Handbolti

Dönum létt eftir kórónuveirukaos

Eftir umtalsvert krísuástand í herbúðum danska kvennalandsliðsins í handbolta er nú orðið ljóst að allir leikmenn liðsins eru gjaldgengir í leikinn við Svartfjallaland í dag í undanúrslitum EM.

Handbolti

Tekur undir barnastjörnustimpilinn með semingi

Breiðhyltingurinn Arnar Freyr Guðmundsson þótti einn efnilegasti handboltamaður landsins á sínum tíma. Meiðsli settu stórt strik í reikning hans og skórnir voru á hillunni um tíma. En hann sneri aftur af alvöru fyrir þetta tímabil og hefur spilað vel liði ÍR sem hefur komið mörgum á óvart.

Handbolti

Danir hirtu efsta sætið af Norðmönnum

Danir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Noreg að velli í síðasta leik liðanna í milliriðli á Evrópumóti kvenna í handknattleik í kvöld. Danir hirða þar með efsta sæti riðilsins af Norðmönnum og mæta Svartfjallalandi í undanúrslitum. Noregur mætir hins vegar Frakklandi sem valtaði yfir Spán í kvöld.

Handbolti

„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“

Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik.

Handbolti

Íslendingalið Fredericia fékk skell

Íslendingaliðið Fredericia, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og með Einar Þorstein Ólafsson innanborðs, mátti þola átta marka tap er liðið heimsótti Skanderborg til Árósa í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-25.

Handbolti