Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum þegar hann ók um Öxnadalinn á þriðjudagskvöld. Klæðing á veginum húðaðist utan um dekkin hans. Ökumaðurinn segir veginn á svæðinu oft vera í ansi slæmu standi. 9.11.2024 17:07
Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Í dag hefst átak þar sem Einar Hansberg Árnason hyggst framkvæma röð krefjandi æfinga samtals 500 sinnum, dag og nótt í heila viku. Einar vill með þessu vekja athygli á sjálfsvígstíðni og mikilvægri starfsemi Píeta samtakanna. 9.11.2024 15:47
Lögreglan bannaði bjór á B5 Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku. 9.11.2024 15:37
Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa á leikskólum Hafnarfjarðar greiða ný atkvæði um verkfall. Verði tillagan samþykkt fara starfsmenn í verkfall í tvo sólarhringa á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember. 9.11.2024 15:20
Nammimaðurinn er allur Bandaríski leikarinn Tony Todd er látinn, 69 ára að aldri. Todd er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Nammimaðurinn í hryllingsmyndunum Candyman. 9.11.2024 15:02
Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Guðmundur Tómas Sigurðsson er nýr flugrekstrarstjóri Icelandair. Hann tekur við starfinu af Hauki Reynissyni sem ætlar að snúa aftur í flugstjórnarklefann. 9.11.2024 13:44
Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið. 9.11.2024 12:00
Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Karlmaður á níræðisaldri var handtekinn í bænum Owatonna í Minnesota á fimmtudag, grunaður um að hafa orðið 25 ára konu að bana fyrir fimmtíu árum síðan. 9.11.2024 10:05
Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. 8.11.2024 14:38
E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3.11.2024 20:03