Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar

Fréttamynd

Lof­sam­legar um­sagnir um Svan­hildi: „Leið­togi, liðs­maður og drífandi dugnaðar­forkur”

Svanhildur Hólm Valsdóttir hlaut „lofsamlegar umsagnir“ við mat á hæfi hennar til að gegna stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá voru allir fulltrúar í hæfnisnefnd vegna skipunar hennar í embætti sendiherra sammála um að Svanhildur væri hæf til að gegna embættinu. Mat á hæfni hennar fól meðal annars í sér viðtöl við hana sjálfa auk þess sem kallað var eftir umsögnum þriggja umsagnaraðila.

Innlent
Fréttamynd

Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­lög sam­þykkt en VG sat hjá

Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var samþykkt á Alþingi í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þingflokkur Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna líkt og aðrir flokkar stjórnarandstöðunnar. Þannig sátu 24 þingmenn hjá við atkvæðagreiðsluna en tólf þingmenn voru fjarverandi.

Innlent
Fréttamynd

„Hvers konar hrokasvar er þetta?“

„Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara,“ sagði Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra eftir að Ásmundur spurði hvort innflytjendur væru ekki svarið við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hafna þessari gagn­rýni al­gjör­lega“

Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Segir fund ráð­herra og lög­reglu­stjóra til marks um spillingu

Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku.

Innlent
Fréttamynd

Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar

Ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verður staðsett utan Hringbrautarlóðar en þó í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg og eru áætluð verklok 2030.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir ekki komið til Ís­lands þótt þær gætu það

Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð

Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fagnar því að samþykkt hafi verið á þingfundi í dag að áfram verði heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Hún segir það heillaspor fyrir heimili landsins.

Innlent
Fréttamynd

Hófu frumkvæðisathugun á að­komu Jóns í ráðu­neytinu

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur.

Innlent
Fréttamynd

Færa til fjár­muni til þess að bæta að­stöðu á bráða­mót­töku

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­laga­nefnd gefur grænt ljós á út­boð á Vest­fjörðum

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram sér­eign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Í stað kílómetragjalds sem ekki verði komið á um áramótin verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. 

Innlent
Fréttamynd

„Nei, Ás­laug Arna“

„Nei, Áslaug Arna, ég fór ekki beint inn í umhverfisráðuneytið til að sinna mínum eigin hagsmunum, fjölskyldu minnar eða vina, heldur til að vinna að almannahagsmunum með því að efla náttúruvernd í landinu.“ 

Innlent
Fréttamynd

„Berum ekki á­byrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“

„Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“

Innlent
Fréttamynd

Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leyni­legri upp­töku

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að kanna mál sem snýr að leyniupptökum huldumanns á samtali sínu við Gunnar Bergmann, son Jóns Gunnarssonar, þingmanns og aðstoðarmanns forsætis- og matvælaráðherra. Lögregla hefur rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Til­efni til að kanna hvort ráð­herra hafi farið á svig við siða­reglur

Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar.

Innlent