Þýski boltinn

Fréttamynd

Allback í fjögurra leikja bann

Sænski framherjinn Marcus Allback, sem leikur með Hansa Rostock í þýsku Bundesligunni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja keppnisbann af þýska knattspyrnusambandinu. Allback missti stjórn á skapi sínu í leik Hansa gegn Schalke á laugardag og sló til Dario Rodriguez, leikmanns Schalke.

Sport
Fréttamynd

Bayern eykur forskotið

Bayern Munchen jók í dag forskot sitt toppi þýsku Bundesligunnar í knattspyrnu í þrjú stig. Bayern bar sigurorð af Leverkusen, 2-0, með mörkum frá Roy Makaay og Paulo Guerrero á meðan helstu keppinautar þeirra, Schalke, gerðu 2-2 jafntefli gegn Hansa Rostock. Schalke voru í raun heppnir að ná jafntefli því Ailton jafnaði á 90. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Hneyksli skekur þýska knattspyrnu

Þýski knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer gerði tilraun til þess að hafa áhrif á úrslit að minnsta kosti sex leikja sem hann dæmdi, segir fulltrúi þýska knattspyrnusambandsins en dómaramútuhneyksli skekur nú þýska knattspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Þýskt dómarahneyksli viðurkennt

Þýska knattspyrnusambandið greindi frá því í fyrradag að dómarinn Robert Hoyzer hafi sagt starfi sínu lausu eftir að hafa viðurkennt fyrir stjórn sambandsins að hann hafi hagrætt úrslitum í leik milli Hamburg SV og Paderborn í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar sem fram fór 21. ágúst sl.

Sport
Fréttamynd

Bayern München vann Hamburg

Keppni í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófst á nýjan leik eftir sex vikna vetrarhlé. Bayern München vann Hamburg 3-0 með mörkum Claudios Pizzarros, Sebastians Schweinsteigers og Roys McKays.

Sport
Fréttamynd

Ramelow áfram hjá Leverkusen

Carsten Ramelow, leikmaður þýska liðsins Bayer Leverkusen, hefur samþykkt nýjan samning við félagið sem gildir til 2008. Núverandi samningur hans hefði runnið út í sumar en félagið lagði mikla áherslu á að hann skrifaði undir nýjan samning. Einnig var leikmanninum boðin þjálfara staða hjá félaginu þegar hann hættir í boltanum.

Sport
Fréttamynd

Sonck til Borussia Mönchengladbach

Belgíski landsliðsmaðurinn Wesley Sonck er genginn til liðs við Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi. Sonck skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Gladbach sem borgaði 330 milljónir króna fyrir Belgann. Sonck lék 34 deildarleiki fyrir Ajax og skoraði 10 mörk.

Sport
Fréttamynd

Lizarazu aftur til Bayern

Fyrrum landsliðsbakvörður Frakka, Bixente Lizarazu, hefur snúið aftur til Bayern München eftir aðeins sex mánuði hjá franska liðinu Olympique Marseille, en þangað fór hann í sumar einmitt frá Bayern. Lizarazu, sem mun hitta félaga sína í æfingaferð til Dubai, fær sex mánaða samning hjá Bayern.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar sigruðu Japana

Þjóðverjar sigruðu Japana 3-0 í vináttuleik í knattspyrnu sem fram fór í Yokohama í Japan í dag fyrir framan rúmlega 60 þúsund áhorfendur, og komu öll mörkin í síðari hálfleik. Miroslav Klose skoraði fyrsta markið á 54. mínútu en Michael Ballack bætti öðru við á þeirri 69. áður en Klose gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma.

Sport
Fréttamynd

Bayern vetrarmeistari í Þýskalandi

Bayern München er vetrarmeistari í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu eftir 2-2 jafntefli við VfB Stuttgart í toppslag þýsku deildarinnar í gær.

Sport
Fréttamynd

Bayern jafnaði í lokin

Toppliðin í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Bayern Munchen og Schalke gerðu bæði jafntefli í leikjum sínum í dag. Bayern slapp þó með skrekkinn og heldur toppsætinu naumlega eftir 2-2 jafntefli við Stuttgart þar sem Guerrero jafnaði metin á 89. mínútu eftir að Stuttgart hafði leitt leikinn. Schalke er jafnt Bayern á toppnum með 34 stig.

Sport
Fréttamynd

Klinsmann kennt um mistök Kahn

Forráðamenn Bayern Munchen kenna nýráðnum landslisþjálfara Þjóðverja, Jurgen Klinsmann, um mistökin sem Oliver Kahn, markvörður Munchen, gerði í Meistaradeildarleik gegn Juventus í síðustu viku.

Sport