Slökkvilið

Fréttamynd

Tveir á slysa­deild í kjöl­far bruna á Stuðlum

Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsleki í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðar nú Veitur við að dæla upp vatni sem lekur í Skeifunni í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Mikið tjón eftir að her­bergið fylltist af vatni

Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“.

Innlent
Fréttamynd

Þorði ekki að hringja í lög­regluna eftir að hafa kveikt í sumar­bú­stað

Tveir táningspiltar voru á rúntinum skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúarmánuði árið 2020. Ökumaðurinn var búinn að drekka nokkra bjóra og klessti bílinn. Það var skítakuldi úti og piltarnir fóru inn um glugga á sumarbústað skammt frá. Þar fóru þeir að brjóta og bramla. Annar þeirra, sá sem hafði ekið bílnum, kveikti í pappír, setti inn í skáp og lokaði. Síðan gengu þeir á brott, en á meðan brann bústaðurinn til kaldra kola.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur á Eyrarbakkavegi

Tveggja bíla árekstur varð á Eyrarbakkavegi í Árnessýslu um hálfþrjúleytið í dag. Svo virðist sem engin alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

„Hann hverfur ofan í jörðina“

Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum.

Innlent
Fréttamynd

Bif­reið í ljósum logum við Stuðlaháls

Eldur kom upp í fólksbíl við Stuðlaháls í Árbænum í Reykjavík um klukkan 21:45 í kvöld. Engan sakaði í eldsvoðanum en ökumaður var í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólkið slegið eftir brunann

Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið.

Innlent
Fréttamynd

Funda með Vega­gerðinni um Vest­fjarða­göng

Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. 

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í út frá kerti á svölum

Fjórir gistu í fangageymslum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 82 mál skráð í dagbók lögreglunnar frá klukkan 17 til fimm í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­liðinu sigað á grunlausa grillara

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu stóð í ströngu í gær og voru sjúkrabílar kallaðir út 120 sinnum frá morgni föstudags til laugardagsmorguns. Einn dælubíll fór erindisleysu í Kópavoginn.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í Grafar­vogi

Eldur kom upp í húsnæði í Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík í dag. Starfsmönnum á vettvangi tókst að slökkva eldinn og svo kom slökkvilið og er að reykræsta húsnæðið.

Innlent
Fréttamynd

Einn slasaður í al­var­legu vinnu­slysi í Urriðaholti

Einn var fluttur á slysadeild síðdegis í dag vegna alvarlegs vinnuslyss í Urriðaholti í Garðabæ. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu um klukkan fjögur. Viðbragðsaðilar hafi farið beint á vettvang.

Innlent