Geðheilbrigði

Fréttamynd

Þrá­hyggja og á­rátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugg­lega á elda­vélinni?“

„Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum.

Áskorun
Fréttamynd

Er allt í gulu?

Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir.

Skoðun
Fréttamynd

„Við eigum að tala um sjálfs­víg“

Sjálsvígsforvarnarverkefnið Gulur september hefst í dag með metnaðarfullri dagskrá. Verkefnastjóri segir miklu máli skipta að skilaboðin um sjálfsvíg og geðrækt séu á jákvæðum nótum.

Lífið
Fréttamynd

Er allt í gulu í þínum skóla?

Sjálfsvíg eru alþjóðlegt geðheilbrigðisvandamál. Á hverju ári deyja um 700.000 einstaklingar af völdum sjálfsvíga á heimsvísu samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á Íslandi missum við árlega að meðaltali 39 einstaklinga vegna sjálfsvíga. Hvert sjálfsvíg er mikill harmleikur sem hefur gífurleg áhrif á fjölskyldur og samfélög – ekki síst vegna sorgarinnar sem situr eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki allt í gulu?

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Um er að ræða mikilvæga og árlega vitundarvakningu þar sem fjölmargir taka höndum saman og vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. Í gulum september sameinumst við á þeirri vegferð að vekja upp von.

Skoðun
Fréttamynd

Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara

„Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“

Innlent
Fréttamynd

Í­trekað með tárin í augunum á leið í vinnuna

Maren Brynja Kristinsdóttir segir mikilvægt að fólk þekki einkenni kulnunar og bregðist við áður en rauðu flöggin verði orðin of mörg. Maren varð sjálf orðin mjög lasin án þess að átta sig á því og lýsir því í Íslandi í dag hvernig einkennin voru farin að ágerast.

Lífið
Fréttamynd

„Það eru allir með ADHD“

Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

ADHD og Sköpunar­gáfa: Leyndar­mál Skapandi Fram­fara:

Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD.

Skoðun
Fréttamynd

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig

Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni.  Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Leiðin til að elska mig

Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla aftur til Ís­lands til að græða sárin

Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim.

Lífið
Fréttamynd

Ert þú „svo­lítið OCD“?

Stundum lætur fólk þau orð falla að það sé „svolítið OCD“ og á þá við að það vilji hafa allt í röð og reglu eða séu miklir snyrtipinnar. Þótt því beri að fagna að fólk gangi vel um og þyki það hið eðlilegasta mál að vera með þráhyggju og áráttu (OCD), geta slík ummæli grafið undan skilningi á vandanum. 

Skoðun
Fréttamynd

Þurfti að full­orðnast mjög snemma

„Ég upplifði mig alltaf mjög eina. Það var enginn í sömu stöðu og ég,“ segir Ragna Guðfinna Maríudóttir. Sem barn var hún snemma komin í það hlutverk að bera ábyrgð á föður sínum sem glímir við geðrænan vanda. Faðirinn viðurkenndi aldrei greininguna og fékk aldrei faglega meðhöndlun sem gerði ungri dóttur hans erfitt fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Í eðli okkar að fylgjast með náunganum

Sálfræðingur segir slæmt sumarveður geta haft neikvæð áhrif á líðan en einnig látið fólk finna fyrir létti. Erfitt geti verið fyrir foreldra að hlaða batteríin í fríi með börnum og mikilvægt að viðurkenna að það fylgi því vinna að sinna þeim. Ef fólki líði illa með að sumarið hafi ekki staðið undir væntingum geti verið ástæða til að líta inn á við. 

Innlent
Fréttamynd

„Þarna fékk ég að kynnast því hvað þung­lyndi er“

Þórdís Ásta er meðal keppenda í Ungfrú Ísland og segir ferlið hafa kennt henni að trúa enn meira á sig. Síðastliðin tvö ár hefur Þórdís Ásta lært mikið um sjálfa sig, stækkað mikið sem persóna og nú langar hana að hvetja aðra til að gera hið sama.

Lífið
Fréttamynd

Það sem er ekki sagt um geðheilsumál barna

Það hefur mikið verið rætt um aukinn geðrænan vanda barna síðustu daga. Í kjölfar fréttaumræðu um aukinn vanda þá er ágætt að minnast á ýmislegt sem vantar í umræðuna og menn virðast forðast að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann var of klár fyrir lífið“

Þann 15. desember síðastliðinn fannst Hjalti Þór Ísleifsson látinn á heimili sínu í Zürich í Sviss. Þrátt fyrir að vera einungis 27 ára gamall hafði Hjalti afrekað ótrúlegustu hluti og þá ekki síst innan stærðfræðiheimsins þar sem hann vann til verðlauna í alþjóðlegum keppnum og vakti mikla eftirtekt. Hann var við það að ljúka doktorsnámi í stærðfræði og stefndi hátt í lífinu. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Lífið
Fréttamynd

Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns

Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið.

Innlent
Fréttamynd

Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni

Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gera þessi mis­tök í sumar­fríinu!

Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök.

Skoðun
Fréttamynd

Ná að stytta bið­lista og kynja­skipta með­ferðinni

Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Elías Guðmundsson, segir það afar ánægjulegt að geta fjölgað meðferðarrýmum hjá sér í 29 á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Með því verði hægt að styrkja kvennastarf samtakanna og kynjaskipta meðferðinni. 

Innlent