Kaup og sala fyrirtækja

Fréttamynd

For­stjór­a 66°Norð­ur tókst með harð­fylg­i að fá Rotch­ilds til að fund­a í New York

Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu. 

Innherji
Fréttamynd

Kaupir Stál­smiðjuna-Fram­tak

Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ásdís og Katla taka við rekstri Lovísu

Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir hafa gengið frá kaupum á kynlífstækjaversluninni Lovísu. Þær taka við rekstrinum af stofnanda verslunarinnar, Jóni Þór Ágústssyni, sem ætlar að einbeita sér að öðrum verkefnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hamp­iðjan stefnir á aðal­markað eftir kaup á norsku fé­lagi

Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

365 sel­ur helm­ingshlut í Norr11 sem hef­ur „vax­ið hratt“

365, fjárfestingafélag Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, hefur selt helmings hlut sinn í danska húsgagnahönnunarfyrirtækinu Norr11 til danskra fjárfesta. „Þetta var góður tímapunktur til að selja. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og vaxið hratt og mikill áhugi á félaginu. Mér þótti sömuleiðis kominn tími á nýjar áskoranir eftir að hafa stýrt fyrirtækinu í tæp sex ár,“ segir Magnús Berg Magnússon sem lét samhliða af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Norr11.

Innherji
Fréttamynd

Fyrirtækjarisi á sviði heilbrigðisþjónustu settur í söluferli

Fyrirtækjasamstæðan Veritas, sem er í aðaleigu Hreggviðs Jónssonar og rekur fjölmörg umsvifamikil félög á sviði heilbrigðisþjónustu, verður brátt sett í formlegt söluferli sem kemur í kjölfar áhuga sem fjárfestingarsjóðir hafa sýnt fyrirtækinu síðustu mánuði. Forstjóri félagsins, sem veltir samtals nálægt 30 milljörðum króna, segir tímasetninguna núna til að láta reyna á sölu vera góða en innlent fjármálafyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa umsjón með ferlinu. Verði af sölunni yrði um að ræða risaviðskipti á íslenskan mælikvarða.

Innherji
Fréttamynd

Actice ehf. undir hatt Kynnis­ferða

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skel kaupir Klett og Kletta­garða á sam­tals 3,8 milljarða

Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna.

Innherji
Fréttamynd

Áttföldun á fjórum árum

Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir.

Umræðan
Fréttamynd

Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu.

Innherji
Fréttamynd

Alda Music var selt til Universal fyrir nærri tvo milljarða

Íslenska útgáfufélagið Alda Music, sem var stofnað árið 2016 og á réttinn á miklum meirihluta allrar tónlistar sem hefur verið gefin út á Íslandi, var selt í byrjun þessa árs fyrir um 12 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,7 milljarða króna, til Universal Music Group, stærsta tónlistaútgefanda í heimi.

Innherji
Fréttamynd

Reynir hagnaðist um meira en tíu milljarða við söluna í Creditinfo

Reynir Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, hagnaðist um rúmlega 10,5 milljarða króna þegar hann seldi meirihluta sinn í íslenska upplýsingafyrirtækinu á liðnu ári til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital. Allt hlutafé Creditinfo í viðskiptunum var metið á um 20 milljarða króna en endanlegt kaupverð, sem getur orðið hærra, veltur á tilteknum fjárhagslegum markmiðum.

Innherji
Fréttamynd

Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE).

Innherji