Besta deild karla

Fréttamynd

KR sækir tvo frá Fjölni

KR hefur samið við tvo leikmenn Lengjudeildarliðs Fjölnis um að leika með næstu árin. Um er að ræða markvörðinn Halldór Snæ Georgsson og miðvörðinn Júlíus Mar Júlíusson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ís­lenskur HM-fari í Stjörnuna

Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur ákveðið að snúa heim til Íslands, 28 ára gamall, eftir langa veru í atvinnumennsku erlendis. Hann hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við Stjörnuna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Snýr aftur heim í KR

Miðjumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius er snúinn aftur í KR og hefur skrifaði undir samningu við félagið sem gildir til næstu þriggja ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fær Njarð­vík frekar stimpilinn?

Þrátt fyrir að Njarðvík sé ekki sérstaklega tilgreind í tölum Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum landsins, heldur skilgreind sem hluti af Reykjanesbæ, þá er vel hægt að nota aðra skilgreiningu en Hagstofan og segja að Njarðvík sé stærsti byggðakjarni Íslands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu

KR vann ótrúlegan 7-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Benóný Breki skoraði fjögur mörk í liði heimamanna, Óðinn Bjarkason skoraði í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni á meðan Luke Rae og Atli Sigurjónsson skoruðu einnig. Markús Páll Ellertsson skoraði mark Fram. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hvera­gerði fær stimpilinn frá Mosó

Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er bara besta móment lífs míns“

Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég bara há­grét í leiks­lok“

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Ungt og leikur sér

Þó stærstu nöfn Bestu deildar karla í fótbolta séu flest öll fullvaxta karlmenn sem eru við það að vera komnir fram yfir síðasta söludag þá hafa margir undir leikmenn látið ljós sitt skína í sumar. Við höldum í vonina að fleiri stígi í þeirra fótspor á næstu árum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Her­mann hættur með ÍBV

ÍBV verður með nýjan mann í brúnni þegar það spilar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bestu guttarnir í Bestu deild karla

Vísir tók saman lista yfir ellefu bestu ungu leikmenn Bestu deildar karla í sumar. Um er að ræða leikmenn fædda 2004 og síðar og þeir verða að hafa spilað að minnsta kosti tíu deildarleiki í sumar.

Íslenski boltinn