Lögreglumál

Fréttamynd

Réttar­meina­fræðingur segir lög­reglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu

Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Blóðug handaför, horfin lyf og niðurbrotin fjölskylda eftir innbrot í bæjarferð á sjúkrahús

Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru

Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði

Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Enn grjóthrun úr Reynisfjalli

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og almannavarnasviði Lögreglunnar á Suðurlandi meta aðstæður á vettvangi í dag en þær eru sagðar varhugaverðar þar sem grjót hrynji enn úr fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru

Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó.

Innlent
Fréttamynd

Leigubílstjóra hótað með sprautunál í Árbænum

Leigubílstjóri í Reykjavík tilkynnti lögreglu í nótt um greiðsluvik og hótanir í Árbænum. Hafði leigubílstjórinn ekið pari að ákveðnu húsi en þegar kom að greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni á meðan að konan, vopnuð sprautunál, hótaði að stinga hann.

Innlent