Varnarhugmyndir gagnrýndar 18. október 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira