Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Fjár­mögnun NPA-samninga og Bakgarðshlaupið í beinni

Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bendi til að sak­borningum muni fjölga

Rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku miðar vel. Faðir stúlkunnar er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sakborningum í málinu muni fjölga. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lögin krefja ríkið svara um NPA

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um fjár­lög, ein­mana­leiki og réttir

Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Séreignarsparnaður, netöryggi og leið­sögn um Al­þingi

Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem boði ekki á gott.

Innlent
Fréttamynd

Hvor hafði betur í kappræðunum?

Bæði Kamala Harris og Donald Trump eru hæst ánægð með frammistöðu sína í kappræðunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nótt. Flestir virðast telja að Harris hafi sigrað. Farið verður yfir stöðuna eftir kappræðurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Halla og Guð­rún í nýjum hlut­verkum og að­hald í ríkis­rekstri

Ríkisstjórnin boðar aðhald til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum í nýju fjárlagafrumvarpi. Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025. Þing verður sett í dag þar sem tvær konur, nýr forseti og biskup taka þátt í fyrsta skipti. 

Innlent
Fréttamynd

Snjó­koma á Norður­landi og boðuð mót­mæli á Austur­velli

Samtök launafólks hafa boðað til mótmæla á Austurvelli samhliða því og eru Alþýðusamband Íslands, BSRB, VR og Kennarasamband Íslands meðal skipuleggjenda. Við heyrum í formanni VR í fréttatímanum. Þá förum við yfir appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi þar sem búist er við snjókomu. 

Innlent
Fréttamynd

Ljósanæturuppgjör og stór­tón­leikar Skálmaldar

Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent
Fréttamynd

Hraun gæti náð Reykja­nes­braut og um­deild aug­lýsing Play

Eldfjallafræðingur telur líkur á að hraun nái að Reykjanesbrautinni á nokkrum klukkutímum komi til nýss eldgoss á Reykjanesskaga. Mögulega þurfi að hefja vinnu við að vernda innviði norðan við síðustu gosstöðvar. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Innlent
Fréttamynd

Leigj­endur ó­sáttir við ný lög

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Samtaka leigjenda sem gagnrýnir harðlega nýgerðar breytingar á húsaleigulögum sem tóku gildi nú um mánaðarmótin. 

Innlent
Fréttamynd

Kapp­hlaup við tímann á Gasa og fram­kvæmdir í Grinda­vík

Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað var að bólusetja við lömunarveiki í morgun. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki.

Innlent