Miðflokkurinn

Fréttamynd

Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið

Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda.

Innlent
Fréttamynd

Stefna stjórnar (og stjórnar­and­stöðu) í hælis­leit­enda­málum

Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin.

Skoðun
Fréttamynd

Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi

Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi.

Innlent
Fréttamynd

Vill senda flótta­­fólk til Rúanda

Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 

Innlent
Fréttamynd

Ef lög Vatna­jökuls­þjóð­garðs væru bygginga­reglu­gerðir

Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn missir fjögur prósent milli mánaða

Framsóknarflokkurinn mælist með 15,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem framkvæmd var dagana 16. til 27. september. Flokkurinn var með 19,6 prósent í ágúst en tapaða fylgið virðist dreifast á Samfylkinguna, Viðreisn og Vinstri græna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar

Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim.

Innlent
Fréttamynd

Í­búa­fundur í Ráð­húsinu

Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál.

Skoðun
Fréttamynd

Góðir íþróttamenn fara í boltann en ekki manninn

Í fjármálahruninu 2008 stóðum við hjónin í húsbyggingu og fór framkvæmdin í hægagang en þó tókst að lokum að ljúka verkinu og fluttum við inn haustið 2009. Þetta voru erfiðir tímar fyrir húsbyggjendur sem aðra og stjórnmálamönnum voru vægast sagt mislagðar hendur í þessu ástandi og engin skýr lausn í kortunum. 

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land fram­tíðar

Í annað sinn á skömmum tíma er hafið eldgos á Reykjanesskaga. Svo virðist sem staðsetning gossins sé heppileg að því leyti að mannvirkjum eða fólki stafar ekki bráð hætta af því. Í framhaldinu og reyndar allt frá fyrra Fagradalsfjallsgosi hafa verið uppi vangaveltur ýmissa aðila um öryggi vega að Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvelli og öðrum byggðum ásamt öruggi innviða á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hæ, [verð­bólgu]bálið brennur, bjarma á kinnar slær

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Um helgina munu samt sem áður margir landsmenn fá að njóta þeirra forréttinda að ylja sér fyrir framan hina ýmsu elda, sem kveiktir verða til skemmtunar. Og nú síðsumars og fram eftir hausti mun forréttindafólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands fá að njóta þess að takast á við afleiðingar sinna sjálfsíkveikjuelda.

Skoðun
Fréttamynd

Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum

Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Landsbyggðarskattar og leigubílafrumvarp

Júlímánuður hefur lengi verið kenndur við gúrkutíð í fjölmiðlum. Í því skjóli hafa ríkistjórnir löngum skákað og sloppið furðuvel frá málum sem á góðum degi á Alþingi, hefðu landað nokkrum munnlegum fyrirspurnum eða skarkala í störfum þingsins. Sá mánuður sem nú er enn ekki hálfnaður hefur verið býsna „gjöfull“ að þessu leyti.

Skoðun
Fréttamynd

Af fæðingarhreppum og Kúbu norðursins

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar (26. tbl.) er að finna grein eftir Dr. Gylfa Magnússon, prófessor og fyrrverandi ráðherra, um samsetningu þjóðarinnar og fleira því tengt. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofu Íslands voru íbúar hér á landi 368.792 þann 1. janúar 2021. Þar af voru 51.333 erlendir ríkisborgarar. Gylfi gerir að umfjöllunarefni að þau sem hafa erlent ríkisfang séu útilokuð frá þátttöku í stjórnmálum á landsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Áhrifafólk í Mið­flokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði

Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur grafi undan réttinda­bar­áttu með slóttugum að­ferðum

Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga af mannavöldum

Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við.

Skoðun
Fréttamynd

Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni.

Innlent