Bandaríkin

Fréttamynd

Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima

Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Út­skýrir um­mælin um barn­lausar kattar­konur

Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga.

Erlent
Fréttamynd

Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Har­ris

Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi.

Erlent
Fréttamynd

Einn valdam­esti fíkni­efna­barón heims hand­tekinn

Ismael „El Mayo“ Zambada, leiðtogi mexikóska Sinaloa eiturlyfjahringsins, hefur verið handtekinn í El Paso í Texas. Hann hefur verið ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum meðal annars fyrir að hafa framleitt og dreift fentanyl, öflugu eiturlyfi sem hefur valdið ópíóðakrísu í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi mót­mælir við sögu­legt á­varp Netanjahú

Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC.

Erlent
Fréttamynd

Sjón­skert Barbie lítur dagsins ljós

Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu blindu Barbie-dúkkuna. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Á­varpar þjóðina á morgun

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Trump hafi „misst kúlið“ í kjöl­far á­kvörðunar Bidens

Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati sérfræðinga um bandarísk stjórnmál. Kamala Harris varaforseti er langlíklegust til að taka við keflinu af forsetanum, en hún mun eiga á brattann að sækja gegn Trump.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta var aug­ljós­lega slys“

Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða.

Lífið