Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Akureyri 27-26 | Árni gerði engin mistök Ingvi Þór Sæmundsson að Varmá skrifar 15. febrúar 2015 12:47 Úr leik liðanna í dag. vísir/stefán Árni Bragi Eyjólfsson var hetja Aftureldingar þegar liðið lagði Akureyri að velli, 27-26, í miklum spennuleik í N1-höllinni í Mosfellsbæ í 19. umferð Olís-deildar karla í dag. Lokamínútur leiksins voru gríðarlega spennandi. Gestirnir náðu þrívegis forystunni á síðustu fimm mínútum leiksins en tókst þrátt fyrir það ekki að halda inn stig. Ingimundur Ingimundarson kom Akureyri yfir, 25-26, þegar tvær mínútur en Örn Ingi Bjarkason jafnaði að bragi með sínu 10. marki í leiknum. Akureyringar töpuðu boltanum klaufalega í næstu sókn og í kjölfarið fékk Sverre Jakobsson 2ja mínútna brottvísun. Heimamenn opnuðu vinstra hornið fyrir Kristin Bjarkason en Hreiðar Levý Guðmundsson sá við honum. Mosfellingar héldu þó boltanum og opnuðu því næst hægra hornið fyrir Árna Braga Eyjólfsson. Honum urðu ekki á nein mistök, setti boltann í stöng og inn og tryggði sínum mönnum stigin tvö. Akureyringum tókst ekki að opna vörn Aftureldingar á þeim sekúndum sem eftir voru af leiknum og heimamenn fögnuðu sínum þriðja deildarsigri í jafn mörgum leikjum eftir vetrarfríið. Gestirnir að norðan byrjuðu leikinn betur og það var allt annað að sjá sóknarleik þeirra en í leik liðanna á fimmtudaginn. Boltinn gekk vel og Norðanmenn voru duglegir að opna hornin fyrir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Kristján Orra Jóhannsson sem skoruðu sex af tólf mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Afturelding komst 2-1 yfir eftir fjórar mínútur en þá kom frábær kafli hjá gestunum sem skoruðu sjö mörk gegn einu Aftureldingar. Gestirnir náðu tvívegis fimm marka forystu í fyrri hálfleik og voru með góð tök á leiknum. Uppstilltur sóknarleikur heimamanna var mjög stirður og í þau fáu skipti sem þeir náðu að spila sig í góð færi þá varði Tomas Olason oftar en ekki. Um miðjan fyrri hálfleikinn kom Jóhann Gunnar Einarsson inn á fyrir Birki Benediktsson, sem hafði skotið eintómum púðurskotum fram að því, og Frammarinn fyrrverandi breytti sóknarleik Mosfellinga sem fóru að saxa á forskot gestanna. Afturelding vann síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 6-2 og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Liðin héldust í hendur framan af seinni hálfleik en í stöðunni 17-16 fyrir heimamenn komu fjögur mörk frá Akureyringum í röð. Afturelding vann sinn hins vegar aftur inn í leikinn og náði að jafna, þökk sé frábæru framlagi frá Erni Inga, Jóhanni Gunnari og Pálmari Péturssyni sem varði 13 skot í marki heimamanna eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik. Lokamínútur voru svo æsispennandi og dramatískar í meira lagi eins og áður var lýst. Lokatölur 27-26, Aftureldingu í vil. Örn Ingi var markahæstur í liði Mosfellinga með tíu mörk eins og áður sagði. Jóhann Gunnar kom næstur með sjö mörk. Ingimundur Ingimundarson, Nicklas Selvig og Heiðar Þór Aðalsteinsson voru markahæstir í liði Akureyrar með fimm mörk hver. Tomas átti einnig góðan leik í markinu með 17 skot varin. Norðanmenn hafa aðeins fengið eitt stig af sex mögulegum eftir vetrarfríið en þrátt fyrir tapið í dag geta þeir tekið margt jákvætt út úr leiknum.Örn Ingi: Erum með tvo frábæra markmenn Örn Ingi Bjarkason átti frábæran leik þegar Afturelding bar sigurorð af Akureyri, 27-26, í miklum spennuleik í N1-höllinni í dag. Leikstjórnandinn skoraði tíu mörk í leiknum og átta mörk í leiknum gegn Norðanmönnum á fimmtudaginn. Það er því eðlilegt að spyrja hvort Örn vilji ekki spila við Akureyri í hverri einustu umferð? "Jú, þetta gengur vel hjá liðinu og gengur vel hjá mér. Mér líður mjög vel," sagði hann og hló. "Þeir eru með hörkuvörn og það var gaman að geta gert eitthvað af viti í þessum leikjum," sagði Örn en Mosfellingar voru lengi í gang í dag og lentu tvívegis fimm mörkum undir í fyrri hálfleik. "Við vorum mjög slakir í byrjun leiks og vorum bara ekki vaknaðir. Við virkuðum þungir og áhugalausir en náðum svo að koma varnarleiknum í lag og halda þeim í fáum mörkum. "Við það fengum við sjálfstraust í sóknarleiknum og svo kom þetta koll af kolli," sagði leikstjornandinn knái sem bar lof á markvörðinn Pálmar Pétursson sem varði vel eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik. "Við erum með tvo frábæra markmenn og þeir skipta sköpum í nánast hverjum leik."Kristján Orri: Mikil framför frá síðasta leik Kristján Orri Jóhannsson, hægri hornamaður Akureyrar, var súr í broti eftir tapið gegn Aftureldingu í dag. "Þetta er ógeðslegt. Þetta er grátlegt. Mér fannst við eiga allavega eitt stig skilið út úr þessum leik. En svona er boltinn, hann er stundum ósanngjarn," sagði Kristján sem skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í dag. Þrátt fyrir vonda niðurstöðu spilaði Akureyri mun betur en í leiknum gegn Aftureldingu á fimmtudaginn þar sem liðið tapaði með fimm mörkum, 22-17. Kristján sá marga ljósa punkta í leik Norðanmanna í dag. "Þetta var mikil framför frá síðasta leik og það er mjög jákvætt. Mér fannst ekki koma langur lélegur kafli eins og hefur komið í síðustu þremur leikjum. "Grimmdin og áræðnin var til staðar allan tímann, sem er mjög gott, og með því áframhaldi munum við ná hala inn einhver stig," sagði Kristján sem var ánægður með sóknarleik Akureyrar í dag. "Sóknarleikurinn kom vel út og við getum byggt á því. Það var bara eitt mark sem skildi liðin að og það er erfitt að finna hvaða atriði urðu þess valdandi að við töpuðum," sagði Kristján að lokum.vísir/stefánvísir/stefán Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Árni Bragi Eyjólfsson var hetja Aftureldingar þegar liðið lagði Akureyri að velli, 27-26, í miklum spennuleik í N1-höllinni í Mosfellsbæ í 19. umferð Olís-deildar karla í dag. Lokamínútur leiksins voru gríðarlega spennandi. Gestirnir náðu þrívegis forystunni á síðustu fimm mínútum leiksins en tókst þrátt fyrir það ekki að halda inn stig. Ingimundur Ingimundarson kom Akureyri yfir, 25-26, þegar tvær mínútur en Örn Ingi Bjarkason jafnaði að bragi með sínu 10. marki í leiknum. Akureyringar töpuðu boltanum klaufalega í næstu sókn og í kjölfarið fékk Sverre Jakobsson 2ja mínútna brottvísun. Heimamenn opnuðu vinstra hornið fyrir Kristin Bjarkason en Hreiðar Levý Guðmundsson sá við honum. Mosfellingar héldu þó boltanum og opnuðu því næst hægra hornið fyrir Árna Braga Eyjólfsson. Honum urðu ekki á nein mistök, setti boltann í stöng og inn og tryggði sínum mönnum stigin tvö. Akureyringum tókst ekki að opna vörn Aftureldingar á þeim sekúndum sem eftir voru af leiknum og heimamenn fögnuðu sínum þriðja deildarsigri í jafn mörgum leikjum eftir vetrarfríið. Gestirnir að norðan byrjuðu leikinn betur og það var allt annað að sjá sóknarleik þeirra en í leik liðanna á fimmtudaginn. Boltinn gekk vel og Norðanmenn voru duglegir að opna hornin fyrir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Kristján Orra Jóhannsson sem skoruðu sex af tólf mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Afturelding komst 2-1 yfir eftir fjórar mínútur en þá kom frábær kafli hjá gestunum sem skoruðu sjö mörk gegn einu Aftureldingar. Gestirnir náðu tvívegis fimm marka forystu í fyrri hálfleik og voru með góð tök á leiknum. Uppstilltur sóknarleikur heimamanna var mjög stirður og í þau fáu skipti sem þeir náðu að spila sig í góð færi þá varði Tomas Olason oftar en ekki. Um miðjan fyrri hálfleikinn kom Jóhann Gunnar Einarsson inn á fyrir Birki Benediktsson, sem hafði skotið eintómum púðurskotum fram að því, og Frammarinn fyrrverandi breytti sóknarleik Mosfellinga sem fóru að saxa á forskot gestanna. Afturelding vann síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 6-2 og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Liðin héldust í hendur framan af seinni hálfleik en í stöðunni 17-16 fyrir heimamenn komu fjögur mörk frá Akureyringum í röð. Afturelding vann sinn hins vegar aftur inn í leikinn og náði að jafna, þökk sé frábæru framlagi frá Erni Inga, Jóhanni Gunnari og Pálmari Péturssyni sem varði 13 skot í marki heimamanna eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik. Lokamínútur voru svo æsispennandi og dramatískar í meira lagi eins og áður var lýst. Lokatölur 27-26, Aftureldingu í vil. Örn Ingi var markahæstur í liði Mosfellinga með tíu mörk eins og áður sagði. Jóhann Gunnar kom næstur með sjö mörk. Ingimundur Ingimundarson, Nicklas Selvig og Heiðar Þór Aðalsteinsson voru markahæstir í liði Akureyrar með fimm mörk hver. Tomas átti einnig góðan leik í markinu með 17 skot varin. Norðanmenn hafa aðeins fengið eitt stig af sex mögulegum eftir vetrarfríið en þrátt fyrir tapið í dag geta þeir tekið margt jákvætt út úr leiknum.Örn Ingi: Erum með tvo frábæra markmenn Örn Ingi Bjarkason átti frábæran leik þegar Afturelding bar sigurorð af Akureyri, 27-26, í miklum spennuleik í N1-höllinni í dag. Leikstjórnandinn skoraði tíu mörk í leiknum og átta mörk í leiknum gegn Norðanmönnum á fimmtudaginn. Það er því eðlilegt að spyrja hvort Örn vilji ekki spila við Akureyri í hverri einustu umferð? "Jú, þetta gengur vel hjá liðinu og gengur vel hjá mér. Mér líður mjög vel," sagði hann og hló. "Þeir eru með hörkuvörn og það var gaman að geta gert eitthvað af viti í þessum leikjum," sagði Örn en Mosfellingar voru lengi í gang í dag og lentu tvívegis fimm mörkum undir í fyrri hálfleik. "Við vorum mjög slakir í byrjun leiks og vorum bara ekki vaknaðir. Við virkuðum þungir og áhugalausir en náðum svo að koma varnarleiknum í lag og halda þeim í fáum mörkum. "Við það fengum við sjálfstraust í sóknarleiknum og svo kom þetta koll af kolli," sagði leikstjornandinn knái sem bar lof á markvörðinn Pálmar Pétursson sem varði vel eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik. "Við erum með tvo frábæra markmenn og þeir skipta sköpum í nánast hverjum leik."Kristján Orri: Mikil framför frá síðasta leik Kristján Orri Jóhannsson, hægri hornamaður Akureyrar, var súr í broti eftir tapið gegn Aftureldingu í dag. "Þetta er ógeðslegt. Þetta er grátlegt. Mér fannst við eiga allavega eitt stig skilið út úr þessum leik. En svona er boltinn, hann er stundum ósanngjarn," sagði Kristján sem skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í dag. Þrátt fyrir vonda niðurstöðu spilaði Akureyri mun betur en í leiknum gegn Aftureldingu á fimmtudaginn þar sem liðið tapaði með fimm mörkum, 22-17. Kristján sá marga ljósa punkta í leik Norðanmanna í dag. "Þetta var mikil framför frá síðasta leik og það er mjög jákvætt. Mér fannst ekki koma langur lélegur kafli eins og hefur komið í síðustu þremur leikjum. "Grimmdin og áræðnin var til staðar allan tímann, sem er mjög gott, og með því áframhaldi munum við ná hala inn einhver stig," sagði Kristján sem var ánægður með sóknarleik Akureyrar í dag. "Sóknarleikurinn kom vel út og við getum byggt á því. Það var bara eitt mark sem skildi liðin að og það er erfitt að finna hvaða atriði urðu þess valdandi að við töpuðum," sagði Kristján að lokum.vísir/stefánvísir/stefán
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira