Seðlabankinn

Fréttamynd

Vildi einn lækka stýri­vexti

Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á von á meiri er­lendri fjár­festingu í ríkis­bréf ef vaxta­munurinn „þrengist ekki“

Þrátt fyrir tugmilljarða innflæði fjármagns í íslensk ríkisskuldabréf síðustu mánuði þá hefði mátt reikna með að það yrði enn meira frá því að vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, en fá dæmi eru um vestræn ríki þar sem skuldabréfafjárfestar geta komist í jafn háa vexti. Ef vaxtamunur Íslands við útlönd minnkar ekki að ráði er líklegt að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum hér á landi, sem er umtalsvert minni borið saman við önnur þróuð hagkerfi, muni halda áfram að aukast.

Innherji
Fréttamynd

Fer úr fjár­mála­eftir­lits­nefnd eftir að AGS varaði við hættu á pólitískum þrýstingi

Skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem hefur setið í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans allt frá því að hún tók fyrst til starfa fyrir meira en fjórum árum, hefur beðist lausnar en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði á liðnu ári alvarlegar athugasemdir við að fulltrúi frá ráðuneytinu væri í hópi nefndarmanna. Ráðherra hefur núna skipað Ernu Hjaltested, yfirlögfræðing Isavia, í hennar stað í fjármálaeftirlitsnefndina.

Innherji
Fréttamynd

Verkfallsað­gerðir breið­fylkingarinnar yrðu sam­ræmdar

Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Ljóst sé að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki og vonandi verði hægt að ganga til samninga á ný sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Ás­geir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðla­bankanum

Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans.

Innlent
Fréttamynd

Inn­flæði í ríkis­bréf knúði Seðla­bankann í nærri tíu milljarða gjald­eyris­kaup

Á fyrstu vikum ársins hafa erlendir fjárfestar bætt við stöðu sína í löngum ríkisbréfum fyrir að lágmarki vel á annan tug milljarða króna. Seðlabankinn réðst í umfangsmikil gjaldeyriskaup síðastliðinn föstudag, þau fyrstu í meira en tuttugu mánuði, til að mæta miklu fjármagnsinnflæði þegar erlendur sjóður keypti stóran hluta alls útboðs ríkisins á óverðtryggðum bréfum.

Innherji
Fréttamynd

Segist treysta sér til að lifa á laununum sem SA býður breiðfylkingunni

Ríkissáttasemjari hyggst ekki boða breiðfylkingu stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins til fundar innan tveggja vikna nema hann finni fyrir vilja hjá þeim til að ræða málin. Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA síðdegis í gær. Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að gera það að skilyrði í kjarasamningum að Seðlabanki Íslands lækki hjá sér stýrivexti.

Innlent
Fréttamynd

Þróunin í ferða­þjónustu á næstunni er „einn helsti á­hættu­þátturinn“

Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.

Innherji
Fréttamynd

Róðurinn að þyngjast í kjara­við­ræðunum

Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast.

Innlent
Fréttamynd

Varar við „sterkri inn­spýtingu“ frá stjórn­völdum við gerð kjara­samninga

Kröfur breiðfylkingar stærstu verkalýðsfélaga landsins um myndarlega aðkomu stjórnvalda við gerð kjarasamninga með því að stórauka ýmsar bætur í tilfærslukerfunum væru til þess fallnar að ýta undir verðbólgu, rétt eins og miklar launahækkanir, og það er „mikilvægt“ að samningaaðilar geri sér grein fyrir því, að sögn seðlabankastjóra. Hann segir Seðlabankann vera „mjög meðvitaðan“ um að ört hækkandi raunvaxtastig kunni á ákveðnum tímapunkti vera farið að valda meiri skaða en ávinningi.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­bankinn hækkar raun­vexti

Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri segir allt á réttri leið

Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra. Seðlabankinn fylgist grannt með framgangi kjaraviðræðna og ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum.

Innlent
Fréttamynd

Vextir haldast ó­breyttir en spennan fer minnkandi og verð­bólgu­horfur batna

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila, en í yfirlýsingu nefndarinnar er sagt að vísbendingar séu um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var reiknað með. Háir vextir séu farnir að bíta sem endurspeglast í minnkandi spennu og batnandi verðbólguhorfum.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­bankinn heldur stýri­vöxtum ó­breyttum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent eins og þeir hafa verið síðan í ágúst þegar þeir voru hækkaðir um hálft prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjöld greiðslu­korta er­lendis hækkuðu um 38 prósent

Þjónustugjöld af greiðslukortanotkun íslenskra heimila erlendis námu um 4,7 milljörðum króna og þar af greiddu heimilin um 4,4 milljarða króna í gengisálag á árinu 2022. Þegar íslenskum krónum er skipt í erlendan gjaldeyri er greitt ákveðið gjald. Að raunvirði hækkuðu gjöld greiðslukorta um 38 prósent frá árinu á undan sem skýrist að nokkru leyti af meiri neyslu erlendis en einnig af almennri hækkun gjalda.

Innherji
Fréttamynd

Bankinn mun vilja „bíða og sjá“ og heldur vöxtum ó­breyttum þriðja fundinn í röð

Margt hefur fallið með peningastefnunefnd Seðlabankans frá síðustu ákvörðun, sem endurspeglast í vísbendingum um hratt kólnandi hagkerfi og lækkandi verðbólgu- og verðbólguvæntingum, en vegna óvissu um lyktir kjarasamninga og áhrifin á ríkissjóð vegna jarðhræringana á Reykjanesi mun nefndin vilja „bíða og sjá“ og heldur því vöxtum óbreyttum í vikunni, að mati mikils meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Sumir telja hins vegar enga ástæðu til að bíða með að hefja vaxtalækkunarferlið enda sé raunvaxtastigið búið að hækka „verulega umfram“ það sem Seðlabankinn hafi reiknað með.

Innherji
Fréttamynd

Er við­snúningur á hús­næðis­markaði í kortunum?

Um mitt ár 2022 hækkaði peningastefnunefnd vexti kröftuglega og þrengdi lánþegaskilyrði og óhætt er að segja að aðgerðirnar hafi slakað verulega á yfirspenntum húsnæðismarkaðnum. Árstaktur húsnæðisverðs að raunvirðir hrapaði úr 17% hækkun niður í 6% lækkun núna í haust. Undir lok síðasta árs komu hins vegar fram vísbendingar um viðsnúning og nýbirtar verðbólgutölur benda sterklega til að í janúar hafi raunverðslækkanakaflanum lokið, að minnsta kosti um stundar sakir.

Umræðan