Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Gerum skipti­stöðina í Mjódd betri

Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðin til betri lífs­kjara og vel­ferðar

Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald.

Skoðun
Fréttamynd

Aukinn kraftur með hækkandi sól

Páskafrí er í loftinu, fermingar og hið séríslenska “páskahret” örugglega í veðurkortunum, þó við værum öll fegin að losna við það. Þetta eru ákveðnir vorboðar, líkt og lóan, sem er komin aftur og ekki má gleyma holótta malbikinu, sandinum á gangstéttum eða brotnum kantsteinum eftir veturinn. Það er þó allt til bóta með hækkandi sól.

Skoðun
Fréttamynd

Sveinn hlaut gull­merki Heim­dallar

Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félagsins á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Guð­finnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum

Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki brenni­merkja börn!

Það er mik­il­vægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvæn­legt að mæta öðrum börn­um þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafn­ræðis og góðs at­læt­is og að skól­inn verði ekki jarðsprengju­svæði mis­mun­un­ar og einelt­is.

Skoðun
Fréttamynd

Léttir að komast úr eitruðu um­hverfi minni­hlutans

Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað.

Innlent
Fréttamynd

Að gefnu til­efni vegna um­mæla bæjar­full­trúa D-listans í Hvera­gerði

Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi.

Skoðun
Fréttamynd

Kyn­færin skorin af konum

Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin slær ryki í augu al­mennings

Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum.Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Segir full­trúa minni­hlutans vega illa að Geir

Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Naglarnir raðist í líkistu ríkis­stjórnarinnar

„Þetta er orðið þreytt ástand. Þetta er einhvern veginn eins og Weekend at Bernie´s, þegar þeir drösluðust með lík heila helgi. Ríkisstjórnin er löngu dauð en einhvern veginn skröltir hún áfram,“ dæsir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Hann er að öðru leyti hress og segir hamingjuna eiga heimilisfesti í Flóanum.

Innlent
Fréttamynd

„Ljóst að hann réð ekki við verk­efnið“

Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Fíknisjúkdómar

Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni.

Skoðun
Fréttamynd

„Sjálfgræðismenn“ vilji koma Lands­bankanum í hendur auð­manna

Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir „sjálfgræðismenn“ í Sjálfstæðisflokknum hafa önnur áform en að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Pólitískt upphlaup Sjálfstæðismanna vegna kaupa Landsbankans á TM sé vegna þessa áforma.

Innlent
Fréttamynd

Kjara­samningar, gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir, Sjálf­stæðis­flokkurinn og Hafnar­fjörður

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar þing­menn um að nota ís­lenskuna sem vopn gegn út­lendingum

Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum á­form um mis­notkun ís­lenskunnar!

Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla.

Skoðun
Fréttamynd

Frum­hlaup Sjálf­stæðis­manna í héraði?

Við gleðjumst flest yfir því að stórir hópar launafólks á almennum vinnumarkaði hafi skrifað undir kjarasamninga til næstu fjögurra ára með aðkomu aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Skoðun
Fréttamynd

„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði nei­kvæð á­hrif á vinnumarkaðssátt

Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­­vænt upp­­hlaup Sjálf­stæðis­fólks“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“

Innlent
Fréttamynd

Satt um skatta Sjallana

Það er vel skiljanlegt að það þyki ekki góð leið fyrir stjórnarandstöðuflokka til að auka fylgi sitt að viðurkenna fúslega að leiðir Sjálfstæðisflokksins hafi reynst heilladrýgsta leiðin fyrir venjulegt launafólk og samfélagið allt til að bæta kjör og lífsgæði.

Skoðun