Fangelsismál

Fréttamynd

Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst um­bóta

Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið.

Innlent
Fréttamynd

Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni

Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

„Í fangelsi eins og á Litla-Hrauni gerist allt“

Fjórir menn sem hafa afplánað dóma á Íslandi segja allt aðra menningu ríkja innan veggja fangelsis í dag heldur en fyrir nokkrum árum. Harka hafi aukist til muna meðal yngri kynslóðarinnar og það að sitja inni þyki ekki tiltökumál. Þeir lýsa Litla-Hrauni sem leikskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Stór hópur fanga sem ekki treystir stofnunum

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi segir það mikið gleðiefni að félagið hafi fengið rekstrarleyfi frá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) til að sinna félagslegri ráðgjöf.

Innlent
Fréttamynd

Vist­maður á fangelsinu Sogni fannst látinn

Vistmaður á fangelsinu Sogni í Ölfusi fannst látinn seint síðastliðið fimmtudagskvöld. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þrátt fyrir það rannsakar lögregla málið. Þetta staðfestir Páll E. Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun til dóms­mála­ráð­herra

Umræða um heildarstefnu á sviði fangelsismála á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum og mánuðum og sú aukna athygli sem málaflokkurinn hefur fengið er löngu tímabær og þörf.

Skoðun
Fréttamynd

Nota garðslöngu sem sturtu og sofa á mygluðum dýnum

Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að taka sam­fanga háls­taki

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann, sem afplánaði dóm á Sogni, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á samfanga sinn með því að taka hann hálstaki og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Fangar í mygluðu hús­næði í Reykja­nes­bæ

Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­boða­vinna Af­stöðu fyrir stjórn­völd

Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ætlar lands­stjórnin að taka mark á Ríkis­endur­skoðun?

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sína til Alþingis um rekstur Fangelsismálastofnunar. Skýrslan ber heitið „Aðbúnaður – endurhæfing – árangur“ en gæti fullt eins heitið „Illur aðbúnaður – götótt endurhæfing – slakur árangur“. Skýrslan er áfellisdómur yfir rekstri Fangelsismálastofnunar.

Skoðun
Fréttamynd

„Mín á­byrgð er tals­verð“

Meiriháttar athugasemdir eru gerðar við íslenskt fullnustukerfi í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Staða húsnæðismála á Litla-Hrauni sé grafalvarleg og ógni heilsu starfsfólks og fanga. Brýnt sé að ráðast í viðhald á meðan framkvæmdir við nýtt fangelsi standi yfir. Fangelsismálastjóri segist lítið geta gert meðan fjármagn skortir. 

Innlent
Fréttamynd

Fangelsiskerfið ekki rekið með skil­virkni eða árangri

Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar.

Innlent