Eldri borgarar

Fréttamynd

Jóhann er 83 ára og sjóðandi heitur á Tinder

Þeir Jóhann Scheihter og Einar Baldvin Brimar bjuggu saman í íbúð í þrjá daga síðasta sumar. Jóhann er fæddur árið 1940 og starfar sem leiðsögumaður. Einar Baldvin er 25 ára heimsspeki- og laganemi, og þjálfar einnig ungt fólk í fótbolta.

Lífið
Fréttamynd

„Við báðum um lítinn púða en fengum Teslu“

Karlmanni með heilabilunarsjúkdóminn Lewy body hefur þrisvar sinnum verið synjað af Sjúkratryggingum Íslands um að fá niðurgreiddan sérstakan stuðningspúða. Púðinn kostar rúmar 180 þúsund krónur. Á endanum fékk maðurinn styrk fyrir sérstökum hjólastól í staðinn. Sá kostar rúmar 790 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Vald­níðsla fram­kvæmda­valdsins!

Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt.

Skoðun
Fréttamynd

Síminn vanda­mál en unnið að lausn

Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Út­skrifaðist með áttundu há­skóla­gráðuna 74 ára gömul

Kristín Thorberg útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Kristín fagnar 75 ára afmæli sínu á næstunni og lögfræðigráðan var hennar áttunda háskólagráða. Hún er hvergi nærri hætt.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að vera í símanum

Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum.

Innlent
Fréttamynd

Besta heilsu­fars­lega á­kvörðun sem ég hef tekið

Óhætt er að segja að Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir sé lífsglöð og geislandi. Hún hefur alla tíð verið að dugleg að hreyfa sig og lætur aldurinn ekki draga úr þeirri löngun. Sem fyrr nýtur hún þess að synda, dansa og stunda golf og ræktar innri anda með að syngja í kór. Hún er í góðu formi og þakkar reglubundnum æfingum hjá Osteostrong fyrir aukinn styrk, betri vöðvamassa, bætta líkamsstöðu og síðast en ekki síst verkjaleysi í stoðkerfi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég veit fyrir víst að ég fer ekki sömu leið og mamma“

„Ég vil fara með reisn, ef ég fæ þá sjúkdóma sem elsku mamma greindist með þá vil ég fá að stimpla mig út áður en það kemur að því að leggjast inn á stofnun þar sem ég missi allan rétt til samfélagsins,“ segir Sonja Karlsdóttir en hún gagnrýnir harðlega þá meðhöndlun sem Helga Magnea Magnúsdóttir, móðir hennar fékk á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu á Nesvöllum. Segir hún móður sína hafa sætt mikilli vanrækslu og í endann hafi hún verið í sett í lífslokameðferð án vitundar aðstandenda. Aðstæðurnar á hjúkrunarheimilinu hafi verið nöturlegar og niðurdrepandi.

Innlent
Fréttamynd

Allt annað líf fyrir eldra fólk

Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan.

Skoðun
Fréttamynd

Eiga eldri borgarar að vera horn­rekur?

Almenna markmið LEB er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðinum eru margar og orðræðan oft villandi.

Skoðun
Fréttamynd

Á ríkið að vera stærsti elli­líf­eyris­þeginn?

Þegar ég var ung var ellin svo órafjarri , reyndar voru allir yfir þrítugt gamlir í mínum augum. Og fólk yfir sjötugt hlyti að vera best geymt í kirkjugarðinum. Svo leið tíminn á örskotshraða og nú er ég fyrir löngu í komin í þennan stóran og ört stækkandi hóp eldra fólks og er enn lifandi.

Skoðun
Fréttamynd

Á eldra fólk að hafa það skítt?

„Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta.

Skoðun
Fréttamynd

Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk

Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í.

Skoðun
Fréttamynd

Stór orð en ekkert fjár­magn

Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn.

Skoðun
Fréttamynd

Manstu ekki eftir mér?

„Manstu ekki eftir mér? Mikið lítur vel út beibí frábært hár. Manstu ekki eftir mér? Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt!

Skoðun