„Meira er meira“ Hljómsveitin Ultraflex var að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Lagið ber nafnið Mi Vuoi og fá þær hér tónlistarkonuna Kuntessa til liðs við sig. Tónlist 6. júlí 2022 12:31
Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum. Lífið 6. júlí 2022 09:10
Carlos Santana hneig niður á tónleikum Gítargoðsögnin Carlos Santana hneig niður á tónleikum sínum í Detroit í gær. Að sögn umboðsmanns hans er líðan hans góð núna. Lífið 6. júlí 2022 08:37
„Mjög gaman og mikill heiður að hátíðin vilji nota lagið okkar“ Hljómsveitin Poppvélin gaf út lagið „Bærinn minn“ í dag og er það lag hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar í ár. Lagið spilar inn nostalgíuna og hjálpar hlustandanum að rifja upp góðar minningar frá æskuslóðunum. Lífið 5. júlí 2022 22:01
Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. Tónlist 5. júlí 2022 11:00
Emil í Kattholti er mættur á Spotify Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. Lífið 4. júlí 2022 15:01
Hvetja áheyrendur til að snúa bökum saman og dansa dátt Hljómsveitin Hatari sendi frá sér nýtt lag síðastliðinn föstudag. Lagið ber titilinn Dansið eða deyið en áheyrendur eru þar úthrópaðir sem gengilbeinur ræningja en um leið hvattir til að snúa bökum saman og dansa dátt. Tónlist 4. júlí 2022 12:31
Lifa stjörnulífinu í Reykjavík og kaupa nóg af skarti! Yung Nigo Drippin snýr aftur í góðra vina hópi með laginu Ring Ring en með honum eru rappararnir ISSI, Gísli Pálmi og Siffi. Albumm 3. júlí 2022 22:41
„Daginn eftir fundust lyklarnir í sokki“ Íslenska óhljóðapönkhljómsveitin Korter í flog var að spila á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í vikunni og þó að framkoman hafi gengið eins og í sögu lenti hljómsveitin í ansi skrautlegum ævintýrum þegar þeir voru að koma sér á leiðarenda. Lífið 3. júlí 2022 11:00
Fann örlagaríkan gítar 45 árum síðar: „Ég brast í grát“ Meðlimur hljómsveitarinnar Guess Who hefur loks fengið uppáhalds gítarinn sinn aftur í hendurnar, 45 árum eftir að honum var stolið. Aðdáandi hljómsveitarinnar rakst á gítarinn í Tokyo borg og kom honum til skila. Lífið 3. júlí 2022 00:01
Klara í fyrsta sæti íslenska listans Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu. Tónlist 2. júlí 2022 18:01
Tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur Fyrsta plata Ari Árelíusar kemur út 22.júlí næstkomandi en lagið Melrakki om út 1.júlí og var myndband við lagið frumsýnt um leið. Albumm 2. júlí 2022 14:30
Finnst ekkert skemmtilegra en fáránlegar keppnir og áskoranir Glódís Guðgeirsdóttir er 28 ára gamall lífskúnstner, jarðfræðingur, fimleikastelpa, móðir, vinkona og ýmislegt annað og lýsir sjálfri sér sem ofsalegri stemningskonu. Hún elskar góðan kaffibolla og kvöldsund og passar sig að fara reglulega út fyrir þægindarammann. Glódís er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 2. júlí 2022 11:31
Adele sneri aftur eftir fimm ára hlé Söngkonan Adele söng í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur í fimm ár í gær. 65 þúsund manns hlustuðu á hana syngja í Hyde Park í London. Lífið 2. júlí 2022 09:52
Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. Lífið 1. júlí 2022 14:30
Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. Lífið 1. júlí 2022 10:31
Sonur Mick Jagger fjárfestir í Overtune Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti rúmum tuttugu milljónum króna í íslenska sprotafyrirtækið Overtune. Whynow er rekið af Gabriel Jagger sem er sonur Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. OverTune er rekið af Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Jasoni Daða Guðjónssyni og Pétri Eggerz Péturssyni. Viðskipti innlent 1. júlí 2022 10:15
„Við eigum að styðja hver aðra, ekki draga niður“ „Það var eins og við höfðum alltaf verið vinkonur,“ segir söngkonan Gréta Karen í viðtali við Vísi þegar hún lýsir fyrstu kynnum hennar og Svölu Björgvins. Lífið 30. júní 2022 13:33
Tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Melrakki eftir tónlistarmanninn Ara Árelíus. Myndbandinu er leikstýrt af Elínu Ramette, Inga Höskuldsdóttir sá um brúðugerð og hönnun og Sól Hansdóttir er listrænn stjórnandi. Tónlist 30. júní 2022 12:30
Travis Barker með brisbólgu Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182 og nýbakaður eiginmaður Kourtney Kardashian, liggur nú inni á spítala með brisbólgu. Lífið 29. júní 2022 21:11
„Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“ Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. Lífið 29. júní 2022 21:00
Halda afmælistónleika á Ingólfstorgi á laugardag Fyrirtækið Travelshift býður í tíu ára afmælistónleika á Ingólfstorgi næstkomandi laugardagskvöld. Tónleikarnir eru opnir öllum en Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og nýstirnið Gugusar koma fram og skemmta viðstöddum. Tónlist 29. júní 2022 15:31
„Ég sjálf er mjög viðkvæm fyrir því hvað ég býð skynfærunum mínum upp á“ Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal gaf út plötuna „The Unicorn Experience“ sem er búin til fyrir þá sem nota tónlist markvisst til að hafa áhrif á eigin líðan. Platan inniheldur fjögur lög sem saman mynda eina heild. Lífið 29. júní 2022 11:31
Eltihrellir rauf nálgunarbann og braust inn á heimili Ariönu Grande Aharon Brown sem áður hefur verið handtekinn fyrir að sitja um Ariönu Grande braust inn á heimili hennar á 29 ára afmælisdegi söngkonunnar. Lífið 29. júní 2022 10:37
Kanye West hannar nýjar umbúðir fyrir McDonalds Tónlistarmaðurinn Kanye West, hefur í samstarfi við hönnuðinn Naoto Fukasawa, endurhannað umbúðir fyrir skyndibitakeðjuna McDonalds. Tíska og hönnun 28. júní 2022 16:20
LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. Menning 28. júní 2022 15:01
Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. Tónlist 28. júní 2022 13:08
Heldur stærstu tónleika sumarsins komin 35 vikur á leið Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ólafs, er ein af skipuleggjendunum bak við tónleika breska rapparans Skepta í Valshöllinni 1. júlí næstkomandi. Ekki nóg með að halda eina stærstu tónleika sumarsins heldur verður Sigga komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram. Lífið 26. júní 2022 07:36
Tónlistarunnendur orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð Söngkonan Klara Elias situr í fimmta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og hefur hækkað sig um tólf sæti frá því í síðustu viku. Nú eru tæpar fimm vikur í Þjóðhátíð og út frá hækkandi vinsældum lagsins má gera ráð fyrir því að tónlistarunnendur séu orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð. Tónlist 25. júní 2022 16:01
„Ég leyfi mér að dreyma“ Leikkonan og lífskúnstnerinn Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir sköpunargleði sína í íslensku samfélagi, meðal annars með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins og í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Vitjanir. Katla leyfir sér að dreyma, reynir alltaf að hafa eitthvað að gera og reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi. Katla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 25. júní 2022 11:30