Tölvuárásir

Fréttamynd

Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna

Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hakkari reyndi að eitra fyrir heilli borg

Embættis- og löggæslumenn í Pinellassýslu í Flórída í Bandaríkjunum tilkynntu í kvöld að hakkari hefði náð stjórn á tölvukerfi vatnshreinsistöð borgarinnar Oldsmar og reynt að eitra fyrir borgarbúum.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­gjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvu­á­rás

Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á.

Erlent
Fréttamynd

Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu

Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað.

Erlent
Fréttamynd

Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni

Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast.

Erlent
Fréttamynd

Rússar neita ásökunum um tölvuárásir á Ólympíuleika

Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“

Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu.

Erlent
Fréttamynd

Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi

Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldinn í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Þrjótar komust í einkaskilaboð í innbrotinu hjá Twitter

Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot

Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana.

Erlent