Stj.mál

Fréttamynd

Framsókn í miklum vanda

Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka.

Innlent
Fréttamynd

Aukið samstarf vegna hamfara

Norðurlöndin ætla að auka samstarf vegna náttúruhamfara. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku í gær. Í þeim löndum þar sem engin eru íslensk sendiráð geta Íslendingar leitað aðstoðar í öðrum norrænum sendiráðum.

Innlent
Fréttamynd

VG ræða framboðsmál í Reykjavík

Félagsmenn Vinstri grænna í Reykjavík ætla í kvöld að fjalla um framboðsmál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar en sem kunnugt er eru Vinstri grænir hluti R-listans. Líklegt er talið að Vinstri grænir muni velja frambjóðendur sína með innanflokksprófkjöri.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjör hjá Framsókn

Framsóknarmenn í Kópavogi efna til opins prófkjörs til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins til bæjarstjórnarkosninga næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Ekki varanlegir hnekkir

Íslenskur listaverkamarkaður hefur ekki borið varanlega hnekki vegna fölsunarmála undanfarin ár og traust almennings á núlifandi listamönnum hefur aukist. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nefndar um listaverkafalsanir sem skipuð var af menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

EFTA ræðir við Rússland og Úkraínu

Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, sem eru Noregur, Sviss, Ísland og Liechtenstein, ákváðu í gær að stefna að fríverslunarviðræðum við Rússland og Úkraínu. Jafnframt var ákveðið að leita í auknum mæli eftir fríverslunarsamningum við stór og mikilvæg viðskiptaríki, án tillits til þess hvort Evrópusambandið ætli að gera fríverslunarsamninga við viðkomandi ríki.

Erlent
Fréttamynd

Tvö ár til að laga fjárlagahallann

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á morgun tilkynna Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, að Ítalir hafi tvö ár til að koma fjárlagahalla ríkisins undir þriggja prósenta mörkin sem Evrópusambandsríkin hafa sett sér.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn styðji Þjóðverja

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hvetur Bandaríkin til að styðja Þýskaland um að það fái fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Schröder kom til Washington í gær. Hann segir Þýskaland tilbúið að axla meiri ábyrgð í alþjóðasamfélaginu.

Erlent
Fréttamynd

Stefna enn á öryggisráðið

Engin breyting hefur orðið á stefnu stjórnvalda um framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um myndatöku í Krísuvík

Það ræðst væntanlega á næstu klukkustundum hvort kvikmynda megi atriði í myndinni Flags of Our Fathers í Krísuvík. Í morgun hófst fundur í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar þar sem endanleg ákvörðun verður tekin.

Innlent
Fréttamynd

Ísland ætlar í öryggisráðið

Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár.

Innlent
Fréttamynd

Fléttulisti valinn í prófkjöri VG

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík ætlar að boða til prófkjörs 1. október þar sem valið verður fólk í sex efstu sæti á lista, hvort sem hreyfingin býður fram ein eða með Reykjavíkurlistanum.

Innlent
Fréttamynd

Hlutur hvors kyns 40%

Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópvogi hefur samþykkt að efna til opins prófkjörs um val á frambjóðendum fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Prófkjörið verður einungis bindandi fyrir sex efstu sætin, ef lagaákvæðum flokksins um hlutfall kynja er fullnægt. Samkvæmt þeim skal hlutur hvors kyns ekki vera minni en 40%.

Innlent
Fréttamynd

Hrun Framsóknar í norðurkjördæmum

Framsóknarflokkurinn tapar rúmlega tuttugu prósentustiga fylgi í norðausturkjördæmi samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Flokkurinn mælist nú með 12,3 prósenta fylgi en í síðustu alþingiskosningum hlaut hann 32,8 prósent. Hefur hann því tapað 20,5 prósenta fylgi í kjördæminu frá því í kosningunum ef marka má könnun Gallup.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherrar funda

Forsætisráðherrar Norðurlandanna komu saman í Danmörku í gær til að sitja árlegan sumarfund forsætisráðherranna. Fundurinn fer fram á Falsled Kro á Fjóni og lýkur honum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Schröder ræðir við Bush

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er kominn til Washington til að ræða við George Bush Bandaríkjaforseta um að Þýskaland fái fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn fer fram í dag en Bandaríkjamenn hafa til þessa hafnað áætlunum Þjóðverja, Japana, Brasilíumanna og Indverja um fast sæti í öryggisráðinu.

Erlent
Fréttamynd

Allir nýnemar fá skólavist

Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki.

Innlent
Fréttamynd

75 ára afmæli SUS á Þingvöllum

Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ætlar í dag að ávarpa hátíðarstjórnarfund SUS sem haldinn verður á Þingvöllum. Tilefni fundarins er sjötíu og fimm ára afmæli SUS en sambandið var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum 27. júlí árið 1930.

Innlent
Fréttamynd

Hefja plútóníumframleiðslu á ný

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið grænt ljós á plútóníumframleiðslu í fyrsta sinn síðan kalda stríðinu lauk. Dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá því að fyrir dyrum standi að framleiða um hundrað og fimmtíu kíló ef efninu á næstu þrjátíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Yfirgefa ekki Írak í bráð

Flest bendir nú til að Bandaríkjamenn séu ekki á leiðinni frá Írak í bráð. Ibrahim al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks sagði í dag útilokað að segja til um hvenær óöldinni í Írak myndi linna og á meðan svo væri færu Bandaríkjamenn ekki neitt.

Erlent
Fréttamynd

Breytt stefna í innflytjendamálum

Hægriflokkurinn Venstre í Danmörku hefur breytt stefnu sinni í innflytjendamálum dálítið. Hann vill ekki fleiri flóttamenn en vill hins vegar að duglegu, vel menntuðu fólki verði gert kleift að koma til landsins.

Erlent
Fréttamynd

Forsetinn viðurkennir mistök

Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, viðurkenndi í dag að hún hefði gert mistök með því að hringja í kjörstjórnarmeðlim fyrir forsetakosningarnar og segjast óska þess að hún ynni með milljón atkvæða mun. Hún ætlar samt ekki að segja af sér.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar vill óperuna í Kópavoginn

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, vill reisa óperuhús fyrir íslensku óperuna á ónotaðri lóð sunnan við Gerðarsafn í miðbæ Kópavogs. Þegar hafa verið unnar frumteikningar að óperuhúsi sem Gunnar telur að gæti kostað 1,5 til tvo milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

SUS 75 ára

Samband ungra sjálfstæðismanna var 75 ára í gær og af því tilefni var efnt til hátíðarstjórnarfundar á Þingvöllum. Sambandið var stofnað árið 1930 í Hvannagjá á Þingvöllum og var fyrsti formaðurinn Torfi Hjartarson.

Innlent
Fréttamynd

Tímamót í Skagafirði

Fjölmiðlafundur verður haldinn á morgun vegna undirritunar samkomulags um uppbyggingu menningarhúsa í Skagafirði. Í tilkynningu segir að þetta séu merk tímamót í menningarlífi Skagfirðinga og muni styrkja það kraftmikla menningarstarf sem fram fer í Miðgarði og víðar í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Skorað á ráðherra og fjárlaganefnd

Áskorun til fjárlaganefndar Alþingis og menntamálaráðherra var undirrituð á málþingi um framtíð Héraðsskólahússins á Laugarvatni í gær. Þar er skorað á ráðherra og nefndina að beita sér fyrir að á fjárlögum verði eyrnamerktir fjármunir til endurbóta á húsnæði Héraðsskólans.

Innlent
Fréttamynd

Blað brotið í skipulagsumræðu

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir marka tímamót að bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi skuli hafa verið reiðubúin að leggja tvo skulbindandi kosti í skipulagsmálum í hendur bæjarbúa. Hann er sáttur við kjörsóknina um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Sósíalistar lýsa yfir sigri

Sósíalistar hafa lýst yfir sigri í kjölfar þingkosninga í Búlgaríu. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin var Sósíalistaflokkurinn með ríflega 31% atkvæða sem er þó langt undir því sem kannanir gáfu til kynna. Þetta þýðir að erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa meirihlutastjórn.

Erlent
Fréttamynd

Össur á Evrópuráðsþinginu

Atlantshafsbandalagið hefur átt í viðræðum við bæði Ísraelsmenn og Palestínumenn um þá málaleitan Palestínumanna að bandalagið komi að sáttaumleitan fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig

Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig fylgi í suðvesturkjördæmi samkvæmt könnun Gallup frá því byrjun mánaðarins. Hann hefur samkvæmt könnuninni 44 prósenta fylgi í kjördæminu en hlaut 38,5 prósent fylgi í kosningunum 2003.

Innlent