Bingó-Villi 8. nóvember 2004 00:01 "Ég held mér eiginlega ekki í formi. Ég mætti í líkamsrækt einu sinni og var ágætlega duglegur að boxa og hlaupa en hætti því fljótlega. Ég stunda reyndar Dean Martin-leikfimi af kappi þessa dagana sem felst í glasalyftingum," segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eða Bingó-Villi eins og flestir þekkja hann þessa dagana. Villi er ekki alslæmur þar sem hann gerði garðinn frægan hér á árum áður með handboltaliði KA. "Ég var í unglingalandsliðinu í handbolta og varð margfaldur Íslandsmeistari. Síðan fékk ég hreinlega nóg af því. Mér finnst handbolti reyndar meiriháttar íþrótt. Það er sjaldan sem maður fær hrós fyrir að slást og hamast í upplýstu húsi." Villi hugsar mikið um mataræðið þó hann hugsi ekki um hollustuna. "Ég er rosalegur sælkeri og nautnabelgur. Ég vil bara alvöru kjöt og villibráð og ekkert gervi. Ég vil helst hafa mikið af því, mikið af sósu og helst mikið af smjöri og sykri. Matur er bara of góður til að borða tofu eða spelt. Þó að það sé fínt við sum tækifæri þá er það ekki gott í steik. Svo drekk ég líka heilmikið af kaffi til að halda mér í formi," segir Villi en líkamsræktarstöðvarheimsókn er á dagskránni þótt ótrúlegt megi virðast. "Ég ætla að fara að fara aftur í ræktina svo ég komist í jakkaföt fyrir jólin." Villi er með þáttinn Bingó á Skjá Einum á sunnudagskvöldum og hefur hann fengið frábærar viðtökur. "Þetta er rosalega skemmtilegur og hraður þáttur og fólk virðist fíla hann vel," segir Villi en hægt er að prenta út bingóspjöld á heimasíðu Skjás Eins, s1.is, og spila með heima í stofu. Heilsa Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
"Ég held mér eiginlega ekki í formi. Ég mætti í líkamsrækt einu sinni og var ágætlega duglegur að boxa og hlaupa en hætti því fljótlega. Ég stunda reyndar Dean Martin-leikfimi af kappi þessa dagana sem felst í glasalyftingum," segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eða Bingó-Villi eins og flestir þekkja hann þessa dagana. Villi er ekki alslæmur þar sem hann gerði garðinn frægan hér á árum áður með handboltaliði KA. "Ég var í unglingalandsliðinu í handbolta og varð margfaldur Íslandsmeistari. Síðan fékk ég hreinlega nóg af því. Mér finnst handbolti reyndar meiriháttar íþrótt. Það er sjaldan sem maður fær hrós fyrir að slást og hamast í upplýstu húsi." Villi hugsar mikið um mataræðið þó hann hugsi ekki um hollustuna. "Ég er rosalegur sælkeri og nautnabelgur. Ég vil bara alvöru kjöt og villibráð og ekkert gervi. Ég vil helst hafa mikið af því, mikið af sósu og helst mikið af smjöri og sykri. Matur er bara of góður til að borða tofu eða spelt. Þó að það sé fínt við sum tækifæri þá er það ekki gott í steik. Svo drekk ég líka heilmikið af kaffi til að halda mér í formi," segir Villi en líkamsræktarstöðvarheimsókn er á dagskránni þótt ótrúlegt megi virðast. "Ég ætla að fara að fara aftur í ræktina svo ég komist í jakkaföt fyrir jólin." Villi er með þáttinn Bingó á Skjá Einum á sunnudagskvöldum og hefur hann fengið frábærar viðtökur. "Þetta er rosalega skemmtilegur og hraður þáttur og fólk virðist fíla hann vel," segir Villi en hægt er að prenta út bingóspjöld á heimasíðu Skjás Eins, s1.is, og spila með heima í stofu.
Heilsa Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira