Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20.11.2024 08:01
Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Ekið var á sex kindur í Öræfasveit í gær. Þetta staðfestir Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. 19.11.2024 12:29
Kosningafundur um jafnréttismál Kvennaár 2025 boðar til opins kosningafundar um jafnréttismál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og stendur yfir til klukkan hálftvö. 19.11.2024 11:33
Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19.11.2024 11:24
Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Starfshópur um stöðu og tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar hér á landi mun halda kynningu á niðurstöðum sínum í dag klukkan 10:40. 19.11.2024 10:01
Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Félagið X20 Lausnir ehf. hefur verið gert að greiða hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt vegna fullyrðinga sem birtust á vefsíðunni lifsbylgja.is. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave. 18.11.2024 16:38
Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Karlmaður hefur hlotið 45 daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að fremja líkamsárás og eignaspjöll á Selfossi í september 2022. 18.11.2024 15:13
Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Bílar sem lentu í árekstri í gærkvöldi á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastalundi skullu saman úr gagnstæðri átt. 18.11.2024 11:04
Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Sósíalistar fá fjóra menn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu. En Vinstri grænir myndu hins vegar ekki ná manni inn. 15.11.2024 00:08
KS við það að kaupa B. Jensen Kaupfélag Skagfirðinga er sagt í þann mund að kaupa B. Jensen. 14.11.2024 22:58