Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Litlar breytingar á eld­gosinu, skriðuhætta og mara­þon

Litlar breytingar hafa orðið á virkni eldgossins á Sundhúksgígaröðinni frá því í gær, þegar verulega dró úr krafti þess. Gasmengun berst til suðurs í átt að Grindavík, sem er opin íbúum og fólki sem þar starfar. Bláa lónið opnaði í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Á­kjósan­leg stað­setning á gosinu

Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldur sendar úr landi og við­vörunar­kerfi í Grinda­vík

Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Aukin skjálfta­virkni, ó­við­unandi fylgi og ó­veður í Eyjum

Skjálftavirkni á Reykjanesi fer hægt vaxandi og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands býst við gosi hvað úr hverju. Helstu áhyggjur lúta að því að sprungan komi til með að skera varnargarða við Grindavík. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Em­bættis­taka, Covid-19 og hótanir í garð lög­reglu

Halla Tómasdóttir verður sett í embætti sem sjöundi forseti Íslenska lýðveldisins í dag, önnur kvenna til að gegna embættinu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verða þrír fyrrverandi forsetar viðstaddir athöfina. Greint verður frá því hvernig athöfnin fer fram í hádegisfréttum á Bylgjunni, en hún verður í beinu streymi á Vísi og hefst klukkan 15:30.

Innlent
Fréttamynd

Em­bættis­taka for­seta, veðrið um helgina og skrýtnar gistináttatölur

Von er á um þrú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu. Við kynnum okkur málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bíla­kaup verðandi for­seta

Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörinn í samræmi við reglur fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Jökul­hlaup, deilur um grunnskólamál og sund­kappi

Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi á svæðinu um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli.

Innlent
Fréttamynd

Bíla­kaup verðandi for­seta og Druslugangan

Hvorki Halla Tómadóttir né forstjóri Brimborgar hafa gefið upp hversu mikinn afslátt tilvonandi forsetahjón fengu þegar þau keyptu bíl af umboðinu. Sölumaður umboðsins kallar afsláttinn hins vegar skyldmennakjör. Sérfræðingur í siðfræði segir mikilvægt að fullkomið gagnsæi ríki í málinu. Greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi forseta Íslands.

Innlent