Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Sviptingar hjá Pírötum, sárir kennarar og ó­venju­leg verð­hækkun

Línur eru farnar að skýrast í framboðsmálum flokkanna fyrir kosningar og brátt fer að verða ljóst hverjir munu berjast um sæti á Alþingi Íslendinga. Sviptingar eru á lista Pírata sem kynntu niðurstöður prófkjörs síðdegis í dag. Við verðum í beinni frá prófkjörsfögnuði Pírata og heyrum frambjóðendum.

Innlent
Fréttamynd

Ný könnun, frægir á þing og Ís­lands­met í aug­sýn

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vill þjóðin sjá formenn flokka sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn leiða þá næstu. Við förum yfir glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þau sem flestir vilja sjá í embættinu – og fæstir.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­laus ras­ismi og spenna í Kraganum

Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.  

Innlent
Fréttamynd

Hinsti fundur ríkis­stjórnar og upp­stokkun hjá Play

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna fundaði í síðasta skipti nú síðdegis, þar sem tilkynnt var að forsætisráðherra og fjármálaráðherra taki við ráðuneytum fráfarandi ráðherra Vinstri grænna. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Hver er fram­tíð ríkis­stjórnarinnar?

Engin niðurstaða fékkst á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í skyndi í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu og spáum í stöðu og framtíð ríkisstjórnarinnar, sem er þrungin óvissu. Við ræðum við formann Sjálfstæðisflokksins og fáum Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í myndver.

Innlent
Fréttamynd

Kvíðin í að­draganda ham­fara og spenna í þing­heimi

Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Íslending á hættusvæði sem segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega.

Innlent
Fréttamynd

Leynd yfir að­gerðum kennara og í beinni frá höllinni

Skæruverkföll eru fram undan í átta skólum samþykki kennarar verkfall í atkvæðagreiðslu sem er hafin. Ekki hefur verið gefið upp í hvaða skólum kennarar hyggjast leggja niður störf en formaður Kennarasambands Íslands mætir í myndver og segir frá fyrirhuguðum aðgerðum og stöðu deilunnar í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Nýjustu vendingar í Ísrael og bróðir í sárum

Íran skaut nú síðdegis eldflaugum að Ísrael. Neyðarástandi var lýst yfir í Ísrael og loftvarnarlúðrar ómuðu í helstu borgum. Svo virðist sem hættan sé liðin hjá í bili. Við förum yfir nýjustu vendingar fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2, sýnum myndir frá loftárás Írana og rýnum í stöðuna með Samúel Karli Ólasyni, fréttamanni.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­þrota móðir, um­töluð rann­sókn og skiltaþjófnaður

Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir galið að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi hann komist í kynni við eldri stráka í mun verri málum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við móðurina sem segir engin úrræði í boði fyrir drenginn sinn.

Innlent