Lögreglumál

Fréttamynd

Vopnaðir piltar veittust að manni í undirgöngum og höfðu í hótunum

Íbúi í Garðabæ slapp með skrekkinn síðastliðið föstudagskvöld þegar að honum veittust tveir ungir piltar í undirgöngum og hótuðu honum með hnífi og hnúajárni. Maðurinn varaði við piltunum á Facebook-síðu íbúa Garðabæjar. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið inn á borð lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Stal bók og réðst á öryggisvörð

Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Breiðholti. Að því er segir í dagbók lögreglu var þar maður að stela bók.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan bankaði upp á í beinni út­sendingu

Lögregla bankaði upp á hjá Elísabetu Guðmundsdóttir lýtaskurðlækni fyrr í dag og boðaði hana til skýrslutöku vegna brots á sóttvarnarlögum. Atvikið átti sér stað á meðan Elísabet var í viðtali í beinni útsendingu á Harmageddon á X-inu 977.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotsþjófurinn stal myndavélum, tölvum og klósettpappír

Óskemmtileg aðkoma beið þeirra Svölu Jóhannsdóttur og Emils Christoffers Bager Holm þegar þau komu heim úr vinnu í gær. Óprúttinn aðili hafði brotist inn á heimili þeirra í Laugardalnum og stolið öllu steini léttara, allt frá dýrum myndvélabúnaði, tölvum og yfirhöfnum yfir í klósettpappír og óhreinatau parsins.

Innlent
Fréttamynd

Vara við fölsuðum bólu­efnum

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna.

Innlent
Fréttamynd

Stálu þvotti af snúrum í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um kvöldmatarleytið í gær tvo karlmenn sem grunaðir eru um húsbrot í Hlíðunum. Þeir gistu fangageymslur í nótt á meðan málið var í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Mál Elísabetar á borði lögreglu

Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Lést af slysförum í Árnessýslu

Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Fór niður um vök í grennd við Selfoss

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði

Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni.

Innlent