Bretland

Fréttamynd

Hundruð eyjaskeggja komast ekki til Íslands

Hundruð íbúa á Ermarsundseyjum, sem áttu bókaðar ferðir til Íslands frá Jersey, sitja eftir með sárt ennið eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break, sem bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, hætti rekstri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bílaframleiðsla í Bretlandi féll um 20%

Framleiðsla bíla í Bretlandi, sem hefur verið í miklum blóma á undanförnum árum, er nú mjög á undanhaldi og féll um heil 20% á fyrri helmingi þessa árs borið saman við sama tíma í fyrra. Júní var þrettándi mánuðurinn í röð sem bílaframleiðsla minnkar í Bretlandi.

Bílar
Fréttamynd

Brexit er Íslandi þungt

Breska blaðið Financial Times segir Ísland í sjötta sæti landa sem verða fyrir mestum áhrifum af Brexit. Bretar undirbúa nú útgöngu án samnings við ESB.

Innlent
Fréttamynd

Vill að kynfaðir sinn verði sóttur til saka

Kona sem segist hafa fæðst í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað DNA-erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem "gangandi glæpavettvangi“.

Erlent
Fréttamynd

Drengurinn er franskur ferðamaður

Sex ára drengurinn sem var hent niður af tíundu hæð á Tate Modern listasafninu í gær er franskur ferðamaður. Hann var á ferðalagi um Bretland með fjölskyldu sinni að sögn lögreglunnar í Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðum á Heathrow frestað

Verkfalli starfsmanna Heathrow flugvallar í Lundúnum sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað. Um 2500 starfsmenn vallarins höfðu samþykkt að leggja niður störf á morgun og þriðjudag til að knýja fram launahækkun.

Erlent