Múlaþing

Fréttamynd

Litlu mátti muna að sinubruni læstist í skemmu

Brunavörnum Múlaþings gekk vel að ráða niðurlögum sinuelds sem kviknaði á túni við bæinn Dali í Hjalt­astaðaþing­há nú síðdegis. Eldurinn logaði alveg við verkfærageymslu á túninu en náði ekki að læsa sér í geymsluna.

Innlent
Fréttamynd

Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari

Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

85 milljóna króna gjaldþrot Fellabakarís

Engar eignir fundust í þrotabúi Fellabaksturs ehf. sem rak Fellabakarí á Egilsstöðum. Kröfur í búið námu tæplega 85 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en félagið var úrskurðað gjaldþrota í janúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grímulaus meirihluti Múlaþings

Sveitarstjórn Múlaþings kannaði í byrjun þessa árs viðhorf Seyðfirðinga til laxeldis í firðinum og 3/4 íbúa reyndust því andvígir. Könnunina töldu mörg til marks um vinnu í þágu íbúalýðræðis en annað kom á daginn. 

Skoðun
Fréttamynd

Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd

Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni.

Innlent
Fréttamynd

Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna

Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er

Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi.

Innlent
Fréttamynd

Deilan um Ríkarðs­hús leyst

Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveitir halda heim

Það björgunarfólk sem ferðaðist til Austfjarða í vikunni til að aðstoða heimafólk mun ferðast aftur til sín heima í dag. Björgunarfólk frá öllu landinu tóku þátt í aðgerðum þar vegna snjóflóða sem féllu í vikunni. 

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga

Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu aflétt á nokkrum svæðum

Veðurstofa Íslands hefur metið áframhaldandi rýmingarþörf á Austurlandi vegna snjóflóðahættu. Í kjölfar þess var ákveðið að aflétta rýmingu á nokkrum svæðum á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 

Innlent
Fréttamynd

Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða

Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað

Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. 

Innlent
Fréttamynd

Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum

Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 

Innlent
Fréttamynd

„Mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna“

Ákvörðun þýska flugfélagsins Condor um að hætta við áætlanaflug til Akureyrar og Egilstaða í sumar er mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna að sögn framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir flugfélagið ekki taka neina sénsa en vonir eru bundnar við að hægt verði að taka þráðinn aftur upp á næsta ári.

Viðskipti innlent