James meiddist en er klár í umspilið við Curry Deildarkeppninni í NBA-deildinni í körfubolta lauk í nótt og nú fer úrslitakeppnin að bresta á. Fyrst þarf þó að spila hið nýja umspil sem meistarar LA Lakers neyðast til að taka þátt í. Körfubolti 17. maí 2021 07:30
Stórir sigrar hjá Knicks og Warriors í kvöld | Umspil NBA-deildarinnar útskýrt Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Það er nánast allt klárt varðandi úrslitakeppnina og umspilið sem klárast áður.Deildin klárast hins vegar í nótt þegar aðrir tíu leikir fara fram og þar eru tveir sem skera sig úr. Körfubolti 16. maí 2021 22:45
Lakers vann en þarf enn að treysta á önnur úrslit | Randle með tvöfalda þrennu Þremur af fimm leikjum kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta er nú lokið. Körfubolti 15. maí 2021 19:45
NBA dagsins: Russel Westbrook heldur áfram að bæta metið Það voru átta leikir á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Russel Westbrook var enn eina ferðina með þrefalda tvennu í 120-105 sigri Washington Wizards gegn Cleveland Cavaliers, og heldur áfram að bæta það met. Þá unnu Houston Rockets óvæntan 122-115 sigur gegn LA Clippers. Körfubolti 15. maí 2021 14:30
NBA dagsins: Rekinn af velli eftir þrjár mínútur í fyrsta leik sínum á tímabilinu Miami Heat ber nafn með rentu þessa dagana og virðist vera að hitna á hárréttum tíma fyrir úrslitakeppnina. Miami sigraði topplið Austurdeildar NBA, Philadelphia 76ers, 106-94, í nótt. Körfubolti 14. maí 2021 15:01
Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 14. maí 2021 08:30
NBA dagsins: Young hafði betur gegn Westbrook, Dame sökkti Utah og Lakers marði slakt lið Rockets Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 13. maí 2021 15:31
Mavericks og Trail Blazers með mikilvæga sigra á meðan Lakers marði Rockets Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Í Vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks og Portland Trail Blazers mikilvæga sigra sem þýðir að það er nær öruggt að ríkjandi meistarar Los Angeles Lakers þurfa að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 13. maí 2021 11:31
NBA dagsins: Golden State vann næstbesta lið deildarinnar þrátt fyrir kaldan Curry Golden State Warriors þurfti ekki stórleik frá Stephen Curry til að vinna liðið með næstbesta árangurinn í NBA-deildinni, Phoenix Suns, í nótt, 122-116. Körfubolti 12. maí 2021 15:00
Óvænt hetja kláraði dæmið fyrir Lakers gegn Knicks Þrátt fyrir að vera án LeBrons James og leikstjórnandalausir vann Los Angeles Lakers New York Knicks, 101-99, í framlengnum leik á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 12. maí 2021 08:00
Jordan deilir síðustu skilaboðunum frá Kobe Michael Jordan hefur deilt síðustu smáskilaboðunum sem hann fékk frá Kobe Bryant heitnum. Körfubolti 12. maí 2021 07:31
NBA dagsins: WES182OOK Russell Westbrook skráði sig í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann náði sinni 182. þreföldu tvennu á ferlinum í 125-124 tapi Washington Wizards fyrir Atlanta Hawks í nótt. Körfubolti 11. maí 2021 15:02
Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 11. maí 2021 08:00
Rósin sprakk út í langþráðum Knicks-sigri í Staples Center Derrick Rose sýndi gamalkunna takta þegar New York Knicks sigraði Los Angeles Clippers, 100-106, í NBA-deildinni í gær. Körfubolti 10. maí 2021 15:00
Háskólatreyja Jordans seldist á tæplega tvö hundruð milljónir Treyja frá háskólaárum Michaels Jordan seldist um helgina á 1,38 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 172 milljónum íslenskra króna. Körfubolti 10. maí 2021 14:31
Davis bar kyndilinn í fjarveru LeBrons Anthony Davis átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Phoenix Suns, 123-110, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 10. maí 2021 08:01
Flugeldasýning hjá Curry Steph Curry var magnaður í liði Golden State Warriors sem rúllaði yfir Oklahoma í NBA körfuboltanum í nótt en alls voru sjö leikir á dagskránni í nótt. Körfubolti 9. maí 2021 09:01
36 stig Davis dugðu ekki til og allt á afturfótunum hjá Lakers Það voru fjölmargir leikir í NBA körfuboltanum í nótt. Það var hátt stigaskor í flestu leikjunum en LA Lakers tapaði meðal annars gegn Portland með fimm stigum, 106-101. Körfubolti 8. maí 2021 09:30
Zion með brákaðan fingur og frá ótímabundið Zion Williamson, miðherji New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, virðist hafa lokið leik á tímabilinu en hann er með brákaðan fingur. Körfubolti 7. maí 2021 21:31
NBA dagsins: Súperstjörnunar segja það gott fyrir Brooklyn Nets að lenda í mótlæti áður en úrslitakeppnin hefst Brooklyn Nets tapaði fjórða leiknum sínum í röð í NBA deildinni í nótt en stjörnur liðsins þakka fyrir að liðið lendi í vandræðum núna frekar en í úrslitakeppninni sem er á næsta leyti. Körfubolti 7. maí 2021 15:01
Dallas vann Brooklyn Nets og Luka Doncic ætlar að hætta að væla svona mikið í dómurum Luka Doncic lofar því að vera prúðari við dómarana nú þegar hann er aðeins einni tæknivillu frá því að leikbann. Hann brosti eftir leikinn við Brooklyn Nets í nótt. Körfubolti 7. maí 2021 07:30
Misstu Giannis af velli en tókst að halda sigurgöngunni áfram Milwaukee Bucks vann sinn fjórða leik í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir stórleik hjá tveimur mönnum hjá mótherjunum. Körfubolti 6. maí 2021 07:31
NBA dagsins: Fór á kostum á gólfinu fyrir neðan treyju föður síns Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Körfubolti 5. maí 2021 15:00
Giannis og félagar unnu annan sigurinn á Brooklyn Nets á nokkrum dögum Milwaukee Bucks hefur sýnt styrk sinn á móti hinum toppliðunum í Austurdeildinni að undanförnu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt dæmið um það var í nótt. Körfubolti 5. maí 2021 07:30
NBA dagsins: Segir að hin liðin í deildinni séu skíthrædd við Stephen Curry Stephen Curry hefur boðið upp á skotsýningu á endurkomutímabilinu sínu eftir að hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Körfubolti 4. maí 2021 15:00
Russell Westbrook var með 21 frákast og 24 stoðsendingar í nótt Russell Westbrook bauð upp á sögulegar tröllatölur í sigri Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Steph Curry átti enn einn stórleikinn og Los Angeles Lakers vann loksins og það án LeBrons James. Körfubolti 4. maí 2021 07:31
NBA dagsins: LeBron James og Luka Doncic pirraðir en Giannis í miklu stuði Pressan er að magnaðast á lið þeirra LeBrons James og Luka Doncic á lokakafla deildarkeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 3. maí 2021 15:00
Sjöfaldur NBA meistari útskrifaðist úr háskóla um helgina Körfuboltastjarnan Robert Horry stóð við loforðið sem hann gaf móður sinni og fór aftur í skóla til að útskrifast. Körfubolti 3. maí 2021 13:31
Lakers tapaði þriðja leiknum í röð og Luka nálgast óðum leikbann Los Angeles Lakers, Dallas Mavericks og Boston Celtics eiga öll hættu á því að þurfa að komast inn í úrslitakeppnina í gegnum hina nýju umspilsleiki í lok deildarkeppninnar eftir að hafa tapað leikjum sínum í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 3. maí 2021 07:30
Lygilegar tölur hjá Doncic í spennutrylli, Jokic sá um Clippers og Pacers skoruðu 152 stig Að venju var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem tíu leikir fóru fram. Körfubolti 2. maí 2021 09:15