Lýðræðið á undanhaldi 3. nóvember 2004 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, kynnti á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær fyrstu niðurstöður svokallaðrar lýðræðisnefndar sem skipuð var í upphafi þessa árs. Ýmsar niðurstöður hópsins hafa vakið athygli og þá ekki síst að Norðurlandabúar bera minna traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka en áður og birtist það meðal annars í því að skráðum félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna. Krístin Ástgeirsdóttir segir sérstaklega umhugsunarvert að skoða stöðu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. "Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að sífellt færri komi að því að móta stefnuna, taka ákvarðanir og velja frambjóðendur. Við erum reyndar ekki komin jafn langt í þessu og aðrar Norðurlandaþjóðir en við sjáum tilhneiginguna hér." Eitt af þeim atriðum sem lýðræðishópurinn beinir sjónum sínum að er hve félögum í stjórnmálaflokkunum hefur fækkað. "Ástæðan er ekki síst sú hve verkalýðsfélögin og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndunum, þessar stóru fjöldahreyfingar, hafa mikið látið á sjá. Félögum í stjórnmálaflokkum hefur fækkað og dregið úr virkni þeirra." Á sama tíma og félögum í flokkunum fækkar, vex einsmáls-hreyfingum ásmegin, til dæmis fjöldahreyfingum í umhverfismálum, kvenréttindum og í skipulagsmálum. "Pólitísk virkni fólks hefur ekki minnkað, en hún hefur breyst." "Þetta er umhugsunarefni því stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjölfestan í okkar lýðræði og undirstaða fulltrúalýðræðisins. En það eru til aðrar leiðir og við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig bregðast eigi við." Kristín bendir á að Svíar hafi gengið svo langt að stofna sérstakt lýðræðisráðuneyti. Tillögur lýðræðisnefndarinnar liggja ekki fyrir, fyrr en um áramót. En ein tillagan hnígur í þá átt að Norðurlöndin skilgreini lýðræði sem viðfangsefni og móti stefnu sem taki til stjórnmálaflokka, félags- og lýðræðisþátttöku og tækni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira