Ástralía

Fréttamynd

Sat inni í tuttugu ár fyrir að myrða börn sín en dómurinn ó­giltur

Hæstiréttur Nýja Suður-Wales í Ástralíu hefur ógilt þrjátíu ára fangelsisdóm Kathleen Folbigg, sem afplánaði tuttugu ár af dómnum áður en hún var náðuð í sumar. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. Hæstiréttur taldi sönnunargögn sem notuð voru í máli hennar óáreiðanleg.

Erlent
Fréttamynd

Banna ein­nota raf­rettur

Ástralar stefna að því að banna einnota rafrettur á næsta ári. Fjöldi ungs fólks sem notar rafrettur heldur áfram að aukast. 

Erlent
Fréttamynd

A WEIRD timing

Over the recent weeks, several leaders from the WEIRD (White/Western, Educated, Industrialized, Rich, and Developed/Democratic) world have expressed criticism for Israel's indiscriminate attacks in the occupied Palestinian territory (oPt).

Skoðun
Fréttamynd

Festi magnað samstuð við hval á filmu

Maður komst í hann krappan undan ströndum Ástralíu í morgun þegar hann lenti undir hnúfubak. Hinn 55 ára gamli Jason Breen var á svokölluðu vængbretti þegar ungur hnúfubakur stökk upp úr sjónum og beint á hann.

Lífið
Fréttamynd

Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli

Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt.

Erlent
Fréttamynd

Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir hug­myndir Goog­le að­för að höfunda­réttinum

Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita.

Erlent
Fréttamynd

Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu

Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin.

Fótbolti
Fréttamynd

Rússar skutu eldflaugum á Kherson í dag

Rússar héldu áfram loftárásum á borgir í suðurhluta Úkraínu í dag. Flugskeyti hæfðu skrifstofubyggingu miðborg Kherson sem Rússar höfðu hertekið en var stökkt á flótta þaðan í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Lionel Messi aldrei verið sneggri að skora en í dag

Lionel Messi, sem fagnar 36 ára afmæli sínu eftir níu daga, er greinilega ekki dauður úr öllum æðum enn. Í vináttulandsleik Argentínu og Ástralíu sem fram fór fyrr í dag skoraði hann eftir aðeins 81 sekúndu leik, og hefur aldrei verið sneggri að koma boltanum í markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ástralir stöðva byggingu á nýju sendi­ráði Rússa

Ástralska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp sem felur í sér að framkvæmdir á nýju sendiráði Rússa í grennd við þinghúsið í áströlsku höfuðborginni Canberra séu stöðvaðar. Er þar vísað til öryggissjónarmiða.

Erlent
Fréttamynd

Kvenkyns yfirmaður á skrifstofunni í fyrsta skipti

Áströlsk endurgerð á bresku seríunni The Office er á leiðinni en hún verður sú fyrsta þar sem yfirmaðurinn verður kona. Ricky Gervais sem lék yfirmanninn David Brent eftirminnilega í upprunalegu útgáfunni hefur lýst yfir ánægju sinni með endurgerðina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Táningar gáfu sig fram við lögreglu vegna eldsins í Sidney

Tveir þrettán ára táningar hafa gefið sig fram við lögreglu í Sidney í Ástralíu vegna sögufrægs húss sem varð eld að bráð í gær. Lögreglan hafði áður sagt að hópur ungmenna hefði sést hlaupa frá byggingunni skömmu áður en hún stóð í ljósum logum.

Erlent
Fréttamynd

Óðagot þegar alelda hús hrundi

Þúsundir íbúa Sydney horfðu á sjö hæða sögufræga byggingu í viðskiptahverfi borgarinnar verða eldhafi að bráð í dag. Eldurinn kviknaði um fjögur leytið að degi til (að staðartíma) og varð fljótt alelda.

Erlent
Fréttamynd

Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin

Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi.

Erlent