Rússland

Fréttamynd

Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki

Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu

Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum.

Erlent
Fréttamynd

Lík­legt að á­rásirnar haldi á­fram

Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 

Innlent
Fréttamynd

Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

„Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“

Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut.

Erlent
Fréttamynd

Ein um­fangs­mesta á­rásin á Kænu­garð hingað til

Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin vilja koma að tjóna­skrá Evrópu­ráðsins

Banda­ríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðu­búin til þess að taka þátt í því að koma á sér­stakri tjóna­skrá sem kynnt verður á leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins í Reykja­vík í vikunni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá banda­rískum yfir­völdum.

Innlent
Fréttamynd

Send­a Úkra­ín­u­mönn­um einn­ig lang­dræg­a drón­a

Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður.

Erlent
Fréttamynd

Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut

Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri.

Erlent
Fréttamynd

Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu

Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Sel­ensk­í seg­ir Úkra­ín­u­menn þurf­a meir­i tíma

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri.

Erlent
Fréttamynd

Leggja til að Pus­sy Riot-liðar fái ríkis­borgara­rétt

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi.

Erlent
Fréttamynd

Friðurinn úti hjá MÍR

Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug.

Innlent
Fréttamynd

Hótar að draga Wagner-liða frá Bak­hmút

Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn.

Erlent