátta er milli New Jersey Nets og Cleveland Cavaliers um að komast í úrslitakeppnina í NBA-körfuboltanum. Liðin standa jöfn að vígi þegar tvær umferðir eru eftir.

Sport
Fréttamynd

NBA - Iverson fer enn á kostum

Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku.

Sport
Fréttamynd

Cleveland í vandræðum

Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan.

Sport
Fréttamynd

Wizards loksins í úrslit

Washington Wizards tryggði sér sæti í úrslitakeppninni sigri á Chicago Bulls á heimavelli, 93-82, í NBA-körfuboltanum í nótt.

Sport
Fréttamynd

Fimm leikir í NBA í nótt

Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni.

Sport