Erlent Vill friðargæsluliðið út úr Suður-Líbanon strax Forsætisráðherra Ísraels krefst þess að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna dragi friðargæslulið þeirra frá Líbanon nú þegar. Tugir ríkja hafa fordæmt árásir Ísraela á friðargæsluliðana undanfarna daga. Erlent 13.10.2024 13:15 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Erlent 13.10.2024 10:00 Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Erlent 13.10.2024 08:20 Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Hundrað og fjögur ríki eiga aðild að sameiginlegri stuðningsyfirlýsingu við António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að stjórnvöld í Ísrael lýstu hann „persona non grata“. Erlent 12.10.2024 23:34 Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur kynnt fyrirætlanir stjórnvalda í landinu um að taka tímabundið úr gildi réttinn til að óska hælis. Erlent 12.10.2024 21:57 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Erlent 12.10.2024 21:23 Fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands látinn Alex Salmond fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands er látinn, 69 ára að aldri. Erlent 12.10.2024 16:47 Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu um það hvort fjallagarparnir Andrew Comyn Irvine og George Mallory hafi náð að toppa Everest, hæsta fjall heims, fyrstir í sögunni. Erlent 12.10.2024 10:35 Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. Erlent 11.10.2024 11:25 Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Erlent 11.10.2024 09:05 Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons Samstarfsmenn nýlega látins vísindamanns sem rannsakaði fellibylji dreifðu ösku hans úr flugvél í auga fellibyljarins Miltons innan við sólarhring áður en hann gekk á land í Flórída. Erlent 11.10.2024 08:48 Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs hefjast 5. maí næstkomandi. Þetta sagði dómari í New York í gær. Erlent 11.10.2024 08:36 Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 11.10.2024 08:32 Peskov staðfestir að Rússar hafi fengið Covid-próf frá Bandaríkjunum Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hefur staðfest fullyrðingar blaðamannsins Bob Woodward, sem greinir frá því í nýjustu bók sinni að Donald Trump hafi sent Vladimir Pútín Rússlandsforseta Covid-próf þrátt fyrir skort í Bandaríkjunum. Erlent 11.10.2024 07:41 Ethel Kennedy er látin Ethel Kennedy, ekkja Roberts F. Kennedy er látin, 96 ára að aldri. Kennedy fékk heilablóðfall í síðustu viku og var í aðhlynningu vegna þess þegar hún lést síðastliðin fimmtudag að því er haft er eftir Joe Kennedy III, barnabarni hennar og fyrrverandi þingmanni. Erlent 11.10.2024 07:40 Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. Erlent 11.10.2024 07:05 Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. Erlent 10.10.2024 23:09 Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. Erlent 10.10.2024 22:14 Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti tekist að endurskapa haus stærstu pöddu sem verið hefur uppi á jörðinni. Þúsundfætlan, sem gat orðið vel á þriðja metra að lengd, hefur verið þekkt lengi en fræðimenn hafa fram að þessu aðeins getað getið sér til um hvernig haus hennar leit út. Erlent 10.10.2024 15:54 Þrettán látist vegna Marburg-veiru og ekkert bóluefni til Á síðustu tveimur vikum hafa 58 manns greinst með Marburg-veiru í Rúanda. Af þeim hafa þrettán látið lífið. Ekkert bóluefni eða lyf er til gegn veirunni. Erlent 10.10.2024 15:29 Hefur ekki enn þorað út í morgun Milljónir búa við rafmagnsleysi og nokkrir eru látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórídaríki í nótt. Enn er varað við vonskuveðri og miklum flóðum í kjölfar hans. Íslendingur í Tampa slapp betur en á horfðist en hefur ekki enn þorað að fara út og líta yfir eyðilegginguna. Erlent 10.10.2024 12:14 Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. Erlent 10.10.2024 11:30 Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída í nótt og hefur valdið miklum skaða. Fjölmiðlar vestanhafs keppast við að fjalla um storminn sem geysar. Nokkrir fréttamenn sem eru á vettvangi hafa lent í bölvuðum vandræðum í óveðrinu. Erlent 10.10.2024 10:55 Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Erlent 10.10.2024 10:17 Flugstjórinn lést í miðri flugferð Flugvél Turkish Airlines á leið til Istanbúl í Tyrklandi frá Seattle lenti í New York eftir að flugstjórinn lést í háloftunum. Erlent 10.10.2024 10:14 Biden og Netanyahu ræddu aðgerðir Ísrael gegn Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ræddust við í síma í gær, í fyrsta sinn í sjö vikur. Erlent 10.10.2024 07:37 Vaktin: Hvirfilbylir og flóð fylgja Milton Milljónir eru án rafmagns, margir án neysluvatns og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land við Sarasota í Flórída í nótt. Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Erlent 10.10.2024 07:02 Milljónir án rafmagns og nokkrir látnir eftir að Milton gekk á land Milljónir eru án rafmagns í Flórída og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land nærri Sarasota í nótt. Yfir 100 heimili eru eyðilögð og þá fór þakið af Tropicana Field, heimavelli hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays. Erlent 10.10.2024 06:53 Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. Erlent 9.10.2024 23:30 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. Erlent 9.10.2024 22:34 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 334 ›
Vill friðargæsluliðið út úr Suður-Líbanon strax Forsætisráðherra Ísraels krefst þess að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna dragi friðargæslulið þeirra frá Líbanon nú þegar. Tugir ríkja hafa fordæmt árásir Ísraela á friðargæsluliðana undanfarna daga. Erlent 13.10.2024 13:15
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Erlent 13.10.2024 10:00
Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Erlent 13.10.2024 08:20
Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Hundrað og fjögur ríki eiga aðild að sameiginlegri stuðningsyfirlýsingu við António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að stjórnvöld í Ísrael lýstu hann „persona non grata“. Erlent 12.10.2024 23:34
Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur kynnt fyrirætlanir stjórnvalda í landinu um að taka tímabundið úr gildi réttinn til að óska hælis. Erlent 12.10.2024 21:57
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Erlent 12.10.2024 21:23
Fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands látinn Alex Salmond fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands er látinn, 69 ára að aldri. Erlent 12.10.2024 16:47
Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu um það hvort fjallagarparnir Andrew Comyn Irvine og George Mallory hafi náð að toppa Everest, hæsta fjall heims, fyrstir í sögunni. Erlent 12.10.2024 10:35
Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. Erlent 11.10.2024 11:25
Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Erlent 11.10.2024 09:05
Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons Samstarfsmenn nýlega látins vísindamanns sem rannsakaði fellibylji dreifðu ösku hans úr flugvél í auga fellibyljarins Miltons innan við sólarhring áður en hann gekk á land í Flórída. Erlent 11.10.2024 08:48
Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs hefjast 5. maí næstkomandi. Þetta sagði dómari í New York í gær. Erlent 11.10.2024 08:36
Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 11.10.2024 08:32
Peskov staðfestir að Rússar hafi fengið Covid-próf frá Bandaríkjunum Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hefur staðfest fullyrðingar blaðamannsins Bob Woodward, sem greinir frá því í nýjustu bók sinni að Donald Trump hafi sent Vladimir Pútín Rússlandsforseta Covid-próf þrátt fyrir skort í Bandaríkjunum. Erlent 11.10.2024 07:41
Ethel Kennedy er látin Ethel Kennedy, ekkja Roberts F. Kennedy er látin, 96 ára að aldri. Kennedy fékk heilablóðfall í síðustu viku og var í aðhlynningu vegna þess þegar hún lést síðastliðin fimmtudag að því er haft er eftir Joe Kennedy III, barnabarni hennar og fyrrverandi þingmanni. Erlent 11.10.2024 07:40
Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. Erlent 11.10.2024 07:05
Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. Erlent 10.10.2024 23:09
Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. Erlent 10.10.2024 22:14
Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti tekist að endurskapa haus stærstu pöddu sem verið hefur uppi á jörðinni. Þúsundfætlan, sem gat orðið vel á þriðja metra að lengd, hefur verið þekkt lengi en fræðimenn hafa fram að þessu aðeins getað getið sér til um hvernig haus hennar leit út. Erlent 10.10.2024 15:54
Þrettán látist vegna Marburg-veiru og ekkert bóluefni til Á síðustu tveimur vikum hafa 58 manns greinst með Marburg-veiru í Rúanda. Af þeim hafa þrettán látið lífið. Ekkert bóluefni eða lyf er til gegn veirunni. Erlent 10.10.2024 15:29
Hefur ekki enn þorað út í morgun Milljónir búa við rafmagnsleysi og nokkrir eru látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórídaríki í nótt. Enn er varað við vonskuveðri og miklum flóðum í kjölfar hans. Íslendingur í Tampa slapp betur en á horfðist en hefur ekki enn þorað að fara út og líta yfir eyðilegginguna. Erlent 10.10.2024 12:14
Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. Erlent 10.10.2024 11:30
Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída í nótt og hefur valdið miklum skaða. Fjölmiðlar vestanhafs keppast við að fjalla um storminn sem geysar. Nokkrir fréttamenn sem eru á vettvangi hafa lent í bölvuðum vandræðum í óveðrinu. Erlent 10.10.2024 10:55
Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Erlent 10.10.2024 10:17
Flugstjórinn lést í miðri flugferð Flugvél Turkish Airlines á leið til Istanbúl í Tyrklandi frá Seattle lenti í New York eftir að flugstjórinn lést í háloftunum. Erlent 10.10.2024 10:14
Biden og Netanyahu ræddu aðgerðir Ísrael gegn Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ræddust við í síma í gær, í fyrsta sinn í sjö vikur. Erlent 10.10.2024 07:37
Vaktin: Hvirfilbylir og flóð fylgja Milton Milljónir eru án rafmagns, margir án neysluvatns og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land við Sarasota í Flórída í nótt. Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Erlent 10.10.2024 07:02
Milljónir án rafmagns og nokkrir látnir eftir að Milton gekk á land Milljónir eru án rafmagns í Flórída og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land nærri Sarasota í nótt. Yfir 100 heimili eru eyðilögð og þá fór þakið af Tropicana Field, heimavelli hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays. Erlent 10.10.2024 06:53
Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. Erlent 9.10.2024 23:30
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. Erlent 9.10.2024 22:34