Lakers skellt í Baunaborginni í nótt Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. Körfubolti 20. nóvember 2021 09:30
Pippen segir að Jordan hafi eyðilagt körfuboltann Scottie Pippen virðist eiga einhverjar óuppgerðar sakir við sinn gamla samherja, Michael Jordan, og sendir honum tóninn í nýútkominni ævisögu sinni, Unguarded. Körfubolti 19. nóvember 2021 10:02
Hamur rann á Curry í 4. leikhluta Stephen Curry skoraði fjörutíu stig, þar af tuttugu í 4. leikhluta, þegar Golden State Warriors sigraði Cleveland Cavaliers, 89-104, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 19. nóvember 2021 08:01
Fullkomin frammistaða Giannis og sólirnar frá Phoenix skína skært Giannis Antetokounmpo skoraði 47 stig þegar Milwaukee Bucks sigraði Los Angeles Lakers, 109-102, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 18. nóvember 2021 08:00
Lakers mun spila heimaleiki sína í Rafmyntar-höllinni Hin goðsagnarkennda Staples Center, þar sem Los Angeles Lakers og Clippers, hafa leikið heimaleiki sína í NBA-deildinni fær nýtt nafn um jólin. Mun höllin bera heitið Crypto.com Arena. Körfubolti 17. nóvember 2021 19:16
Staples Center í Los Angeles fær nýtt nafn Nafni íþróttahallarinnar Staples Center í Los Angeles í Bandaríkjunum verður breytt á jóladag í Crypto.com Arena. Viðskipti erlent 17. nóvember 2021 10:11
Curry glansaði í stórleiknum á meðan Durant átti sinn versta leik í vetur Stephen Curry skoraði 37 stig þegar Golden State Warriors vann öruggan sigur á Brooklyn Nets, 99-117, í stórleik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 17. nóvember 2021 08:00
AD rekinn út úr húsi þegar hann var að reyna að klæða sig aftur í skóinn Það gengur flest á afturfótunum þessa dagana hjá Los Angeles Lakers liðinu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt dæmið um það var í tapleik á móti Chicago Bulls í nótt. Körfubolti 16. nóvember 2021 16:30
Nautin ráku hornin í Lakers Chicago Bulls vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers, 103-121, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 16. nóvember 2021 07:31
Býflugurnar stungu Curry og félaga Charlotte Hornets varð í nótt aðeins annað liðið til að vinna Golden State Warriors í NBA-deildinni á tímabilinu. Lokatölur í leik liðanna í Charlotte, 106-102. Körfubolti 15. nóvember 2021 07:30
Stórleikur Davis sá til þess að Lakers fór með sigur af hólmi Fyrsti leikur kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta var léttur spennutryllir. Los Angeles Lakers vann átta stiga sigur á San Antonio Spurs, lokatölur 114-106. Lakers var nálægt því að missa leikinn frá sér en stórar körfur undir lok leiks tryggðu sigurinn. Körfubolti 14. nóvember 2021 23:16
Breytt dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem að viðureign Portúgals og Serbíu í undankeppni HM 2022 var bætt við dagskrána. Fótbolti 14. nóvember 2021 13:00
Gott gengi Wizards heldur áfram Washington Wizards halda áfram að gera góða hluti í NBA-deildinni í körfubolta en alls fóru fram sex leikir í nótt. Körfubolti 14. nóvember 2021 09:46
Bucks tapaði, Warriors óstöðvandi, Lakers ömurlegt og Evrópumenn í þrennuham Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem alls fóru fram 11 leikir. Körfubolti 13. nóvember 2021 09:30
Töpuðu naumlega annað kvöldið í röð í Staples Center Los Angeles Clippers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir sigur á liði Miami Heat í æsispennandi leik. Körfubolti 12. nóvember 2021 07:31
Lakers menn stunda það að vinna í framlengingu þessa dagana Gömlu liðsfélagarnir Russell Westbrook og James Harden voru báðir með þrennu í sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors hélt áfram sigurgöngu sinni og lið Phoenix Suns hefur unnið sex leiki í röð. Körfubolti 11. nóvember 2021 07:31
Jokić fékk eins leiks bann og spilar ekki gegn Indiana í nótt Stórstjarna Denver Nuggets, Nikola Jokić, verður ekki með liði sínu er það mætir Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann var dæmdur í eins leiks bann eftir að hafa verið rekinn út úr húsi gegn Miami Heat. Körfubolti 10. nóvember 2021 19:00
Gömul NBA stjarna ætlar að slást við gamla NFL stjörnu í hringnum Þeir eru kannski hættir að spila í NBA og NFL en voru aftur á móti tilbúnir að prufa hvernig þeir koma út í nýrri íþrótt. Sport 10. nóvember 2021 15:00
Pippen heldur áfram að dissa Jordan: „Flensa? Í alvöru“ Scottie Pippen heldur áfram að skjóta á sinn gamla liðsfélaga, Michael Jordan, í nýlegu viðtali gerði hann lítið úr flensuleiknum svokallaða. Körfubolti 10. nóvember 2021 13:19
Meistararnir inn á sigurbrautina eftir heimsókn í Hvíta húsið NBA meistararnir heimsóttu aldrei Donald Trump í Hvíta húsið á meðan hann var forseti en það breyttist um leið og Joe Biden tók við. Milwaukee Bucks höfðu líka gott af heimsókninni ef marka má fyrsta leik liðsins eftir hana sem fór fram í nótt. Körfubolti 10. nóvember 2021 07:31
Steph Curry með fimmtíu stiga leik en sá besti í fyrra var rekinn út úr húsi Stephen Curry var stórkostlegur í nótt þegar lið han Golden State Warriors vann fjórtán stiga sigur á Atlanta Hawks. Mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils náði þrennu og sigri en endaði leikinn á því að vera sendur í sturtu. Körfubolti 9. nóvember 2021 07:31
Óvíst hversu lengi LeBron verður frá LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers er liðið steinlá gegn Portland Trail Blazers um helgina. Lakers hefur ekki gefið út hversu lengi LeBron verður frá en hann hefur nú þegar misst af fjórum leikjum. Körfubolti 8. nóvember 2021 22:30
Durant skipti út martraðarminningu með góðum leik og góðum sigri Brooklyn Nets er komið á mikið skrið í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors heldur áfram frábærri byrjun sinni á tímabilinu en það gengur lítið sem ekkert hjá meisturum Milwaukee Bucks. Körfubolti 8. nóvember 2021 07:31
NBA: Doncic með flautukörfu á móti Boston Slóveninn Luka Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði flautukörfu sem tryggði Dallas Mavericks sigurinn á móti Boston Celtics í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 32 stig fyrir Boston, sem lenti langt undir í leiknum en kom til baka. Körfubolti 7. nóvember 2021 09:30
NBA deildin hefur rannsókn á eiganda Phoenix Suns NBA deildin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að kvissaðist út að það væri á leiðinni fréttaskýring um hans stjórnunarhætti. Nú hefur fréttin verið birt hjá bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. Körfubolti 6. nóvember 2021 18:30
Rose með stórleik þegar Knicks komst aftur á sigurbraut New York Knicks hafði betur gegn meistaraliði Milwaukee Bucks í einum af stórleikjum næturinnar í NBA körfuboltanum. Körfubolti 6. nóvember 2021 09:30
Einu sigrarnir komið gegn Lakers sem eru aftur án LeBron James Meiðsli halda áfram að angra LeBron James sem missti af tveimur leikjum í október. Hann lék ekki með LA Lakers í nótt eftir að hafa tognað í kvið og verður frá keppni í að minnsta kosti viku. Körfubolti 5. nóvember 2021 07:31
Þristaregn í Brooklyn og farið að birta til Stjörnum prýtt lið Brooklyn Nets virðist vera að ná sér á strik í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann öruggan 117-108 sigur gegn Atlanta Hawks í nótt. Körfubolti 4. nóvember 2021 07:30
Pippen ósáttur við Jordan: „Hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi“ Scottie Pippen er vægast sagt ósáttur með þá mynd sem dregin er upp af honum í heimildaþáttaröðinni The Last Dance sem var sýnd í fyrra og hvernig Michael Jordan er baðaður í dýrðarljóma í henni. Þetta kemur fram í væntanlegri ævisögu Pippens, Unguarded. Körfubolti 3. nóvember 2021 11:01
CP3 sá þriðji gjafmildasti í sögunni Chris Paul færði nafn sitt ofar á lista í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með mögnuðum seinni hálfleik í 112-100 sigri Phoenix Suns á New Orleans Pelicans. Körfubolti 3. nóvember 2021 07:30